Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2008, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 10.02.2008, Qupperneq 100
28 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is Fræga fólkið flykkist um forsetaframbjóðandann Barack Obama enda á hann auðvelt með að drífa fólk með sér í ákalli um betri heim. Will.i.am, aðalmaðurinn í Black Eyed Peas, varð svo heillaður af ræðu Obama sem hann heyrði í sjón- varpinu að hann bjó til tónlist við ræðuna og skellti útkom- unni – laginu Yes We Can – á netið. Milljónir hafa nú þegar horft á myndbandið á nokkrum dögum á Youtube. Will.i.am fékk vini sína í skemmtanabransanum til að taka þátt í mynd- bandinu, fólk eins og Scarlett Johansson, John Legend, Kate Walsh, Common, Kareem Abdul-Jabbar og Herbie Hancock. Kosningamaskína Obama kom hvergi nærri laginu og myndbandinu, en er vitaskuld ánægð með framtakið. Það er Obama líka og hefur þakkað fyrir sig. „Mér fannst eins og hann væri að tala beint við mig,“ sagði Will.i.am um ræðuna sem kom öllu af stað. „Það var eins og hann væri að tala um mig og verja allt það sem gerir mig að því sem ég er. Ég tók ræðuna og tónskreytti hana því ég vil breiða út boðskapinn. Ég vona að ræðan fylli fólk jafn mikilli andagift og mig.“ Heyrði ræðu og gerði lag VINSÆLL FRAMBJÓÐANDI Fólk eygir von um breytingar verði Barack Obama forseti. My Summer as a Salvation Soldier, eða Þórir, hefur gef- ið út sína þriðju sólóplötu. Nafn hennar, Activism, er tilvísun í þá gagnrýni sem var uppi í fyrra á starf sam- takanna Saving Iceland. „Fólk var búið að vera að tala ansi mikið um þetta á síðasta ári, sér- staklega um Saving Iceland. Yfir- leitt var talað um samtökin á slæman og niðrandi hátt sem ég er mjög ósammála og tek nærri mér,“ segir Þórir um nafnið Acti- vism. „Mér fannst þetta bara við- eigandi nafn miðað við það sem var í gangi í kringum mig þá. Ég hef tekið þátt í aðgerðum Saving Iceland og hjálpað þessum félags- skap að safna peningum. Ég er mjög mikill stuðningsmaður þess- ara samtaka og alla jafna pólit- ískra aktívista. Þetta var svona tilvísun í það starf.“ Ósammála stjórnmálamönnum Í upphafslagi plötunnar, PNX, segist Þórir vera orðinn þreyttur á vitleysisganginum í stjórnmála- mönnum. „Auðvitað er maður yfirleitt ósammála stjórnmála- mönnum þegar menn hafa sömu stjórnmálaskoðanir og ég,“ segir hann. Spurður um borgarmálin segir hann þau afar einkennileg. „Það er svo sem rétt sem fólk segir að þetta er lýðræðislega sú borgar- stjórn sem á að vera í gangi en mér finnst þessi pólitík svo leiðin- leg, þessi sandkassaleikur. Menn sem hafa ábyrgð og völd eiga að sjá til þess að fólk hafi það gott en þeir geta ekki einu sinni skipulagt sig í vinnunni sinni.“ Hefur þróast sem lagasmiður Þórir sló í gegn með sinni fyrstu plötu, I Believe in This, árið 2004 og vakti þar mesta athygli rólyndis- útgáfa hans á lagi Outkast, Hey Ya! Ári síðar gaf hann svo út Anarchists Are Hopeless Romant- ics. Þórir segist hafa þróast mikið sem lagasmiður síðan hún kom út. „En þessi og síðasta plata eru mjög tengdar á meðan næsta mun kannski verða frábrugðnari,“ segir hann. Activism var tekin upp heima hjá Þóri og í æfingahúsnæði hjá vini hans. „Þetta er samansafn af upptökum sem ég hef gert á tölv- unni á eins og hálfs árs tímabili. Ég tók upp fimmtíu lög og það tók mig viku að klára þau þegar ég var búinn að velja lögin.“ Tónleikaferð um Bandaríkin Þórir ætlar í tveggja vikna tón- leikaferð um Bandaríkin í mars sem hann skipuleggur sjálfur. Einnig kemur platan út um alla Evrópu 7. mars með aðstoð 12 Tóna og fyrirtækisins Cargo. Tvennir útgáfutónleikar verða haldnir á næstunni. Þeir fyrri verða kl. 17 í dag í Von að Efsta- leiti 7 og hinir síðari verða 14. febrúar á Organ þar sem Reykja- vík! og Tentacles of Doom troða einnig upp. freyr@frettabladid.is Styður pólitíska aktívista ÞÓRIR Tónlistarmaðurinn Þórir, eða My Summer as a Salvation Soldier, hefur gefið út sína þriðju sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN George Clooney segir mikinn ríg ríkja á milli leikara. „Sviðs- leikarar líta niður á kvikmyndaleikara, sem líta niður á sjónvarps- stjörnur. Guði sé lof fyrir raunveruleika- þætti, annars hefðum við enga til að líta niður á,“ segir leikarinn knái, sem vakti fyrst heims- athygli í sjón- varps- þáttunum Bráðavakt- inni. Tónlistarfólkið Jay-Z og Mary J. Blige hyggur á tónleikaferða- lag saman. Þau hefja ferðina í Miami í lok mars og ljúka henni í maí. „Lögin sem við spilum eru undirleikur við líf fólks. Við höfum lagt allt í þetta yfir margar nætur í stúdíóinu og hlökkum til að taka næsta skref, út á sviðið,“ segir Jay- Z. Söngfuglarnir eru báðir tilnefndir til Grammy-verðlauna, sem verða afhent um helgina. FRÉTTIR AF FÓLKI > VISSIR ÞÚ... Að Kirsten Dunst er komin í með- ferð? Stúlkan ku hafa stundað skemmtanalífið af miklum krafti að undanförnu, en fór að hugsa sinn gang eftir að stjarnan Heath Ledger dó af ofneyslu lyfja. STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 500 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 7. mars 2008. Úthlutað verður úr sjóðnum sumardaginn fyrsta 24. apríl 2008. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 10 16 02 /2 00 8 M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 10 16 0 2 /0 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.