Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 2
2 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
HAPPDRÆTTI Íslensk getspá ætlar, í samstarfi við
happdrættisfyrirtæki í átta öðrum Evrópulöndum, að
byrja með nýtt risalottó og er stefnt að því að dráttur
hefjist í lok ársins. Aðalvinningurinn verður á bilinu
700-900 milljónir króna í hverri viku. Nýja lottóið
gengur undir vinnuheitinu
Eurolottó eða Euromillions en
ekki er komin niðurstaða í
nafnið enn.
„Þetta hefur verið lengi í
vinnslu,“ segir Stefán Konráðs-
son, forstjóri Íslenskrar
getspár. „Stefnt er að því að
þetta hefjist í lok þessa árs en
það er ennþá á vinnslustigi.
Verkefnið er mjög spennandi.
Við erum að tala um verulega
háa vinninga,“ segir hann.
Dráttur í nýja lottóinu verður vikulega og alltaf á
föstudögum. Fyrsti vinningur verður á bilinu 700 til
900 milljónir en til samanburðar má nefna að fyrsti
vinningur í Víkingalottóinu er venjulega 50-100
milljónir íslenskra króna. Til viðbótar aðalvinningi
upp á tæpan milljarð kæmu átta til níu undirvinnings-
flokkar.
Hópurinn sem stendur að nýja lottóinu eru Víkinga-
lottó-löndin Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur,
Finnland og Eistland, ásamt Hollandi, Ítalíu og
Þýskalandi. „Tugir milljóna manna koma að þessu og
gera þetta meira spennandi en Íslendingar eru mjög
pottasækin þjóð og hafa lengi verið,“ segir Stefán.
Íslensk Getspá hefur ekki sótt um leyfi fyrir nýja
lottóið enda undirbúningurinn tekið langan tíma.
Stefán segir að marga enda þurfi að hnýta til að allt
gangi upp en á von á því að niðurstaða verði komin
um miðjan apríl.
„Á undanförnum vikum höfum við fengið inn
samstarfsaðila til að stækka pottinn. Þess vegna eru
Ítalir og Þjóðverjar komnir inn. Eftir eru ýmis
tækniatriði, til dæmis varðandi öryggismál, hvenær
drættir eiga sér stað, negla endanlega niður á hvaða
vikudögum er dregið og klukkan hvað því að ekki
eru allir á sama tíma. Það þarf að samræma margt,“
segir hann.
„Þetta verður gríðarlega stórt og öflugt lottó. Við
horfum jákvæðum augum til þess því að okkar starf-
semi gengur út á að styðja öryrkja, íþróttahreyfing-
una og ungmennafélögin og við erum stöðugt að
leita leiða til að auka okkar framlag. Samkeppni
erlendis frá með ólöglegum spilum eykst stöðugt
þannig að við reynum okkar besta að standa okkur í
samkeppninni.“ ghs@frettabladid.is
STÓRT OG ÖFLUGT „Þetta verður gríðarlega stórt og öflugt
lottó,“ segir Stefán Konráðsson, forstjóri Íslenskrar Getspár.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Milljarður í vinning
í nýju Evrópulottói
Allar líkur eru á því að nýtt evrópskt lottó hefji göngu sína í lok ársins. Níu
lönd standa að því og verður hæsti vinningurinn upp undir einn milljarður
króna. Dregið verður á föstudögum. Lottóið hefur vinnuheitið Eurolottó.
Grísagúllas í súrsætri sósu
Réttur dagsins
0,5 ltr. Egils gos fylgir með
749 kr.
Þorbjörg, eruð þið ekki með
réttu umhverfisráði?
„Við þurfum kannski bara að fara í
umhverfismat.“
Furðuleg uppákoma varð í umhverfis- og
samgönguráði á þriðjudag þegar tveir
fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson,
héldu Helgu Jóhannsdóttur tilheyra F-list-
anum en ekki Sjálfstæðisflokknum. Fyrir
vikið var Þorbjörg kjörin varaformaður en
ekki Ásta Þorleifsdóttir af F-lista, eins og
reiknað hafði verið með.
BRETLAND, AP Erkibiskupinn af
Kantaraborg, Rowan Williams,
segir Bretland geta tekið tillit til
hefðbundinna
laga íslams án
þess ganga á
borgaraleg
réttindi.
Erkibiskup-
inn talaði
frammi fyrir
æðstu stjórn
Ensku biskupa-
kirkjunnar eftir
að ummæli hans
í síðustu viku um mögulega
upptöku sjaríalaga á Bretlandi
vöktu mikla reiði. Ummælin
umdeildu snerust um að sjaría-
lög geti gegnt hlutverki meðfram
hjúskaparlögum, til dæmis hvað
varðar skiptingu fjármuna
hjóna.
Williams ítrekaði að hann
myndi ekki tala fyrir aðstæðum
þar sem sjaríalög stríddu gegn
borgaralegum réttindum breskra
þegna. - sdg
Rætt um sjaríalög í Bretlandi:
Erkibiskup
skýrir ummæli
ROWAN WILLIAMS
ÍSAFJÖRÐUR Reykingafólk á
Ísafirði hefur fengið skjól í
snjóhúsi sem veitingamenn í
Kaffi Edinborg í Aðalstræti hafa
hlaðið fyrir utan staðinn.
Anna Jakobína Arngrímsdóttir
á Kaffi Edinborg segir að
starfsmönnum staðarins hafi þótt
þetta góð hugmynd og drifið í að
framkvæma hana í fyrradag. Þeir
vonist eftir frosti næstu daga svo
húsið bráðni ekki.
Að sögn Önnu hafa gestir tekið
hinu nýstárlega reykhúsi afar vel
og yfirvöld engar athugasemdir
gert. „Enda er þetta nú eiginlega
bara skafl þótt hann sé að vísu
óvenjulega kósí,“ útskýrir hún.
- gar
Ísfirskt hugvit í framkvæmd:
Snjóhús fyrir
reykingafólk
SKIPULAGSMÁL Tillögur þátttak-
enda í samkeppni um framtíðar-
skipulag Vatnsmýrarinnar verða
kynntar í dag. Að því er Dagur B.
Eggertsson, oddviti Samfylkingar
í borgarstjórn, sagði við frétta-
stofu Ríkisjónvarpsins í gær-
kvöldi, leggja margir keppenda
fram tillögur þar sem lestarkerfi
kemur við sögu.
Samkvæmt málefnasamningi
meirihluti Sjálfstæðismanna og
F-lista verður ekki tekin ákvörð-
un á yfirstandandi kjörtímabili
um brottflutning Reykjavíkur-
flugvallar úr Vatnsmýri.
Sýning á tillögunum verður
opnuð í Hafnarhúsinu í dag. - gar
Skipulag í Vatnsmýri:
Tillögurnar
kynntar í dag
VIÐSKIPTI „Við höfum verið að endurskoða eignasafn-
ið í heild sinni og minnka markaðsáhættu,“ segir Jón
Sigurðsson, forstjóri FL Group. Félagið tapaði 67,3
milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 44,6
milljarða króna hagnað í hittifyrra. Tapið er að
langmestu tilkomið á fjórða ársfjórðungi í fyrra en
þá nam það 63,2 milljörðum króna. Þetta er í takti
við væntingar markaðsaðila.
Líkt og fram kom á uppgjörsfundi FL Group í gær
eru skráðar eignir félagsins færðar á markaðsvirði
en þær hafa fallið í verði í dýfunni á alþjóðlegum
hlutabréfamörkuðum.
Hluti af endurskoðuninni er sala á Geysi Green
Energy til hluthafa Geysis og Glitnis. FL Group
verður áfram hluthafi í félaginu. Hannes Smárason,
fyrrum forstjóri FL Group, er ekki á meðal kaup-
enda.
Þá hefur eftirstandandi 1,1 prósents hlutur FL
Goup í AMR verið seldur og hlutabréfaeign í
Commerzbank komin undir eitt prósent. Þau
tilheyra nú veltubók félagsins. Jafnframt hefur
verið horfið frá skráningu Landic Properties (áður
Stoða) á markað og hlutafjáraukningu á genginu 14,7
eins og stefnt var að. „Augljóslega mun það ekki
gerast á fyrri hluta ársins,“ sagði Jón og vísaði til
aðstæðna á fjármálamörkuðum. - jab
Nýir menn tóku til í eignasafni FL Group og hafa sett hlutafjáraukningu á salt:
Töpuðu 67 milljörðum í fyrra
STENGIRNIR STILLTIR Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor-
maður FL Group, og Jón Sigurðsson forstjóri rýna í uppgjör
fjárfestingarfélagsins fyrir fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þrír undir áhrifum
Ökumaður var tekinn undir áhrifum
lyfja í Reykjavík í gærmorgun. Einnig
var ökumaður í Borgarnesi handtekinn
undir áhrifum fíkniefna í fyrrakvöld. Á
sama tíma var þriðji maðurinn tekinn
fyrir ölvunarakstur í Keflavík.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJARAMÁL „Þetta þokast frekar
áfram heldur en afturábak. Ég
býst við að þetta skýrist um eða
eftir hádegi á morgun [í dag],“
sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, sem í gærkvöld
sat á fundi með formönnum
landssambanda Alþýðusam-
bandsins.
„Hvað mig varðar er ég
þokkalega bjartsýnn á að það sé
að miða þónokkuð vel. Hins
vegar er það þannig að maður
veit aldrei hvernig hlutirnir
gerast næsta dag. Það er nú
einfaldlega einkenni svona
samningaþjarks,“ segir Grétar
Þorsteinsson, forseti ASÍ. - gar
Kjaraviðræður í gærkvöld:
Miðar áfram en
ekki afturábak
Markús Örn í nýtt starf
Geir Haarde forsætisráðherra hefur
fengið leyfi utanríkisráðuneytisins
til að kalla Markús Örn Antonsson
sendiherra heim frá Kanada og gera
hann að forstöðumanni Þjóðmenn-
ingarhússins frá 1. maí. Núverandi for-
stöðumanni, Guðrúnu Sigurðardóttur,
hefur verið veitt lausn frá sama tíma.
STJÓRNSÝSLA
BORGARMÁL Fréttablaðið hefur
heimildir fyrir því að Kjartan
Magnússon hafi verið að kanna
hvort hann njóti stuðnings í borg-
arstjórastólinn ákveði Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson að stíga til hliðar,
sem þykir nánast öruggt. Kjartan
þvertekur hins vegar fyrir þetta.
„Ég er ekkert að þreifa fyrir mér
enda væri slíkt ótímabært,“ segir
Kjartan.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er tíðinda að vænta í
borgarstjóramálum Sjálfstæðis-
flokksins á næstu dögum, líklega
um helgina. Baráttan um borgar-
stjórastólinn stendur fyrst og
fremst á milli Gísla Marteins
Baldurssonar, sem þykir hafa
nokkuð sterka stöðu inni í borgar-
stjórnarflokknum, og Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, sem gerir
tilkall til borgarstjórastólsins á
þeim forsendum að hún er í öðru
sæti á lista flokksins í borginni.
Kjartan telur kröfu sína rétt-
mæta í ljósi þess að hann, ásamt
Vilhjálmi, var arkitektinn að
núverandi meirihlutasamstarfi
með F-listanum, Auk þrímenn-
inganna hefur Júlíus Vífill Ingv-
arsson einnig verið að þreifa
fyrir sér. Möguleikar Kjartans
og Júlíusar Vífils felast fyrst og
fremst í því að ekki náist sátt um
Gísla Martein eða Hönnu Birnu.
Heimildir blaðsins herma enn
fremur að beðið sé eftir því hvort
Vilhjálmur komi með uppástung-
ur að eftirmanni sínum, víki hann
til hliðar. Það mun vera vilji
flokksforystunnar að borgar-
stjórnarflokkurinn leysi úr þessu.
- th
Borgarstjóramál Sjálfstæðisflokksins skýrast á næstu dögum:
Fjórir vilja borgarstjórastólinn
KJARTAN MAGN-
ÚSSON Borgar-
fulltrúinn segir
ekki tímabært að
ræða um borgar-
stjórastólinn.
SNJÓHÚSIÐ Anna Jakobína Arngríms-
dóttir þjónar reykingamönnum í snjó-
húsi Kaffi Edinborgar. MYND/JOACHIM SCHMIDT
SPURNING DAGSINS