Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 64
40 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Jumper Jumper, sem er heimsfrumsýnd hérlendis, fjallar um fólk með yfirnáttúrulega krafta sem getur farið hvert sem er, hvenær sem er. Fólkið kallast Stökkvarar og er hundelt af ráðandi öflum sem vilja ekkert með það hafa. Leikstjóri: Doug Liman (Bourne Identity, Mr. & Mrs. Smith). Aðalhlutverk: Hayden Christiansen, Samuel L. Jackson og Jamie Bell. Before The Devil Knows You´re Dead Þeir eru ekki af verri endanum leikararnir í glæpamyndinni Before The Devil Knows You´re Dead sem Græna ljósið sýnir. Myndin hefur fengið góða dóma og þykir sanna að leikstjórinn Sidney Lumet hafi engu gleymt. Leikstjóri: Sidney Lumet (Dog Day Afternoon, Serpico) Aðalhlutverk: Philip Seymour Hoffman, Ethan Hawke, Marisa Tomey og Albert Finney. Dómur IMBD: 7,7/10. Mr. Magorium´s Wonder Emporium Þessi fjölskyldumynd fjallar um herra Magori- um sem ákveður að erfa verslunarstjórann Molly Mahoney að flottustu leikfangabúð í heimi, henni til mikillar armæðu. Leikstjóri: Zach Helm. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Natalie Portman og Jason Bateman. Dómur IMDB: 6,3/10. Lovewrecked Eftir siglingu á Karíba- hafinu lendir Jenny á eyðilegri strönd með átrúnaðargoði sínu Jason Masters. Þegar hún kemst að því að ströndin er skammt frá hóteli þeirra ákveður hún að halda því leyndu fyrir stóru ástinni sinni. Leikstjóri: Randal Kleiser (Grease, The Blue Lagoon). Aðalhlutverk: Amanda Bynes og Chris Carmack. Dómur IMDB: 4,9/10 Kvikmyndin Into the Wild í leikstjórn Seans Penn verður frumsýnd á morg- un. Myndin er sannsöguleg og segir frá liðlega tvítug- um strák sem losaði sig óvænt við allar sínar eigur og hélt af stað út í óbyggðir Alaska. Christopher McCandless var afburðanemandi og góður íþrótta- maður í Emory-háskólanum í Atl- anta. Eftir að hafa útskrifast 1992 ákvað hann óvænt að losa sig við allar sínar veraldlegu eigur, gefa ævisparnað sinn sem nam rúmri einni og hálfri milljón til góð- gerðamála og halda af stað á putt- anum til Alaska, án vitneskju for- eldra sinna. Þar ætlaði hann sér að lifa aleinn í óbyggðunum. Barátta við náttúruöflin Á leið sinni þangað hitti hann fyrir margar undarlegar manneskjur sem höfðu mikil áhrif á hann og hafði hann vafalítið einnig áhrif á þær með þeirri ákvörðun sinni að umbylta lífi sínu. Þegar hann komst loksins til Alaska byrjaði hættuförin fyrir alvöru og hann komst að því að baráttan við náttúruöflin er eng- inn hægðarleikur. Uppreisn gegn ströngum föður Into the Wild er byggð á metsölu- bók rithöfundarins og fjallagarps- ins Jon Krakauer sem spyr sig í bókinni hvernig þessi ungi og efnilegi piltur gat einfaldlega gengið í burtu frá lífi sínu út í óvissuna. Í bókinni segir Krakau- er frá deilum McCandless við föður sinn, Walt, sem var verk- fræðingur og starfaði við geim- vísindi. Líkir hann sambandi þeirra við það þegar hann sjálfur, að hluta til í uppreisn gegn ströng- um föður sínum, kleif fjallið Devils Thumb við landamæri Alaska og Bresku Kólumbíu árið 1977. Fjórða mynd Penns Into the Wild, sem hefur verið til- nefnd til tvennra Óskarsverð- launa, er fjórða myndin sem Sean Penn leikstýrir. Síðast sendi hann frá sér The Pledge með Jack Nicholson í aðalhlutverki en þar áður gerði hann The Crossing Guard, einnig með Nicholson, og The Indian Runner. Með aðalhlutverkið í Into the Wild fer Emilie Hirch sem margir muna eflaust eftir úr The Girl Next Door. Þykir hann eiga fram- tíðina fyrir sér í Hollywood, sér- staklega eftir góða frammistöðu sína sem ævintýramaðurinn McCandless. freyr@frettabladid.is Einn í óbyggðum Alaska INTO THE WILD Emilie Hirch leikur hinn efnilega Christopher McCandless sem stakk óvænt af í óbyggðir Alaska. Þriggja mánaða verkfall handrits- höfunda í Hollywood er á enda runnið eftir atkvæðagreiðslu sem fór fram á þriðjudag. Þá ákváðu handritshöfundar með miklum meirihluta, eða 92,5 prósentum atkvæða, að hefja störf á nýjan leik. Þetta þýðir að Óskarsverðlaun- in verða haldin með hefðbundnum hætti í ár, auk þess sem fram- leiðsla á hinum ýmsu sjónvarps- þáttum kemst á skrið á nýjan leik. Margir óttuðust að örlög Óskars- ins yrðu þau sömu og Golden Globe-hátíðarinnar, þar sem nöfn verðlaunahafanna voru lesin upp á hálftímalöngum blaðamanna- fundi. „Ég er í skýjunum yfir því að áttugasta Óskarsverðlaunahá- tíðin verði haldin af fullum krafti;“ sagði Sid Ganis, forseti Óskar- sakademíunnar um tíðindin. Handritshöfundarnir höfðu krafist þess að fá meiri laun fyrir það myndefni sem er selt á DVD- mynddiskum og á netinu. Á sunnu- dag náðu þeir loks samkomulagi við framleiðendur sem nú er komið í gildi. „Á endanum unnu allir aðilar. Þetta var sanngjarn samningur sem framleiðslufyrir- tækin geta sætt sig við auk þess sem hann virðir hið mikla framlag handritshöfunda til iðnaðarins,“ sagði Leslei Noonves, yfirmaður hjá CBS-sjónvarpsstöðinni. Verkfallið lamaði efnahag Los Angeles svo um munaði. Talið er að það hafi kostað sýsluna um 214 milljarða króna bæði í beinum og óbeinum tekjum enda fer þar fram mesta sjónvarps- og kvikmynda- framleiðsla landsins. Þriggja mánaða verkfalli lokið ÓSKARINN Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin með hefðbundnum hætti í ár, mörgum til mikils léttis. > NÝR HRYLLINGUR FRÁ CRAVEN Næsta hryllingsmynd Wes Craven, leikstjóra Scream og Nightmare on Elm Street, nefnist 25/8. Fjallar hún um brjálæðing sem snýr aftur fimmtán árum eftir að hann var talinn af og fer að brytja niður unglinga fædda 25. ágúst. Tökur hefjast í apríl. Þátturinn Bíótal hefur verið sýndur á heimasíðunni Kvikmyndir.is síðan um miðjan desember í fyrra. Umsjónar- menn síðunnar eru kvikmyndanirðirn- ir Tómas Valgeirsson og Sindri Grétarsson. „Þegar það var nýbúið að opna nýjan vef hjá Kvikmyndir.is í lok nóvember langaði okkur að setja mikið af nýjung- um inn. Við vissum að það væri videó- spilari á síðunni og fannst gaman að hafa gagnrýni á honum,“ segir Tómas. „Ég fékk hugmyndina frá þáttum sem voru til fyrir áratug sem hétu Taka 2 sem Guðni Elísson sá um. Ég var til- tölulega ungur þegar ég sá þá en hafði rosalega gaman af þeim og þeir höfðu mikil áhrif á bíóvalið mitt.“ Tómas kynntist Sindra er þeir skrif- uðu báðir umfjallanir á gömlu Kvik- myndir.is-síðunni. „Við vorum aktívir gagnrýnendur en bara sem venjulegir notendur og kynntumst í gegnum það.“ Sindri hefur nýlokið námi við Kvik- myndaskóla Íslands en Tómas hefur aftur á móti starfað sjálfstætt við myndbandavinnslu í tæp fimm ár. Hann nefnir David Fincher og Coen- bræður sem uppáhaldsleikstjórana sína. „Í nýjasta þættinum á síðunni erum við að fjalla um gamlar Coen- myndir, ásamt þeirri nýjustu, No Country for Old Men. Hún er besta myndin sem ég hef séð af þessum Ósk- arskandídötum. Ef þeir vinna vona ég bara að það komi þeim ekki í „mainstreamið“ í framhaldinu.“ - fb Spjalla saman um bíómyndir TÓMAS OG SINDRI Umsjónarmenn Bíótals heita Tómas Valgeirsson og Sindri Grétarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.