Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 18
18 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Í 27 ár hefur Rúnar Eiríksson, varðstjóri á Litla-Hrauni, staðið vaktina yfir föngum. Í febrúar- slabbinu á Suðurlandi leiðir hann blaðamenn um svæðið með lykla í hönd. Hann heilsar vinalega mönn- unum sem standa úti í kuldanum við Rimlakjör, verslun fangelsis- ins, og segir blaðamönnum að margir þeirra séu góðir strákar. Rúnar hefur séð marga menn koma og fara. „Ég hef séð miklar breytingar verða á vistmönnunum hér. Nú orðið eru hér margir ungir strákar sem hafa farið illa út úr dópinu. Þeir þurfa því á meiri aðhlynningu og leiðbeiningum að halda en þeir sem áður voru hér,“ segir Rúnar. Við erum stödd inni í skrifstofu- byggingu við hlið fangelsisins. Rúnar lítur út um gluggann og út á lóðina þar sem fangarnir standa og segir hugsi: „Ég held að upp- bygging alvöru meðferðardeildar sé mjög nauðsynleg í þessu fang- elsi.“ Hann bætir við að hann bindi miklar vonir við nýjan forstöðu- mann Litla-Hrauns, Margréti Frí- mannsdóttur, sem og nýjan for- stjóra Fangelsismálastofnunar, Pál Winkel. „Þau tvö eru mjög ný í þessu starfi en það er kraftur í þeim og bullandi áhugi sem gæti orðið til þess að tekið yrði á með- ferðarmálum eins og þörf er á vegna þeirra breytinga sem hafa átt sér stað meðal vistmanna,“ segir hann. Meirihlutinn undir áhrifum Síðastliðinn september var gerð allsherjar úttekt á fíkniefna- og lyfjaneyslu fanga hér á landi. Nið- urstöðurnar sýndu að á Litla- Hrauni hafði 71 prósent fanga neytt fíkniefna eða bannaðra lyfja. Ástandið í öðrum fangelsum var mun betra. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að opna svokallaðan meðferðargang á Litla-Hrauni. Fangelsismálastofnun var ekki úthlutað umfram fjármagni til að standa að þessu úrræði og hefur það því helst byggst upp á aukinni vinnu starfsmanna fangelsisins og auðvitað löngun fanganna sjálfra til að halda sig frá eiturlyfjum. Í viðtali við Fréttablaðið 9. febrúar eftir að krufningarskýrsla sýndi að í fangelsinu hefði fangi látist eftir að hafa verið gefið meþadon við fráhvörfum sagði Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir: „Þessi atburður sýnir ef til vill þörfina á því að koma upp með- ferðar- og afeitrunardeild í fang- elsinu, og ég ætla að vona að hægt verði að koma slíkri aðstöðu í gagnið sem fyrst.“ „Við erum vonarstjörnur Fangelsis- málastofnunar“ Það er ekki algengt að blaðamenn fái að ganga um fangelsið og ræða við fanga eins og þá lystir. Á með- ferðarganginum skilur Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, okkur þó eftir til að fangarnir geti haft meira næði til að spjalla við okkur. Það er mikil reykingarlykt inni á ganginum. Við borðið sitja nokkrir menn sem við könnumst við úr dóm sölum, fréttum sem við höfum sjálf skrif- að og suma frá unglingsárum okkar sjálfra. Fljótt takast með okkur skemmtilegar samræður enda andrúmsloftið á ganginum létt og viðmælendurnir með ein- dæmum skemmtilegir. „Við erum vonarstjörnur Fangelsismála- stofnunar,“ segir einn fanganna þegar blaðamenn eru búnir að kynna sig og allir skella upp úr. „Finnst þér hún ekki falleg?“ „Viltu fá að sjá litlu stelpuna mína?“ segir einn fanginn eftir stuttar samræður og býður til klefa. Á veggnum er fjöldi mynda af lítilli stúlku sem brosir framan í ljósmyndarann. „Finnst þér hún ekki falleg?“ segir fanginn, Jens Hjartarson, stoltur, lítur á mynd- irnar og veit augljóslega að við spurningunni er aðeins eitt svar. Nokkurra mánaða gömul börn fá nánast alla til að hugsa að framtíð- in verði mikið betri en fortíðin og fyrir þau vilja flestir foreldrar fórna öllu. Það tekst þó ekki alltaf, sér- staklega ekki þegar fólk glímir við eiturlyfjafíkn og alkóhólisma. Jens horfir áfram hugfanginn á myndina, hann er ungur og virðist líklegur til að geta staðið sig eftir að afplánun lýkur. Hann vonast til að fá reynslulausn innan skamms. Jens viðurkennir að hafa lengi verið í rugli en allt horfi nú til bóta. „Ég losna fljótlega út. Það bíður mín vinna og svo auðvitað fjölskyldan. Ég held að mér eigi alveg eftir að takast að vera edrú núna,“ segir hann og brosir. Afslappað andrúmsloft Eins og gefur að skilja hafa allir fanganna á meðferðarganginum komist í kast við lög og glímt við fíkniefni. Margir eru ögn feimnis- legir og aðeins einn samþykkir að láta sjást í andlitið á sér og fæstir treysta sér til að koma fram undir nafni. Það að eiga skemmtileg sam- töl, flissa að bröndurum og kalla þessa menn, sem margir hverjir eru nokkuð nafntogað- ir vegna fortíðar sinnar, for- nöfnum eins og um hversdags- legar samræður sé að ræða slær okkur samt ögn út af laginu. Það er hægt að láta sér líka vel við menn, jafnvel þótt þeir hafi brotið af sér og sitji svo sannarlega ekki inni að ástæðulausu. Loksins edrú í meira en mánuð Jón Einar Randversson er einn þeirra sem eru tilbúnir til að ræða við okkur undir nafni. Hann er laglegur ungur strákur sem ekki er með á hreinu hve lengi hann á eftir að sitja inni þar sem nokkur af hans málum eru ófrágengin fyrir dómstólum. Hann segist hafa byrjað ungur í óreglu og mikið verið á götunni. „Ég á mjög góða fjölskyldu sem alltaf hefur staðið á bak við mig,“ segir hann og kveikir sér í sígarettu „Ég er svarti sauðurinn,“ segir hann og hlær. Hann hefur mjög góða nær- veru en segist þó sjálfur ómögu- legur í mannlegum samskiptum. Eins og flest allir fangarnir vitna um við okkur segir hann helst kost meðferðargangsins vera léttinn af því að vita ekki af dópi í næsta klefa við sig. „Þetta lítur allt mjög vel út hjá mér. Ég vil vera á normal brautinni, mig er farið að langa í FRÉTTASKÝRING – BAK VIÐ LÁS OG SLÁ 1. HLUTI UPPELDISSTAÐA 20 eða yngri 21 til 25 26 til 30 31 til 40 41 eða eldri Tveir foreldrar Einstætt foreldri Við erum vonarstjörnur Líklega eru hvergi á Íslandi jafn margir fíklar saman komnir og á Litla-Hrauni. Fangavörður með tæplega þrjátíu ára reynslu segir starf sitt hafa breyst mikið. Sífellt fleiri ungir strákar sem hafa farið illa út úr neyslu komi í fangelsið. Eins og staðan er nú er ekki gert ráð fyrir neinum sértækum meðferðarúrræðum eða afeitrun á Litla-Hrauni. Karen D. Kjartansdóttir og Magnús Hall- dórsson litu við á ganginum og spurðu fanga, starfsfólk og stjórnendur um framtíðarvonir á bak við rimlana. OPINSKÁTT SAMTAL Jón Einar Randversson sést hér ræða við blaðamann í klefa sínum. Hann segist aldrei hafa verið edrú jafn lengi og nú eftir að hann byrjaði í neyslu. Hann vonar að meðferðarstarf á Litla Hrauni verði styrkt svo hægt sé að grípa fíklana strax þegar þeir koma inn niðurbrotnir. SAMTAL PRESTS OG FANGA Hreinn S. Hákonarson prestur sést hér ræða við fangana á meðferðarganginum. Við hlið Hreins er Hans Alfreð Kristjánsson fangi sem hefur verið á ganginum frá því honum var komið á laggirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTUNARSTAÐA FANGA ÁÐUR EN AFPLÁNNUN HÓFST Grunnmenntun eða minna Hluti af framhaldsskóla Iðnmenntun Stúdent Háskólagráða 52,5% 22,8% 17,5% 3,2% 4,0% HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.