Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 78
54 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Stundum er það ABT-mjólk, en stundum læt ég það bíða þar til ég er komin í vinnuna og fæ mér þá bara kaffi. Það er ekki mjög hollt að sleppa morgun- matnum en hollusta hefur aldrei verið mér mjög ofarlega í huga.“ Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri og matargúrú. LÁRÉTT 2. lampi 6. guð 8. eldsneyti 9. fornafn 11. núna 12. fáni 14. grín 16. utan 17. rá 18. yfirgaf 20. belti 21. fullnægja. LÓÐRÉTT 1. gryfja 3. kringum 4. áttfætla 5. traust 7. dávænn 10. þunnur vökvi 13. loft 15. glyðra 16. upphrópun 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. lukt, 6. ra, 8. mór, 9. öll, 11. nú, 12. flagg, 14. spaug, 16. út, 17. slá, 18. fór, 20. ól, 21. fróa. LÓÐRÉTT: 1. gröf, 3. um, 4. kónguló, 5. trú, 7. allstór, 10. lap, 13. gas, 15. gála, 16. úff, 19. ró. Fátt hefur vakið jafn mikla athygli í auglýsingabransanum síðustu mánuði og auglýsingin frá Geymslur.com. Það er helst hið grípandi lag sem vekur athygli og fær fólk til að brosa. Tvíhöfði gerði grín að laginu á dögunum í Laugardagslögunum þegar Jón Gnarr þóttist vera höfundur aug- lýsingarinnar. Það var reyndar Valgeir Guðjónsson sem samdi lagið. „Þetta var alveg kostulegur skets hjá þeim,“ segir Valgeir, sem er himinlifandi með viðtök- urnar. „Það er gaman að vita til þess að þessi litla fjölskylduiðn- aðarauglýsing skuli hafa risið svona til hæstu metorða.“ Eigandi Geymslur.com er Hall- grímur Tómas Ragnarsson, mágur Valgeirs, en Kári Schram, frændi Hallgríms, tók auglýsing- una upp. „Við hlógum mikið að þessu þegar Hallgrímur bað mig um að gera lag því þetta er nátt- úrlega einhver mest ósexí vara sem hægt er að láta sér detta í hug,“ segir Valgeir. „Það var lítill tími til stefnu. Ég settist niður og notaði svo það fyrsta sem mér datt í hug. Það hefur oftast reynst betur en að rembast eins og rjúp- an við staurinn. Sem betur fer fannst Hallgrími lagið jafn fyndið og mér.“ Hin einfalda auglýsing sló strax í gegn. „Það var eins og við mann- inn mælt að eftir nokkrar birting- ar var allt orðið fullt í geymslun- um í Garðabæ. Nú er verið að opna nýtt útibú úti á Granda svo auglýsingin var sett aftur af stað. Það er á góðri leið með að fyllast allt þar líka.“ Valgeir vann mikið við auglýs- inga-lagagerð á árum áður fyrir stóra kúnna. Hann samdi til að mynda „Mjólk er góð“-stefið sem hann segir að hafi verið notað í áttatíu mismunandi auglýsingum. „Menn koma og fara í þessum bransa,“ segir Valgeir, „en þetta er skemmtileg vinna. Í dag er ég að vinna í allt öðrum heimi. Ég og konan mín höfum verið að þróa hugbúnað fyrir skólamarkaðinn sem miðar meðal annars að því að nemendur fái hærri einkunnir. Nemar þurfa líka að hvíla sig og því eru þarna inni nokkur slökun- arstef eftir mig. Slökunartónlist er yfirleitt alveg hræðilega leið- inleg, en ég reyni að fara nýjar leiðir.“ gunnarh@frettabladid.is VALGEIR GUÐJÓNSSON: SLÆR Í GEGN MEÐ GEYMSLUR.COM-LAGINU Fyndið lag selur ósexí vöru GEYMSLUR! Valgeir Guðjónsson er höfundur Geymslu-lagsins vinsæla. „Staðan er sú að ég er að athuga hvernig ég get komið til móts við hana og hennar aðstæður. Hún hefur verið í fæðingarorlofi, er með ungabarn heima og það er meira en segja það að fara frá því í 10 til 12 tíma vinnu á dag. Það er rosalegt álag eins og gefur að skilja,“ segir Þórhallur Gunnars- son ritstjóri Kastljóss. Frétt þess efnis að Jóhanna Vil- hjálmsdóttir væri hætt í Kastljós- inu vakti mikla athygli í gær. Faðir Jóhönnu er Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi sem átt hefur undir högg að sækja og berst nú fyrir sínu pólitíska lífi. Meðal þess sem honum sem stjórn- málamanni er legið á hálsi fyrir eru ummæli sem hann lét falla í Kastljósi, í samtali við Sigmar Guðmundsson, þess efnis að hann hefði borið umboð sitt undir borg- arlögmann í hinu svokallaða REI máli. Borgarlögmaður neitaði að tjá sig um málið og kom síðar á daginn að það var fyrrverandi borgarlögmaður sem Vilhjálmur vísaði til. Menn hafa gert því skóna að Jóhanna hafi hætt í Kast- ljósinu vegna þess að hún sé ósátt við framgöngu fjölmiðla, og þar með Kastljóssins, í tengslum við umfjöllun um vandræði Vilhjálms. Vísir greindi svo frá því, eftir samtal við Jóhönnu, að ekki sé búið að ganga frá neinu, og hún líti svo á að hún sé enn starfsmaður Kastljóss. „Margir eru ósáttir við umfjöll- un Kastljóss. En, við erum ekki að semja um hvort hún sé sátt við umfjöllun þáttarins eða ósátt. Þá værum við einfaldlega ekki að ræða saman,“ segir Þórhallur. Hann segir að starf við frétta- þáttinn Kastljós sé langt í frá fjöl- skylduvænt. Þórhallur segist gjarnan vilja fá Jóhönnu aftur til starfa og verið sé að finna flöt á því hvort hægt sé að koma til móts við hennar aðstæður með hugsan- lega breyttu vinnufyrirkomulagi. „Við erum öll góðir vinir innan þessa hóps og þar með talin Jóhanna.” - jbg Jóhanna Vilhjálms hætt við að hætta JÓHANNA OG PABBI Þórhallur Gunnars- son leitar leiða til að Jóhanna Vilhjálms- dóttir geti starfað áfram í Kastljósinu. „Ég lenti fyrir öðru hjóli síðasta sumar, hruflaðist töluvert í andliti þannig að það þurfti að sauma í kringum augað tuttugu spor. Ég var nú reyndar bara heppinn að halda auganu,“ segir þingmaðurinn skeleggi Bjarni Harðarson sem þeysist um á mótor- hjóli við hvert tækifæri. Að sögn þingmannsins eru hjólin sem hann þeysist um á svokölluð Enduro-hjól eða fjallabifhjól. „Þau fara út um allt, upp á hálendi og ég veit ekki hvað og hvað. Við getum nokkurn veginn farið það sama og jeppar komast þótt við eigum kannski stundum í erfiðleikum með stórar jökulár. En við komumst samt glettilega leiða okkar,“ segir Bjarni sem að sjálfsögðu er á stærsta hjólinu í sínum hópi og það lék aldrei neinn vafi á því hvernig litur væri á hjólinu, grænn eins og litur fram- sóknarflokksins. „Mitt er miklu þyngra og meira krassandi en að sama skapi er auðveldara að sitja það.“ Og þingmaðurinn er augljós- lega ánægður með að vera kominn aftur á ferðina. „Já, það var mikill fögnuður að komast út í náttúruna,“ segir Bjarni sem óttast þó ekki að slasast aftur þrátt fyrir ófarir síðasta árs. „Oftast eru vegirnir þannig að fimmtíu til sjötíu kílómetra hraða þykir nokkuð mikið þannig að þetta er aldrei rosaleg ferð. Við erum heldur ekki mikið innan um aðra umferð heldur bara einir einhvers staðar úti í náttúrunni,“ bætir Bjarni við en segir það þó algjört lykilatriði að vera með hjálm og í réttu græjun- um. -fgg Bjarni á grænu framsóknarhjóli ÞINGMAÐUR Á FERÐ Bjarni Harðarson, fyrir miðju, með græna hjólið sitt sem hann keyrir um náttúru Íslands. Frétt blaðsins af sér- kennilegri uppákomu í umhverfis- og samgöngu- ráði í gær í tengslum við hvort varaformað- ur ráðsins yrði Ásta Þorleifsdóttir eða Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur vakið mikla furðu manna á meðal. Ekki síst þau ummæli Ástu, í tengslum við að F-listinn ætti að eiga tvo fulltrúa í ráðinu, að sjálfstæðismenn hafi talið Helgu Jóhannesdótt- ur til F-listans af því hún er kona Ómars Ragnarssonar. „Krúttlegur misskilningur,” segir Ásta. En víst er að Helgu þykir fátt eitt krúttlegt við þessa neyðarlegu uppákomu. Hún gekk í Sjálfstæðisf lokkinn 18 ára gömul og hefur verið þar jafn lengi og Gamli góði Villi. Nokkurt uppþot varð á fréttastofu Ríkisútvarps- ins í gær og var Óðinn Jónsson fréttastjóri ókátur vegna fréttar blaðsins sem var undir fyrirsögninni „Stolin frétt af stolnu vöru- merki”. Ómar Örn Ólafsson á Eyjunni birti frétt af sláandi líkindum milli merkja kínverska fyrirtækisins Sutor og merkis Símans. Korteri síðar birtu RÚV-arar á sinni síðu svipaða frétt. Og furðuðu sig á því að frétt þeirra fór sem eldur í sinu um netið án þess að heimilda væri getið. Ómari þótti þetta líka furðu sæta og dró þá ályktun að sín frétt hefði kveikt í RÚV-urum með að segja af málinu. En þeir hjá RÚV höfðu þá lengi verið að kanna málið og vissu ekki af frétt Ómars. Þeim líður nú eins Jóni sem ávallt var kallaður Jón þjófur – af því að frá honum var stolið. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI MISSTI NÆSTUM AUGAÐ Bjarni missti næstum augað eftir slys síðasta sumar en þá þurfti að sauma tuttugu spor í kringum það eftir að þingmaðurinn fékk mótorhjól yfir sig. Nr. 7 - 2008 Verð 659 kr. 14. feb. – 20 . feb. ÁSTFANGIN Í ALVÖRU! GLAMÚR OG GLEÐI! Bara í SAFNAR RASSI! Rebekka stefnir á Evróvisjón: 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Stjörnuárshát íð 365 miðla: Sjáið myndirn ar! Örn Arnarson og Hólmfríður Magnú sdóttir: Siggi og Jara í Kræ-Beibí: Gerir lífið skem mtile gra!Karl Ágúst og Ásdís Olsen: GAMLAR FEGURÐAR- DROTTNINGAR Í nýju ljósi Súrt og sætt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.