Fréttablaðið - 10.02.2008, Side 99

Fréttablaðið - 10.02.2008, Side 99
SUNNUDAGUR 10. febrúar 2008 otinn í gleðikonu ósamstæðir og skortir stíllega heild sem er bara eitt fátæktar- merkið á íslensku leikhúsi; hér tíma menn ekki lengur að hafa samstílaða búninga, rétt eins og þeir spara í leikmyndum. Ráðstöf- un leikstjórans að færa verkið inn í jazzöldina amerísku er vafasöm. Sem stakar myndir eru leikmynd fyrsta þáttar, heima hjá Violettu, og á sumardvalarstaðnum, vel leystar, einkum sú síðari. Lýsing Björns Bergsteins hefur verið erf- itt verkefni og leysist vel innan þeirra marka. Og söngurinn? Hér kom mest á óvart frábær flutningur Tómasar Tómassonar í hlutverki föðurins sem reynir að fá pabbadrenginn sinn ofan af því að leggja lag sitt við gleðikonu. Tómas er innilegur flytjandi og náði mestu út úr rull- unni, var í senn strangur og hlýr í samskiptum sínum við hróið hana Violettu. Sníkjudýrin í kringum hana voru mörg prýðilega sungin en misstu marks í þessari þröngu stöðu; mætti ekki trúa því að Ágúst Ólafsson gæti leiklega gert meira úr Douphol barón fengi hann pláss og innlegg um leik? Eða Bylgja Dís sem var mest sett í pósur frekar en þróun á karakter? Eða Bragi Berg- þórsson sem virðist í fléttunni næstum vera pimp Violettu, mað- urinn sem kemur með kúnnana? Þau Sigrún Pálmadóttir og Jóhann Friðgeir fá ekki mikla kar- akterleikstjórn í sviðsetningu Hayes. Líklega er ekki alveg á hreinu hvaða sögu er verið að segja; er Violetta einhver Lilja4ever, eða er hún komin á aldur og lifir mest á fornri frægð? Er Alfredo glæsimenni að spila út eða er hann saklaus pabbadrengur með slaufu að villast inn í heim sem er honum alveg framandi? Það er ekki ljóst af sviðsetningu hvað leikstjórinn vill leggja áherslu á í skilningi sögunnar og setur mark sitt á túlkun þeirra beggja. Jóhann er búralegur í fram- göngu en hefur skap og ástríðu í túlkun sem er falleg á að heyra (Ogni suo aver tal femina). Fálæti í leik spillir því nokkuð. Það er erfitt að átta sig af frammistöðu hans hvort hann er í raun sterkur sviðs- leikari. Sömu sögu er að segja af Sigrúnu: Hún náði ekki vel til þessa áhorfanda fyrr en í söng fjórða þáttar sem er nær allur veikur og var sá flutningur með miklum glæsibrag (Addio del Passato), ekki síður í leik, þrátt fyrir undar- lega hugsaðan endi þar sem hún ráfar sem svipur milli þögulla skuggamynda og dettur loks ofan í geil á sviðinu miðju. Margt í leik hennar fram að því skiptist vilj- andi í tvö horn; fárveikrar konu og ásýnd glæsikvendis sem lét engan bilbug á sér finna. Það fas eitt sér kallar á túlkun vissu og æsings, sem er vissulega ein túlkunarleið, en dregur um leið úr blæbrigðum í söng og leik. Frammistaða þeirra beggja er aftur áfangasigur fyrir þau sem listamenn, sýnir víða sönglegan styrk, þó leikur þeirra sé á full þröngu sviði, túlkun leiklega ekki víð né með þeim blæbrigðum sem efni standa til í verkinu. Þannig dregur La Traviata fram flekkóttan styrk íslenska óperu- lífsins sem ber enn sterkan svip áhugamennsku – þar er meira um að kenna metnaðarleysi stjórnar Íslensku óperunnar og menningar- yfirvalda, metnaðarleysi okkar allra. Það er mál að linni, annað hvort eigum við að standa fyrir rekstri flokks í húsum sem geta tekið óperusýningar sem standa undir nútímalegum kröfum, kalla til leikstjóra sem hafa metnað í vinnslu verka sinna sem mér sýn- ist Jamie Hayes ekki hafa í þessu óvinnandi verkefni. Eða bara að hætta þessu. Það má þá niður- greiða áhugasömum Íslendingum ferðir til útlanda til að sjá íslenska söngvara á sviði fyrir þessa millj- ónatugi sem nú fara í Íslensku óperuna og leggja niður opinber framlög til söngvaramenntunar. Þessum þykjustuleik verður að linna. Páll Baldvin Baldvinsson TÓNLIST Hér skilur milli elskenda: Alfredo (Jóhann Friðgeir Valdimarsson) „borgar“ fyrir ást sína á Violettu (Sigrún Pálmadóttir, en Hulda Björk Garðarsdóttir mun einnig fara með hlutverk hennar). MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN/GÍSLI EGILL HRAFNSSON LA TRAVIATA giuseppe verdi sigrún pálmadóttir | jóhann friðgeir valdimarsson | tómas tómasson 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.