Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 44
14. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Hin síðustu ár hafa morgun-
gjafir orðið ómissandi þáttur í
lok brúðkaupsnætur, en oftast
eru þær afhentar að morgni
hins fyrsta dags þegar karl
og kona vakna saman sem
hjón. Mikil tilhlökkun fylgir
morgungjöfum brúðhjóna
hvors til annars, en þær eiga
að endurspegla ást og að-
dáun í upphafi nýrrar tilveru
saman. Hér koma hugmyndir
að morgungjöfum sem hitta
örugglega í mark.
Lofa skal mey að morgni
Í Feneyjum er forsetinn sjálfur herra
rómantík. Morgungjöf í formi ástarfarar-
eyris og flugmiða til ítalskra amorslenda
er yndisleg og gefur hveitibrauðsdög-
unum ekkert eftir, enda nauðsynlegt að
viðhalda rómantíkinni áfram og skipu-
leggja fagra daga hjónalífsins saman.
Morgungjafir þurfa ekki að kosta
formúu til að hitta í hjartastað. Kossar
fást alls ekki ókeypis né handa hverjum
sem er, en í ástarkossi sameinast sálirnar
og inneign er vissulega ótakmörkuð.
Koss frá nýbakaðri eiginkonu eða eigin-
manni er ein af guðdómlegri lystisemd-
um og gjöfum hjónabandsins.
Hjón eru eitt. Mitt er þitt og þitt er mitt.
Í annríki samtímans er mikilvægt að
eiga frítímann saman. Tvímenningshjól í
ástarrauðum lit gefur fögur fyrirheit um
útivist og endalausa minningasköpun á
góðviðrisdögum hjúskaparins.
Þótt ávöxtur ástarinnar hafi allt eins komið undir á brúðkaupsnótt er alltaf jafn
hjartastyrkjandi að veita af örlæti sínu og ástum. Að gerast hátíðlega fjarstatt
styrktar foreldri munaðarlauss barns er falleg morgungjöf og frjósöm því þar er
vissulega komið fyrsta barnið sem þið elskið og annist frá árdegi heilags samlífs.
Fallegur myndarammi sem geymir
eftirlætis augnablikið ykkar saman,
rómantískasta staðinn ykkar eða annað
sem ykkur einum er svo kært, og finnst
aðeins ykkar á milli, er persónuleg
morgungjöf, og slíkur fjársjóður stendur
örugglega upp úr þegar horft er til
baka.
Hver stenst einn svona? Kátur hvolpur
með yndismjúkan feld, forvitin augu og
bleika tungu er dásamleg morgungjöf
og gefur fyrirheit um tryggan og ljúfan
félaga sem brúðhjónin geta samein-
ast um að annast og eiga lífsins góðu
stundirnar með.
Demantar og gull í allri sinni glitrandi
dýrð er morgungjöf sem hittir allar
konur í hjartastað, enda draumur
kvenna að skarta enn einum ástar-
demantinum frá sínum heittelskaða sem
nýbökuð og heiðvirð frú.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/R
A
U
4
09
12
0
1/
08
Guðmundur Viðarsson, yfirkokkur
Steikarveisla 5.900.- með víni 8.400.-
Forréttur: Koníaksbætt rjómahumarsúpa
Aðalréttur: Eldsteikt lambafille með bakaðri kartöflu
og rauðvínssósu eða nautapiparsteik með piparsósu
Desert: Ítölsk ostaterta í bolla með ferskum jarðarberjum
Villibráðarveisla 6.900.- með víni 9.400.-
Forréttur: Grafin gæsabringa með bláberjabalsamic ásamt
andalifrarmús og rauðvínssoðnum lauk
Aðalréttur: Hreindýramedalíur með gamaldags rjómasósu
Desert: Heilög þrenning, eplapæ, eplamúffin
og tartar tartín
Humarveisla 6.900.- með víni 9.400.-
Forréttur: Grillaður humar í skel með
villisveppa rísottó
Aðalréttur: Nautasteik New Orleans með crembrulle lauk
Desert: Heit súkkulaðiterta með vanilluís
og jarðarberjasósu
Veislan heldur áfram
Á bóndadaginn kynnti Rauðará girnilegan matseðil: steikarveislu, villibráðarveislu
og humarveislu. Skemmst er frá því að segja að undirtektir voru frábærar og
því heldur veislan áfram.
R A U Ð A R Á R S T Í G 3 7
S Í M I 5 6 2 6 7 6 6
W W W . R A U D A R A . I S– ástríðufullur veitingastaður með fersku yfirbragði