Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 70
46 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 14 7 16 12 14 7 RAMBO kl. 8 - 10 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 6 ÍSLENSKT TAL ATONEMENT kl. 5.50 - 10 BRÚÐGUMINN kl. 8 16 12 7 14 12 7 16 MEET THE SPARTANS kl.6 - 8 -10 WALK HARD kl.6 - 8 THE DARJEELING LIMITED kl.6 - 10.10 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 8 - 10.10 MEET THE SPARTANS kl. 6 - 8 -10 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 3.30 - 5.40 ÍSLENSKT TAL WALK HARD kl. 5.30 - 8 -10 CLOVERFIELD kl. 10 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 BRÚÐGUMINNLÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 ÍSLENSKT TAL RAMBO kl. 8.30 - 10.30 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 8 ÍSLENSKT TAL ATONEMENT kl. 9 CHARLIE WILSONS WAR kl. 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10.10 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu "FRAMÚRSKARANDI!" - HJJ, MBL EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! FRÁBÆRA GAMANMYND SEM GERIR GRÍN AF 300 SEM OG ÖÐRUM NÝLEGUM OG VINSÆLUM BÍÓMYNDUM! SANNIR SPARTVERJAR FRIÐÞÆING ALVÖRU HETJUR DEYJA ALDREI REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSS NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 L SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 UNTRACEABLE kl. 10:30 16 CHARLIE WILSON´S WAR kl. 8 12 DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 7 NAT. TREASURE 2 kl. 10:30 12 TÖFRAPRINSESSAN M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L NO COUNTRY ... kl. 5:40 - 8 - 10:30 16 P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 L SWEENEY TODD kl. 10D 16 UNTRACEABLE kl. 8 16 THE GAME PLAN kl. 5:40 L AKUREYRI NO COUNTRY ... kl. 8 16 MEET THE SPARTANS kl. 8 7 MIST kl. 10 16 SWEENEY TODD kl. 10 16 P.S. I LOVE YOU kl. 8 L CHARLIE WILSON´S WAR kl. 10:10 12 CLOVERFIELD kl. 10:30 14 BRÚÐGUMINN kl. 8 7 MEET THE SPARTANS kl. 8 - 10 12 UNTRACEABLE kl. 8 16 CLOVERFIELD kl. 10:10 16 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR BIG LEBOWSKY, BLOOD SIMPLE OG FARGO KEMUR NÝTT MEISTARAVERK! H.J. MBL 8Ó S K A R S ® T I L N E F N I N G A RMEÐAL ANNARSB E S T A M Y N D I N Æðisleg mynd með óskarsverðlaunaleikkonuninni Hilary Swank og Gerard Butler úr 300. KEFLAVÍK - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR RAMBO kl. 6, 8 og 10-P 16 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 L ATONEMENT kl. 5.30, 8 og 10.30 12 CLOVERFIELD kl. 8 og 10 14 - Dóri DNA, DV - H.J. MBL 2 - E.E. DV 2 - 24. Stundir - S. V. MBL - V.I.J. 24 Stundir Made in the Dark er þriðja plata Hot Chip í fullri lengd. Frum- smíðin Coming on Strong kom út 2004 og lofaði góðu. The Warn- ing kom fyrir tveimur árum og innihélt meðal annars hinn ómót- stæðilega, nánast ávanabindandi grúv-smell Over & Over. The Warning var töluvert sterkari plata en Coming on Strong þannig að eftirvæntingin var töluverð fyrir útkomu Made in the Dark. Ég verð að viðurkenna að þegar ég renndi plötunni í gegn í fyrsta skipti varð ég ekki fyrir mjög miklum hughrifum. Þetta hljómaði eitthvað svo tilþrifalít- ið. Eina lagið sem stóð upp úr var smáskífulagið frábæra Ready for the Floor. Þegar ég hlustaði meira og hækkaði vel í græjunum fór hins vegar afgang- urinn af plötunni að svínvirka líka. Made in the Dark er popp- aðasta Hot Chip-platan hingað til. Flest lögin láta frekar lítið yfir sér í byrjun en detta svo inn hvert af öðru við ítrekaða spilun. Hljómurinn er mjög flottur og nýtur sín áberandi betur í góðum græjum á miklum styrk. Hot Chip-menn virðast fara svo létt með að búa til lúmskt grúv að það hljóta að teljast sérgáfur. Það er létt og hresst yfirbragð yfir Hot Chip, sem smitar áhorf- endur auðveldlega á tónleikum eins og við Reykvíkingar höfum þegar fengið að kynnast í nokk- ur skipti. Textarnir undirstrika líka þennan léttleika. Þeir eru engan veginn djúpir eða merkilegir þannig séð, en oft skemmtilegir. Á Made in the Dark eru þrett- án lög, flest góð, og heildarsvip- urinn er sterkur, en Shake a Fist, Ready for the Floor, Made in the Dark, One Pure Thought, Don’t Dance og Hold On eru hrein snilld. Trausti Júlíusson Meistarar lúmska grúvsins TÓNLIST Made in the Dark Hot Chip ★★★★ Þessi þriðja plata Íslandsvinanna hressu í Hot Chip lætur lítið yfir sér við fyrstu kynni en fer að svínvirka eftir nokkrar hlustanir. Spilist hátt! „Bræður og systur“, baráttutónleikar Bubba Morthens gegn rasisma, hafa fengið gífurleg viðbrögð. „Ég er nánast búinn að vera fastur í símanum síðan þetta spurðist út,“ segir Páll Eyjólfsson, umboðs- maður Bubba, sem tók við umsókn- um. „Á annað hundrað hljóm- sveita og listamanna hafa hringt inn og lýst yfir áhuga á að styðja við þetta mjög svo þarfa verkefni. Það má segja að allar flóðgáttir hafi opnast. Fólk hefur fengið yfir sig nóg. Margt fólk af erlendu bergi brotið hefur líka hringt inn og lýst yfir áhuga sínum að koma að þessu með okkur.“ Dagskrá tónleikanna, sem haldnir verða í Austurbæ næsta miðvikudag, er farin að skýrast og munu ólíklegustu listamenn koma fram. Mínus, Ný dönsk, Lay Low, Ragnheiður Gröndal, Hjálmar, Poetrix, South river band, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds, Buff, Ellen Kristjáns, Sprengjuhöllin, Fabúla og ónefnd hljómsveit skipuð Pólverjum eru meðal þeirra sem ætla að rokka gegn rasisma en eitthvað mun bætast við þennan myndar- lega lista á næstu dögum. Frítt verður inn á tónleikana á meðan húsrúm leyfir. - glh Stjörnuflóð gegn rasisma „Fyrir lengra komna“ er fyrsta plata rapparans Poetrix, eða Sævars Daníels Kolandavelum eins og hann er þekktur innan fjölskyld- unnar og hjá skattstofunni. Sævar er tuttugu og tveggja ára. Platan hefur lengi verið á leiðinni en kemur loksins út á morgun. „Það rann af mér þegar ég var 19 ára,“ segir Sævar, „Á áfangaheim- ilið kom maður í heimsókn, Hákon Jens Pétursson, sem ég leyfði að heyra þetta dót sem ég hafði verið að gera síðan ég var 16 ára. Hann gerir reyndar fyrir mig mynd- bönd í dag. Hann vildi endilega láta taka þetta betur upp og kom mér í samband við frænda sinn, Finn Hákonarson. Síðan þá hefur þetta verið að vinda upp á sig.“ Haugur af listamönnum kemur fram á plötu Poetrix. Bubbi Mort- hens, Einar Ágúst, Steve Sampling og Reynir kokkur, ógæfumaður í Reykjavík sem Sævar sá texta eftir í dagblaði og fékk til að lesa inn á plötunni. Hann gefur plötuna út sjálfur en fær hjálp hjá Prime. Sævar segist hafa sérstöðu innan íslenska hipphoppheimsins. „Ég kann ekkert í tónlist. Ég veit bara hvað fílingur er. Ég er með rosalega einfalda uppskrift: Feitar trommur, feitan fönkí bassa og góðar melódíur. Ég reyni að gera músík sem nær hlustandanum og snertir í honum sálina á sama hátt og mig. Það eru margir mjög góðir rapparar, en það sem kannski skil- ur mig að frá restinni, er hversu persónulega ég kýs að nálgast textagerðina. Hlustandinn fær að skyggnast inn í líf mitt.“ Þegar kemur að textagerðinni er Sævar ekkert að skafa utan af því. „Ég vil meina að ég sé besti textahöfundurinn í íslenskri tón- listarsögu – hlustaðu bara.“ Og lítið er um svör við spurningunni hver sé þá næstbestur – „Margir gömlu textarnir hans Bubba eru mjög fallegir í einfaldleik sínum og Vivid Brain er magnaður líka,“ segir Sævar eftir nokkra umhugs- un. Honum hefur lent saman við strákana í Rottweiler. „Þeir eru eitthvað illir út í mig af því ég sagði þá ekki nógu góða. En ég er ekki í neinu „beefi“ við þá. Ég hef ekkert á móti gaurunum og finnst Erpur frekar klár og sniðugur náungi.“ Sævar hefur úr djúpum reynslu- brunni að moða. Hann nær bráð- lega þremur árum í edrúmennsku, en það þurfti níu meðferðir á Vogi áður en það hafðist. Hann er þakk- látur uppþurrkunarbatteríinu. „Það bjargaði lífi mínu en það gæti líka verið betra. Ríkið er að klikka, sérstaklega í forvarnamálum. Það fara mörg hundruð milljónir í ein- hverja íþróttaálfa sem fara á milli skóla til að segja krökkunum að dóp og áfengi sé slæmt. Þetta virk- ar ekki neitt, gæti ekki sannfært þriggja ára krakka. Sjálfur sá ég bara matseðla. Ég furða mig á þessari afstöðu því að fíknisjúk- dómar eru stærsta samfélags- meinið sem við glímum við í dag.“ Það var 12 spora kerfið sem beindi Sævari að lokum af vegin- um til glötunar. „Ég er samt ekki yfirlýstur meðlimur neinna sam- taka eða trúarbragða,“ segir rapp- arinn. Hann segir mikinn mis- skilning að viljastyrkur hafi eitthvað með árangur að gera. „Það drekkur sig enginn í gegn- um níu meðferðir bara af því að hann skortir viljastyrk. Guð veit að ég fékk nógu góðar ástæður til að hætta án þess að takast það. Ef þetta hefði eitthvað með vilja- styrk að gera væru allir alkar löngu hættir að drekka. Þetta er sjúkdómur, bara eins og krabba- mein. Það hættir enginn að vera með krabbamein bara ef hann vill það nógu mikið.“ gunnarh@frettabladid.is Skyggnst inn í líf manns sem hefur farið í níu meðferðir FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM RAGGI OG LAY LOW Eru meðal þeirra sem brugð- ust við ákalli Bubba og syngja gegn rasisma. BESTI TEXTAHÖFUNDURINN Í ÍSLENSKRI TÓNLISTARSÖGU Poetrix er ekkert sérstaklega hógvær. Fyrsta plata hans kemur út á morgun. Meðal gesta á plötunni eru Bubbi Morthens og Einar Ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.