Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 31

Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 31
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Valentino úr veislunni Hátískusýning er afrakstur af löngu og erfiðu starfi þar sem ómæld vinna hefur verið lögð í hverja flík. Upp í 2.000 vinnustundir fyrir einn kjól. Vinna sem lifir á sýningarpallinum í nokkrar mínútur, stundum til að hverfa að eilífu í gleymsku í geymslu tískuhússins. Valentino Caravani færði tískuáhugafólki fallega gjöf í tilefni af síðustu sýningu sinni í París á dögunum. Hann leyfði sjónvarpsmönn- um að fylgjast með undirbúningi sýningarinnar, allt frá teikniborðinu að sýningarpöllunum á Rodin-safninu. Vinnustofan er í Róm og þar fylgdist meistarinn með hverju handtaki. Valentino byrjaði ungur að teikna og átti erfitt með að hemja sig fyrir síðustu sýninguna; hefði getað hannað þrisvar sinnum meira. Hann var aðeins 26 ára á þeirri fyrstu 1957. Á vinnustofunni eru áttatíu hendur sem sitja tímunum saman við sauma, sumar eru búnar að vera með Valentino í fjörutíu ár og þekkja hvert spor. Á eftir fylgja mátanir með fyrirsætum og lagfæringar því allt á að vera fullkomið. Þótt Valentino hafi átt mikillar velgengi að fagna í París hefur hann alltaf hannað og saumað á Íalíu og því eru milljónakjólarnir 75 sendir til Parísar rétt fyrir sýninguna. Með þeim fer helmingur sauma kvennanna til að fullkomna verkið þegar fyrir- sæturnar sem eiga að sýna kjólana máta daginn fyrir sýninguna. Meira að segja Roberta eldabuska „mamma italiana“ fylgir með svo starfs- fólkið borðar ítalskt eins og heima til að halda við starfsanda liðsins. Á síðustu stundu mætir Natalia Vodianova topp-módel, stjarna sýningarinnar, til að máta kjólinn sem opnar hana. Hvert smáatriði er þaulæft, tónlistin hefur verið valin, styrkurinn ákveðinn, allt frá ítölskum óperum til Amy Winehouse, kvikmyndatónlistar úr „La Dolce Vita“ Fellinis og „2046“ Wong Kar-Wai. Aðsetur tískuhúss Valentinos í París er á skartgripatorginu Place Vendôme, aðeins nokkra metra frá Ritz-hótelinu, þar sem gestir hönnuðarins gista og þnngað þarf að senda fjölda kjóla sem samskipta- deild tískuhússins lánar, því auðvitað klæðast gestirnir Valentino á síðustu sýningunni og listinn er langur. Eftir sýninguna leka tár af hvörmum margra aðstoðarmanna og kvenna sem og fyrirsætna, blað er brotið. Valentino segir að leyndarmál hátískunnar sé að efnið eigi að líta út eins og enginn hafi snert það þegar flíkin er tilbúin. Hann hefur í 45 ár fegrað konur, aldrei gert úr þeim furðuverk í nafni frumleika. Líkt og Michael-Angelo okkar tíma, óður til kvenlegrar fegurðar. Og Valentino segir: „Betra að fara úr veislunni meðan þar er enn fullt af fólki“. Þannig kveður listamaður heim tískunnar. bergb75@free.fr Náttúran býr yfir helstu leyndarmálunum um fegurð kvenna. Hunang og sítróna eru þar fremst í flokki fyrir unaðs- mjúkt hörund. Í öllum þorpum Provence-héraðs í Suður-Frakklandi eru býflugur ræktaðar til framleiðslu á undur- sætu hunangi, en hunang er einmitt meðal mest hrífandi fjársjóða nátt- úrunnar og eitt elsta fegurðarlyf veraldar. Áhrif þess á húðina eru mýkjandi og endurnærandi því hun- ang er ríkt af sykri, stein- efnum og vítamínum. Blanda hunangs og sítr- ónu er eftirsóknarverð og nú hefur franski snyrtivöruframleið- andinn L‘Occitane framleitt baðvörur úr blöndu þessara mikil- vægu fegurðargjafa náttúrunnar. Honey & Lemon línan ilmar auð- vitað ótrúlega girnilega, ásamt því að vera hrein upplifun fyrir lík- ama og sál. - þlg Húðgaldrar hunangs og sítrónu Honey & Lemon- baðlínan frá L‘Occitane en Býflugnarækt er áberandi í Provence-héraði í Suður-Frakk- landi. 60% afsláttur af öllum vörum Laugavegi, s. 561-1680 Rýmingarsala í 3 daga Allt að 90% afsláttur Freemans/Clamal • Reykjavíkurvegi 66 • Hafnarfjörður • S: 565 3900 Fyrstir koma fyrstir fá! Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 og laugardaga: 11-15 Síðasti dagur rýmingarsölunnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.