Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 36
14. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Elísabet Englandsdrottning og Philip Mountbatten héldu upp á 60
ára brúðkaupsafmæli sitt í lok síðasta árs. Hér eru nokkrar stað-
reyndir um samband þeirra, tilhugalíf og brúðkaup.
● Elísabet og Philip kynntust í brúðkaupi frænku Philips árið 1934.
● Trúlofun þeirra var tilkynnt 9. júlí 1947 en þau giftu sig 20. nóv-
ember sama ár.
● Demantarnir í trúlofunarhringnum voru úr demöntum úr kór-
ónu móður Philips.
● 2.000 gestum var boðið í brúðkaupið í Westminster Abbey.
● Meðal gesta voru konungur og drottning af Danmörku, konung-
ur og drottning af Júgóslavíu, konungar Noregs og Rúmeníu og
Shah af Íran.
● Elísabet var í silkikjól eftir Sir Norman Hartnell og með kórónu
sem búin var til fyrir Maríu drottningu árið 1919.
● Gröf óþekkta hermannsins var eini steinninn sem ekki var þak-
inn sérstöku teppi í kirkjunni. Daginn eftir brúðkaupið lét Elísa-
bet leggja brúðarvöndinn við gröfina líkt og
móðir hennar lét gera.
● Mikil tónlist ómaði í brúðkaupinu en
meðal annars söng 91 söngvari í athöfn-
inni.
● Athöfnin var send út beint í útvarp-
inu en hún var einnig kvikmynduð
og sýnd í bíósölum um allan heim.
● Um tíu þúsund heillaskeyti bár-
ust Buckingham-höll.
● Hjónakornin fengu um 2.500
gjafir frá velunnurum alls staðar
að úr heiminum.
● Brúðkaupsveislan var haldin í
Buckingham-höll.
Brúðkaupsnóttinni eyddu þau í
Broadlands í Hampshire, heim-
ili frænda Philips, jarls af Mount-
batten.
● Hluta hveitibrauðsdaganna eyddu
þau á Möltu.
● Drottningin og maður hennar
eignuðust fjögur börn. Karl, Önnu,
Andrés og Játvarð. Samtals eru
barnabörnin sjö.
● Elísabet og Philip héldu upp á
sex ára brúðkaupsafmæli það ár
sem Elísabet var krýnd drottning.
● Í nóvember 2007 héldu hjónin
upp á demantsbrúðkaup en fimm
kórsöngvarar sem höfðu tekið
þátt í giftingarathöfninni sex-
tíu árum áður tóku þátt á ný í
athöfninni í Westminster Abbey.
Konunglegt brúðkaup
Ragnhildur Fjeldsted, eigandi
blómabúðarinnar Dans á
rósum á horni Lokastígs og
Baldursgötu, hefur áralanga
reynslu af blómaskreytingum.
Hún hefur bæði starfað hér
heima og í London og hefur
séð um fjölmörg brúðkaup,
stór sem smá.
Ragnhildur segir mjög einstakl-
ingsbundið hvernig brúðhjón
vilji hafa brúðarvendi og annað
skraut.
„Ég mæli alltaf með því að
brúðurin finni sitt uppáhalds-
blóm og leyfi því að njóta sín í
vendinum. Ég bendi samt fólki á
þau blóm sem mest framboð er
af á hverjum tíma. Það er bæði
ódýrara og þá er maður viss um
að fá það ferskasta sem völ er á.“
Ragnhildur segir að hvítur, bleik-
ur og límónugrænn séu áberandi
litir í brúðarvöndum á vorin og
sumrin en oft vill fólk dekkri liti
um haust og vetur. „Þetta getur
þó verið allavega og gaman þegar
blómin endurspegla persónuleika
brúðhjónanna,“ segir Ragnhildur.
Hún segir að svokallaðir kúlu-
vendir séu geysilega vinsælir.
Þeir eru nettir, elegant og auð-
velt að bera þá. Oft eru rósir og
orkideur í lykilhlutverki en hún
segir allt eins hægt að nota önnur
blóm.
„Ég bendi fólki oft á að leggja
áherslu á veglegar blómaskreyt-
ingar sem njóta sín betur en
margar litlar. Það gerir daginn
tignarlegan og veisluna glæsi-
lega. Þá er upplagt að fá fagfólk
til þess að gera stóru skreyting-
arnar og síðan er hægt að fá vini
og fjölskyldu til að hjálpa til að
gera ýmislegt smálegt sem dreg-
ur úr kostnaði,“ útskýrir Ragn-
hildur.
Hún segist ráðleggja brúðhjón-
um af hreinskilni hverju hægt
sé að sleppa og hvað sé mikil-
vægt að leggja áherslu á. Hún
leggur mikið upp úr því að hitta
brúðhjónin, finna taktinn og taka
síðan mið af þeirra óskum og
væntingum. - ve
Leyfir uppáhaldsblómum
brúðarinnar að njóta sín
Það getur verið fallegt að skreyta veislu-
borðin með háum vöndum í stíl við brúðar-
vöndinn.
Dramatískur og munúðarfullur vönd-
ur. Í honum er dökkbleik bóndarós,
gerbera, rósir og svört calla-lilja.
Hann er svo bundinn saman með
svörtum borða.
Þessi vöndur er dálítið villtur. Hann er
gerður úr appelsínugulri brúðarkollu og fá
öll smáu blómin að njóta sín til fulls. Ragn-
hildur segir gaman þegar fólk þorir að velja
óhefðbundnar skreytingar.
Ragnhildur Fjeldsted í búð sinni Dansi á rósum á horni Lokastígs og Baldursgötu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ragnhildur gifti sig í október á síðasta ári.
Veislan var haldin á Hótel Búðum og var
hún með skelja- og kuðungaþema. Hún
notaði sandlitaða, fölbleika og kremaða liti
í blómaskreytingarnar sem harmóneruðu
vel við haustlitina, hafið og umhverfið.
Ragnhildur segir gaman að tengja þemað
við eitthvað sem er brúðhjónunum kært og
endurspeglar þeirra stíl.
Klassískur
kúluvöndur
með hvítum
rósum.
Orkideu-
vendir
hafa verið
vinsælir og
er þessi úr
Phalanopsis
orkideu.