Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 4
4 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina
Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS
Opið virka daga frá kl. 10 til 18
og á laugardögum frá kl. 12 til 16
Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík
575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230
L.R RANGE ROVER V8 diesel
Nýskr: 12/2006, 3600cc, 5 dyra,
Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 25.000 þ.
Verð: 11.100.000
ALLIR INNFLUTTIR
OG ÞJÓNUSTAÐIR
AF UMBOÐI
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Bassel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
3°
4°
0°
1°
2°
11°
10°
10°
9°
7°
17°
16°
10°
9°
20°
6°
24°
16°
Á MORGUN
5-10 m/s
Úrkomusamt fyrir hádegi.
LAUGARDAGUR
8-13 m/s vestan til
annars hægari.
45
2 2
5
5 4
4 2
3
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
HLÝINDI FRAM
UNDAN Umskipti
hafa nú orðið í
veðrinu. Næstu
daga, um helgina
og eitthvað fram
yfi r helgi, eru horf-
ur á þokkalegum
hlýindum sem aftur
þýðir að snjó mun
taka upp að miklu
leyti. Það verður
vætusamt vestan
til en yfi rleitt þurrt
fyrir austan.
8
8
8
8
7
7
7 5
5
8
4
8
13
12
9 5
5
5
6
5
10
13
ORKA „Ef þeir ætla að fara að taka eitthvað eitt
út þá held ég að við ættum að hinkra með allar
frekari framkvæmdir þangað til að kominn er
meirihluti sem veit hvert hann er að fara,“
segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri
Ölfuss.
Sveitarfélagið hefur um árabil unnið með
Orkuveitunni að virkjunum á Hellisheiði og
bundið miklar vonir við atvinnuuppbyggingu,
meðal annars vegna Bitruvirkjunar. Nýr
varaformaður Orkuveitunnar, Ásta Þorleifs-
dóttir, hefur hins vegar lýst því yfir að hún sé
andsnúin Bitruvirkun á Ölkelduhálsi og að
nær væri að halda sig við Hverahlíðarvirkjun
eingöngu, hún valdi síður umhverfisskaða.
„Ég hef sagt og stend við það að Ölkeldu-
hálsinn er, ásamt Krísuvík, eitt fallegasta
háhitasvæðið í nágrenni höfuðborgarsvæðis-
ins og hefur gífurlegt gildi. Þannig að ég mun
að sjálfsögðu ekki taka þátt í neinu sem ógnar
því,“ sagði Ásta í viðtali við Fréttablaðið á
þriðjudag.
Hún lagði þá til að beðið
yrði með Bitruvirkjun og
henni hugsanlega komið
fyrir á öðrum stað.
„Það er búið að vinna
þetta mál mjög lengi, allt
frá því Reykjarvíkurlistinn
var og hét, og í bestu sátt
við Orkuveituna. Við höfum
lagt mikla vinnu í þetta og
talið þetta stefnu fyrirtækis-
ins. Ég vil því heyra einhver
haldbær rök frá stjórn
fyrirtækisins og að hún hafi
samband beint við okkur, en
ekki í gegnum fjölmiðla,“
segir Ólafur, sem ekkert
hefur heyrt frá fyrirtækinu
um þetta síðan nýr meiri-
hluti tók við.
Sveitarfélagið eigi um
þessar mundir í viðræðum
um stórfellda atvinnuupp-
byggingu; 300 til 500 manna
Sveitarstjóri hótar að láta
stoppa Hverahlíðarvirkjun
Sveitarstjóri Ölfuss segist ekki geta búið við stefnubreytingu í Orkuveitunni á 100 daga fresti. Nýr varafor-
maður OR hefur rætt um að bíða með Bitruvirkjun. Hinkrum með allar framkvæmdir, segir sveitarstjóri.
ÖLKELDUHÁLS Varastjórnarformaður Orkuveitunnar telur Ölkelduhálsinn eitt mikilvægasta háhitasvæðið á
suðvesturhorninu. Það sé ómetanlegt til útivistar og rannsókna. Hún muni ekki taka þátt í neinu sem ógni þessu
svæði. MYND/RAFN HAFNFJÖRÐ
ÓLAFUR ÁKI
RAGNARSSON
ÁSTA
ÞORLEIFSDÓTTIR
Vandséð er að næg orka sé í boði til að keyra álver í
Helguvík, fari svo að hvorki Bitruvirkjun né Hverahlíðar-
virkjun rísi á Hellisheiðinni.
Árið 2006 undirrituðu fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja undir viljayfirlýs-
ingu um raforkusölu til Helguvíkur. Þá var gert ráð fyrir
því að orkuframleiðendurnir útveguðu allt að 435 MW,
sem dygði fyrir 250.000 tonna framleiðslu.
Átti Orkuveitan að útvega 40 prósent orkunnar eða
174 MW.
Bitruvirkjun gæti framleitt allt að 135 MW en Hvera-
hlíðarvirkjun allt að 90 MW. Afgangurinn átti að koma af
Suðurnesjum, til dæmis með stækkun Reykjanesvirkjunar.
Þess skal getið að Landsvirkjun ákvað í nóvember
síðastliðnum að selja ekki frekari orku til álvera á Suður-
og Vesturlandi.
ENGIN ORKA FYRIR ÁLVER Í HELGUVÍK?vinnustað. Þær viðræður standi og falli
með Bitruvirkjun.
„Og það fer gífurleg vinna í þetta allt
saman. Við ætlum því ekki að taka þátt
í því að á hundrað daga fresti sé breytt
um stefnu,“ segir sveitarstjórinn.
Hann segir umdeildan samning milli
Orkuveitu og Ölfuss, metinn á um
hálfan milljarð, þó ekki brotinn með því
að fallið verði frá virkjuninni. Því sé
ekkert hugsanlegt skaðabótamál í
uppsiglingu.
„En skipulagsvaldið er hjá okkur og
við viljum sjá einhverja stefnu hjá
fyrirtækinu í staðinn fyrir þennan
leikaraskap.“
klemens@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Athugun Ríkisendur-
skoðunar á orsökum og ábyrgð á
tjóni sem varð á íbúðum á
varnarsvæðinu á Miðnesheiði
haustið 2006 er að ljúka. Valgerð-
ur Sverrisdóttir, þáverandi
utanríkisráðherra, fól Ríkisendur-
skoðun að gera úttekt á málinu en
í hálft ár tregðaðist ráðuneytið
við að afhenda stofnuninni
umbeðnar upplýsingar.
Í kjölfar skrifa Fréttablaðsins í
október á síðasta ári um sinnu-
leysi ráðuneytisins var brugðist
við og gögnin afhent.
Sigurður Þórðarsonar ríkis-
endur skoðandi segir skýrslu
embættisins í umsagnarferli og að
hún verði birt í næstu viku. - bþs
Frosttjónið á varnarsvæðinu:
Skýrslan birt í
næstu viku
DÓMSMÁL Rúmlega fertugur
karlmaður hefur verið dæmdur í
eins mánaðar skilorðsbundið
fangelsi fyrir að slá fósturson
sinn í andlitið. Drengurinn var þá
tíu ára og hlaut allnokkra áverka.
Atburðurinn varð á tjaldstæði
við Þrastarlund á síðasta ári, þar
sem fósturfaðirinn og móðir
drengsins voru í útilegu með
hann. Voru maðurinn og konan
töluvert ölvuð þegar lögregla
kom á vettvang. Stjúpfaðirinn
neitaði sök í málinu en dómurinn
taldi að með framburði drengsins
og vitna væri komin fram lögfull
sönnun þess að maðurinn hefði
slegið drenginn. - jss
Maður um fertugt dæmdur:
Sló fósturson
sinn í andlitið
Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær
að Bakkafjara væri í Landsveit. Bakka-
fjara er í Landeyjum.
LEIÐRÉTTING
ORKA „Það er náttúrlega Norðurál
sem tekur ákvörðun um þetta,“
segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, aðspurður hvort
hann telji grundvöll fyrir virkjun
í Helguvík vera brostinn ef
hvorki Bitruvirkjun né Hvera-
hlíðarvirkjun rísa.
„Við förum ekki að taka fyrstu
skóflustungu nema þeir séu
tilbúnir en það er allt í rauninni
að verða tilbúið fyrir fyrsta
áfangann og það er ekki bundið
við neina ákveðna virkjun.“
Árni segir að ef ekki sé næg
orka til fyrir annan áfanga gefist
nægur tími til að finna út úr því.
„Við óttumst ekkert því við vitum
að á öllum stöðum er fólk sem
stendur við samninga,“ segir
hann. - jse
Árni Sigfússon:
Búið að tryggja
næga orku
GENGIÐ 13.02.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
129,1076
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
66,97 67,29
131,44 132,08
97,58 98,12
13,089 13,165
12,218 12,290
10,436 10,498
0,6228 0,6264
105,62 106,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
DÓMSMÁL Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að
ráðast með ofbeldi á lögreglumenn við skyldustörf í
janúar.
Árásarmennirnir sem eru litháískir ríkisborgarar
réðust á lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglu-
stjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan veitinga-
staðinn Monte Carlo í Reykjavík.
Einn mannanna er ákærður fyrir að hafa slegið
einn lögreglumannanna í höfuðið með krepptum
hnefa með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn
hlaut stóra kúlu ofarlega á enni vinstra megin.
Árásarmaðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa
slegið annan lögreglumann í andlitið með krepptum
hnefa svo sá síðarnefndi hlaut roða og bólgu á
vinstri kinn, bólgu á efri vör og tognun á hálshrygg.
Loks eru mennirnir allir ákærðir fyrir að hafa í
sameiningu ráðist að þriðja lögreglumanninum,
slegið hann ítrekað, meðal annars í höfuðið, og
sparkað ítrekað í höfuð hans eftir að þeir höfðu fellt
hann í götuna. Við þetta hlaut lögreglumaðurinn
heilahristing, roðabletti í andliti og á hálsi, kúlu efst
á höfði, hrufl á báðum hjám og tognun í hálsi, um
vinstri olnboga og um þumallið hægra megin.
- jss
ÞINGFESTING Árásarmál gegn þremur karlmönnum hefur verið
þingfest í héraðsdómi.
Þrír karlmenn ákærðir fyrir gróft brot gegn valdstjórninni:
Slösuðu þrjá lögreglumenn