Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 45 Ítalski plötusnúðurinn Dusty Kid heldur tvenna tónleika á Íslandi á föstudags- og laugardagskvöld. Fyrri tónleikarnir verða í Sjallanum á Akureyri á föstudag þar sem aldurstakmark er 18 ár og hinir síðari á Organ í Reykja- vík með 20 ára aldurstakmarki. Félagarnir President Bongo og Jack Schidt koma einnig fram. Dusty Kid hefur gefið út fjölda vinsælla laga og heitir það nýjasta Twister. Kemur það út hjá plötufyrirtækinu Southern Fried, sem hefur einnig Trabant á sínum snærum. Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is. Dusty Kid með tónleika DUSTY KID Ítalskur plötusnúður sem spilar hér á landi um helgina. Star Wars-teiknimynd í fullri lengd, The Clone Wars, verður frumsýnd í bandarískum kvik- myndahúsum í ágúst. Í framhald- inu verða sýndir sjónvarpsþættir byggðir á sama efni.„Mér fannst ég þurfa að segja mun fleiri sögur,“ sagði höfundur Star Wars, George Lucas, sem starfar nú með framleiðandanum Warner Bros. en ekki 20th Century Fox eins og áður. „Ég var mjög spenntur fyrir því að segja einhverjar þeirra með hjálp teiknimynda.“ Kvik- myndin gerist á milli atburðanna sem áttu sér stað í myndunum Attack of the Clones og Revenge of the Sith. Á meðal kunnuglegra persóna sem koma við sögu eru Anakin Skywalker, Obi-Wan Kenobi og Padme Amidala. Stjörnustríð í bíó í ágúst STAR WARS Teiknimynd í fullri lengd, The Clone Wars, kemur í bíó í ágúst. Safaríkur safnkassi með Þursa- flokknum kemur út á mánudag. Hann inniheldur fjórar plötur hljómsveitarinnar ásamt aukaplötu með fimm lögum af plötunni sem aldrei kom út – Ókomin forneskjan. Einnig eru í kassanum lög frá ýmsum tónleikum sveitarinnar. Allar plöturnar hafa verið endurhljóðblandaðar í tilefni útgáfunnar auk þess sem bækling- ar og kápa innihalda áður óbirtar myndir úr sögu Þursanna. Þess má geta að forsíðu plötuumslagsins Ókomin forneskjan teiknaði rithöfundurinn Hallgrímur Helgason á sínu nítjánda ári þegar hann var nemandi í Menntaskólan- um í Hamrahlíð. Þursaflokkurinn fagnar þrjátíu ára starfsafmæli sínu með tónleikum í Laugardalshöll laugardaginn 23. febrúar ásamt Caput-flokknum. Safn frá Þursunum ÞURSAR Safnkassinn með Þursaflokkn- um hefur að geyma fjórar plötur sveitar- innar ásamt aukaplötu. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík eiga von á góðu því sjálfur Árni Johnsen treður upp á árshátíð Framtíðarinnar á Broadway í kvöld. Magnús Þorlákur Lúðvíksson, forseti Framtíð- arinnar, segir mikið lagt í árshátíðina að þessu sinni þar sem félagið á stórafmæli um þessar mundir; er 125 ára. Von er á um 900 manns á ballið sem verður að teljast býsna gott því 870 nema í MR. Þó að von sé á mörgum og væntingarnar miklar er Árni hinn rólegasti. Enda öllu vanur. „Þetta verður ekkert mál,“ segir hann vitandi þó að hann á að stýra fjöldasöng í sal á efri hæðinni í heilar þrjár klukkustundir. Og það í samkeppni við stuð- og fönksveitina Jagúar sem verður á sviðinu við stóra dansgólfið. „Þetta eru talsverðar andstæður, Brekkusöngv- arinn og Jagúar,“ segir Árni sem hefur útbúið hefti með tugum söngtexta fyrir krakkana. Árni segist ekki ákveðinn í á hvaða lagi hann byrjar prógrammið. Hann ákveði það aldrei fyrirfram. „Ég met það þegar ég kem á staðinn en ég byrja alltaf á einhverju sem allir kunna örugglega. Kátir voru karlar eða einhverju slíku.“ Annars er af nægu að taka því Árni kveðst kunna um sex hundruð lög. Árni hefur víða farið og sungið og er býsna vel að sér um sönghætti Íslendinga. Hann telur að meðal-Íslendingurinn kunni á bilinu 60 til 90 lög sem svo eru misjöfn eftir landshlutum. Í það heila kunni þjóðin því á bilinu 120 til 140 lög. „Það er heilmikill munur eftir landshlutum hvað fólk er vant að syngja á mannamótum.“ Spurður í hvaða sveitum menn syngi best segir nefnir Árni fyrst Skagfirðingana. „Þeir eru rosalegir söngmenn. Leggja sig alla fram. Svo er sungið vel í uppsveitum Árnessýslu, Grindavík og Vestmannaeyjum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Árni sem hefur upp raust sína um hálf ellefu í kvöld. Árni Johnsen á árshátíð MR í kvöld ÁRNI Á MENNTASKÓLABALLI Árni Johnsen alþingis- maður treður upp á árshátíð Framtíðarinnar, skólafé- lags í MR, á Broadway í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífstílsnámskeið/ Áskorunarnámskeið Sundskóli 2 - 5 ára Sérhæfð þjálfun sem bætir Afþreying Nudd & snyrtistofa Sundkennsla fyrir 2-5 ára börn. Frábær undirbúningur fyrir skólasundið. Heilsuakademían býður upp á landsins mesta úrval námskeiða. Næstu námskeið hefjast 7. Janúar í Egils höll, Íþróttahúsi Lækjarskóla Hfj, og Íþróttamiðstöðinni Lækjarhlíð, Mos. Heilsuakademían Í Egilshöll býður einnig upp á frábæran tækjasal, gufu, heitan pott, nudd og snyrtistofu. Ein árangursríkasta og skemmtilegasta þjálfun sem völ er á. Eini sérútbúni herþjálfunarvöllur landsins. Fjölbreytt og persónuleg þjálfun fyrir konur. Góð fræðsla og mikið aðhald. Fjölbreytt þjálfun fyrir karla á öllum aldri. Hörkupúl í góðum félagsskap. Skemmtilegt námskeið fyrir Námskeið fyrir 5-12 ára börn á sérútbúnum Tarzan velli. Enginn hamagangur en virkilega vel tekið á gefur langa og fallega vöðva. sem sameinar líkama og sál. Freestyle, Jazzballet, Hip Hop og söngleikjadans fyrir börn og unglinga. Ein besta alhliða sjálfsvörn sem völ er á. Nemandinn fær að upplifa alvöru aðstæður. ndke nsla fyrir 2-5 ára börn. Frábær undirbúningur fyrir skólasundið. Natasha kennir breakdans frá götum New York borgar. The Basic Break moves. Í fyrsta sinn á Íslandi. Frábær líkamsrækt þar sem dans, styrk og úthaldi er blandað saman. Frábær leið fyrir nýbakaðar mæður að komast í sitt fyrra form í góðum félagsskap. Egilshöll Egilshöll Egilshöll Egilshöll Egilshöll EgilshöllEgilshöll EgilshöllEgilshöllEgilshöll . ífsstílsnámskeið/ . . . . Heilsuakademían býður upp á landsins mesta úrval námskeiða. Næstu námskeið hefjast 18. febrúar í Egilshöll Lækjarhlíð, Mos. Heilsuakademían í Egilshöll býður einnig upp á frábæran tækjasal, gufu, heitan pott, nudd og snyrtistofu. Heilsuakademían í Egilshöll býður nú upp á nudd og snyrtistofu þar sem boðið er upp á úrval meðferða. Hópefli, barnaaf æli í Tarzansal, gæsanir, steggjanir og fyrirtækjaskemmtanir. Tækjasalur Frábær tækjasalur og opnir tímar. Body Pump, Spinning, MRL o.fl. Einkaþjálfun í hæsta gæðaflokki. Næstu n ámskeið hefjast 1 8. febrúa r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.