Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 62
38 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Sýningin Minningar í mynd- um opnar í sýningarrýminu Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Á sýn- ingunni má berja augum 30 til 50 ára gamlar ljós- myndir eftir Guðmund W. Vilhjálmsson. Guðmundur hefur tekið ljósmyndir í rúm 50 ár. Hann var félagi í „Litla ljósmyndaklúbbnum“ og átti mynd- ir á frægri sýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins árið 1961. Sýningin sú braut blað í sögu ljósmyndunar á Íslandi þar sem myndirnar voru óhlutbundnar, en fram að því hafði ekki verið hefð fyrir slíkri nálgun á ljósmyndatökur hér á landi. Fyrir myndirnar sem Guðmund- ur sýnir nú í Ljósmyndasafni Reykjavíkur hefur hann víða leitað fanga og má sjá í þeim ýmis við- fangsefni og nálganir. „Á sýning- unni eru myndirnar annars vegar prentaðar og hengdar á vegg en einnig sýndar á skjá. Myndirnar sem birtast á skjánum eru mest- megnis gamlar Reykjavíkurmynd- ir en þær sem á veggjunum hanga eru ljósmyndir frá höfninni og frá Hveravöllum. Á þessum síðar- nefndu myndum er nokkuð um óhlutbundin viðfangsefni; ég tek til að mynda ljósmyndir af olíuskell- um á sjónum og af formum sem birtast í náttúrunni,“ segir Guð- mundur aðspurður um viðfangs- efni sýningarinnar. Náttúran hefur lengi veitt Guð- mundi innblástur í listsköpun sinni, jafnt í ljósmyndun sem í málara- list. „Ég fór að mála fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum og geri meira af því núorðið en að taka ljósmyndir. Málverkin mín eru algerlega óhlut- bundin, en þau eiga það sameigin- legt með ljósmyndunum að náttúr- an er ein af mínum helstu uppsprettum innblásturs. Náttúran inniheldur auðvitað öll heimsins form og tekur stöðugum breyting- um þannig að maður uppgötvar í sífellu eitthvað nýtt, til dæmis í leik ljóss og skugga.“ Heimur ljósmyndarinnar hefur tekið stakkaskiptum undanfarinn áratug eða svo við uppgang staf- rænnar tækni. Guðmundur segist hafa gaman af að prófa sig áfram með þá möguleika sem þessi nýja tækni veitir ljósmyndurum. „Þegar ég var að byrja að taka ljósmyndir var bara til svart-hvít filma og við framkölluðum myndirnar í myrk- raherbergjum. Þetta var að sjálf- sögðu mun meiri vinna en fer í þetta ferli í dag þegar maður getur hlaðið myndunum jafnóðum inn í tölvuna. Ég hef nokkuð gaman af að taka stafrænar myndir, en ekki þykir mér síður gaman að geta unnið með gömlu ljósmyndirnar mínar í forritum á borð við Photo- shop. Myndirnar á sýningunni voru upphaflega allar teknar á Kodac- hrome-filmu en öðluðust nýtt líf með aðstoð skanna og tölvu. Það voru sannarlega ánægjulegir end- urfundir að vinna með þær að nýju,“ segir Guðmundur að lokum. Sýningin Minningar í myndum stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 8. apríl. vigdis@frettabladid.is Varðveisla minninga VIÐ HÖFNINA Ein af ljósmyndum Guðmundar W. Vilhjálmssonar. Á morgun hefði söngva- skáldið og baráttukonan Bergþóra Árnadóttir fagnað 60 ára afmæli sínu, en hún lést fyrir aldur fram í fyrra. Í tilefni afmælisins verða haldnir tónleikar til minningar um Berg- þóru og fara þeir fram í Salnum, Hamraborg 6, annað kvöld kl. 20.30. Margir af okkar hæfi- leikaríkustu söngvurum og hljóðfæraleikurum munu klæða tímalaus lög Bergþóru í nýjan og persónulegan búning. Þeirra á meðal eru Ragnheiður Gröndal, Magga Stína, Lay Low, Hansa, Svavar Knútur, Jónas Sigurðs- son, Hjörleifur Valsson, Tatu Kantomaa, Björg- vin Gíslason, Birgir Bragason, Ástvaldur Traustason, Steingrímur Guðmundsson og fleiri. Það er Hjörleifur Vals- son sem hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikanna en hann var náinn vinur og samstarfsmaður Bergþóru. Miðaverð er 2.700 kr. - vþ Bergþóra heiðruð í Salnum RAGNHEIÐUR GRÖN- DAL Hún kemur fram á tónleikunum. „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. Midasala: 555 2222. www.midi.is „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjón- varpsins“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. Næstu sýningar: Lau. 9. febr. Kl. 20.00 Lau. 16. febr. Kl. 20.00 Lau. 23. febr. Kl. 20.00 Lau. 1. mars. Kl. 20.00 GAMANÓPERAN SÍGAUNABARÓNINN EFTIR JOHANN STRAUSS - Íslensk þýðing: Egill Bjarnason og Þorsteinn Gylfason Í GAMLA MJÓLKURSAMLAGINU BORGARNESI Miðapantanir 437 1598 • tskb@simnet.is • Uppl.: www.borgarbyggd.is La. 16. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Su. 17. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Þr. 19. feb. kl. 20.00 - UPPSELT Fi. 21. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Fö. 22. feb. kl. 20.00 - ÖRFÁ LAUS Su. 24. feb. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Sólarferð e. Guðmund Steinsson frumsýn. 15/2 uppselt, 16/2 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. 14/2, 15/2, 16/2 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. 15/2 og 16/2 örfá sæti laus Gott kvöld e. Áslaugu Jónsdóttur 17/2 kl. 13.30 og 15 allra síðustu sýningar Skilaboðaskjóðan 17/2 örfá sæti laus FÖSTUDAG 15. FEB KL. 20:30 BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR 60 ÁRA Minningartónleikar um söngvaskáldið ÖRFÁ SÆTI LAUS SUNNUDAG 17. FEBRÚAR KL. 20 ÞJÓÐARGJÖF TIL ÍSLENDINGA Einn fremsti kammerkór heims. NOKKUR SÆTI LAUS ÞRIÐJUDAG 19. FEBRÚAR KL. 20 DENIS BOURIAKOV OG VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Tvær rísandi stjörnur. ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.