Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 72
48 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Ísland féll um tvö sæti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu féll um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambands- ins, sem gefinn var út í gær og er sem stendur í 89. sæti. Ísland var í 87. sæti á lista sem birtist í janúar en hefur síðan þá spilað þrjá æfingaleiki á æfingamóti sem fram fór á Möltu fyrir skemmstu. Þar tapaði Ísland fyrir heimamönnum í Möltu og Hvít-Rússum en vann Armena. Argentína er í toppsæti listans en Brasilía og Ítalía koma þar á eftir. Jón Heiðar Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar í N1-deild karla í handbolta, hefur ekkert leikið með liði sínu síðan hann fékk slæmt höfuðhögg frá Eyjamanninum Nikolav Kulikov í leik liðanna í Mýrinni 20. nóvember á síðasta ári. „Ég var í vörninni og viðkomandi leikmaður kemur hlaupandi að mér með oln- bogann á undan sér og ég fékk þungt högg rétt fyrir ofan nefið og lá eftir í gólfinu,“ sagði Jón Heiðar sem var sjáflur dæmdur brotlegur eftir viðskipin og hefur ekki beðið þess bætur síðan. „Ég náði að klára leikinn en fljótlega kom í ljós að um alvarleg meiðsli væri að ræða og ég hef ekkert spilað handbolta síðan. Ég fékk mar á heilann og mátti fyrst um sinn lítið gera samkvæmt læknisráði og hef þurft að eiga við ógleði, svima og sjóntruflanir eftir atvikið. Þetta hefur náttúrulega truflað mig í mínu daglega lífi einnig og þá áttar maður sig einnig betur á alvarleika málsins,“ sagði Jón Heiðar sem er afar ósáttur með úrræðaleysi HSÍ í svona málum. „Stjórn HSÍ virðist vera allt of bundin við hvað dómarar skrifa í leikskýrslum eftir leiki og eðlilega kemur þar ekkert fram sem hefur farið framhjá dómurum. Þá er bara eins og þau atvik séu ekki til umræðu og málinu sé lokið. Ég vill náttúrulega að viðkomandi leikmaður fái viðunnandi refsingu fyrir brot sitt en fyrst og fremst vill ég opna umræð- una um forneskjuleg vinnubrögð í svona málum og ákveðið réttarleysi varnarmanna,“ sagði Jón Heiðar sem kvaðst hafa verið í sambandi við Dómaranefnd HSÍ út af málinu. „Ég hef heyrt í Guðjóni L. Sigurðssyni hjá Dómaranefnd HSÍ og fengið góð viðbrögð frá honum sem og reyndar nokkrum dómurum í deildinni og vonandi verða þessi mál skoðuð nánar,“ sagði Jón Heiðar sem er svartsýnn á að geta verið með Stjörnunni á þessarri leiktíð. „Læknarnir segja að ég megi gera eins mikið og ég treysti mér til en ég er svona 90% viss um að vera ekki meira með á þessu tímabili þar sem ég fæ enn svima um leið og ég byrja að hreyfa mig eitthvað af ráði,“ sagði Jón Heiðar að lokum. JÓN HEIÐAR GUNNARSSON, STJÖRNUNNI: HEFUR EKKERT LEIKIÐ SÍÐAN HANN FÉKK HÖFUÐHÖGG Í LEIK Vill opna umræðu um réttarleysi varnarmanna HANDBOLTI Valur og Fram mætast aftur í bikarúrslitaleik karla í handbolta tíu árum eftir sögulegan úrslitaleik félaganna sem fæstir Framarar eru búnir að gleyma. Valsmaðurinn Freyr Brynjarsson kom mikið við sögu í leiknum en hann skoraði umdeilt jöfnunarmark sem tryggði Val framlengingu. Valsmenn fengu þá aukakast við miðlínu þegar 1,01 sekúnda var eftir af leiknum en í rauninni voru þrjár sekúndur eftir en dómurum misfórst að koma þeim skilaboðum til leikmanna sem og áhorfenda. Framarar kærðu leikinn af því að þeir töldu Valsmenn hafa brotið þrjár leikreglur þegar þeir skoruðu mark- ið. Í fyrsta lagi var tíminn útrunninn, í öðru lagi var Freyr fyrir innan punktalínu þegar aukakastið var tekið og í þriðja lagi voru Vals- menn sjö í sókn og enginn þeirra sérmerktur sem markvörður. „Þetta var alveg magnað og þegar maður hugsar til baka þá gerist það í hægri endursýn- ingu að ég skora þetta eina mark mitt í leiknum. Þetta er eins og að hafa skorað úrslita- markið þó að það hafi bara komið okkur í framleng- ingu,“ sagði Freyr þegar Fréttablaðið bað hann um að rifja upp atvikið. „Við vorum ekkert búnir að ræða þetta, við Kári Guðmundsson sem sendi á mig. Kári var ekki byrjunarliðsmaður eins og ég og var rétt kominn inn á. Við ætluðum bara að koma boltanum á Júlíus Gunnars- son sem átti að bomba á markið. Það sést á Júlla að hann hélt að hann myndi fá boltann og brá greinilega mikið þegar hann sá bolt- ann fara fram völlinn,“ rifjar Freyr upp en Júlíus fékk færi á að vera hetja líka því hann skoraði sigurmark Valsmanna í fram- lengingunni. „Hann átti eftir að skora sigur- markið og puttabrotnaði í leiðinni og þetta var bara eins og í ævin- týri eða atriði í góðri bíómynd,“ segir Freyr en sigurmark Júlíus- ar kom þegar aðeins 4,2 sekúndur voru eftir af framlengingunni. „Þegar ég frétti að Fram hefði kært og það yrði hugsanlega annar leikur þá brá mér rosalega. Þeir stóðu sig vel lög- mennirnir og sem betur fer vorum við með marga lögfræð- inga í stjórninni hjá Val á þessum tíma,“ segir Freyr og bætir við: „Þegar ég var í Val þá langaði mann alltaf að fara í bikarúrslitin aftur. Það er magnað að þessi lið skuli mætast aftur eftir tíu ár án þess að hafa mæst í bikarúrslitum á þessum tíma. Þó að maður hafi verið oftar í bikarúrslitaleik sjálfur þá var kominn tími á að Valur kæmist aftur í úrslitin. Það hefði verið gaman að vera í Val og fá að spila þennan bikarúrslitaleik,“ segir Freyr í léttum tón. Freyr var mikið í umræðunni í kjölfar leiksins en hann var þarna að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokknum 21 árs gamall. Valsmenn áttu síðan eftir að vinna Framara 3-1 í lokaúrslitum Íslandsmótsins og unnu því tvöfalt þetta ár. „Ég segi alltaf að þetta hafi verið mín fimmtán mínútna frægð á sínum tíma og menn hafa líka kallað þetta ólöglegasta mark í sögu handboltans. Ég segi hins vegar alltaf að þetta sé bara eins og rangstöðu- mark í fótboltanum,“ segir Freyr. „Við urðum bara að skora þetta mark til þess að eiga möguleika á að vinna þennan leik,“ bætir hann við en Freyr býst við skemmtilegum úrslitaleik 1. mars. „Þetta verður mikil barátta og mjög jafn leikur. Þetta eru áþekk lið og það kæmi mér ekkert á óvart að þessi leikur færi í fram- lengingu og einhverja vitleysu,“ segir Freyr en hann spilar nú með toppliði Hauka sem varð að sætta sig við að falla út úr bikarnum eftir tap fyrir Val í átta liða úrslitunum. - óój Freyr Brynjarsson rifjar upp markið sem kom Val í framlengingu í bikarúrslitaleiknum fyrir tíu árum: Var kallað ólöglegasta markið í sögu handboltans FORSÍÐA DV Kærumálið var áberandi í fjölmiðlum eftir bikarúrslitaleikinn. MEÐ HAUK- UM Freyr Brynjarsson spilar með liði Hauka í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Dagur Sigurðsson gaf HSÍ afsvar í gær um að taka við karlalandsliðinu af Alfreð Gísla- syni. Afsvar Dags kom eins og blaut tuska framan í Handknatt- leikssambandið sem taldi sig hafa gert allt til þess að tryggja sér þjónustu landsliðsfyrirliðans fyrr- verandi. Dagur er annar þjálfar- inn sem gefur HSÍ afsvar en Svíinn Magnus Andersson hafði áður gefið sama svar og Dagur. „Það er ýmislegt sem hefur áhrif á ákvörðunina en þyngst vegur kannski sú ákvörðun að halda áfram sem framkvæmda- stjóri Vals,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann neitaði því ekki að ákvörðunin hefði verið mjög erfið. „Ákvörðunin snýst ekki bara um einhverja launatölu heldur heildarpakkann. Þess vegna gaf ég færi á mér að skoða þetta. Mér finnst í rauninni fáránlegt að ég sé að neita þessu og varla trúi því að ég hafi gert það. Þetta var gríðar- lega erfið ákvörðun en ég er sann- færður um að ég sé að gera rétt. Ég spáði fyrst í því hvort ég gæti þjálfað landsliðið samhliða þessu starfi. Ég komst aftur á móti fljótt að því að það var ekki gerlegt. Svo er árið stórt og óvissa þar sem þetta er ólympíuár,“ sagði Dagur sem útilokar ekki að taka við landsliðinu síðar. HSÍ er þar með aftur komið á byrjunarreit í leit sinni að þjálfara enda hefur sambandið farið þá leið að tala aðeins við einn þjálf- ara í einu. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Fréttablaðsins er Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka og fyrrum þjálfari danska liðsins Skjern, næstur á lista sambands- ins og viðræður við hann munu að öllum líkindum hefjast í dag eða á morgun. Aron var strax nefndur sterk- lega til sögunnar þegar Alfreð hætti og hann sagði við Frétta- blaðið á dögunum að það væri heiður fyrir alla íslenska þjálfara að þjálfa landsliðið. Hann væri þar engin undantekning. „Ég get ekki neitað því að ég er ekki alveg jafn heitur fyrir starf- inu og fyrir nokkrum vikum síðan. Ég hef í raun ekkert verið að hugsa um þetta. Ég er bara að hugsa um mitt starf og hef fullan hug á því að halda áfram með Haukana,“ sagði Aron við Fréttablaðið en Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, sagði að félagið myndi ekki standa í vegi fyrir Aroni vildi hann fara sem hann efaðist um. Haukarnir myndu samt ekki leyfa honum að hætta þjálfun liðsins strax. „Þó svo að ég sé ekki alveg jafn heitur þýðir það ekki að ég sé ekki tilbúinn að taka kaffibolla með HSÍ-mönnum og ræða við þá. Ég hefði gaman að heyra hvað þeir eru að hugsa,“ sagði Aron. henry@frettabladid.is Dagur hafnaði HSÍ – Aron næstur Það gengur hvorki né rekur hjá Handknattleikssambandi Íslands að ráða arftaka Alfreðs Gíslasonar. Dagur Sigurðsson hafnaði tilboði HSÍ um að taka við liðinu í gær en áður hafði Svíinn Magnus Andersson afþakkað stöðuna pent. HSÍ mun næst beina sjónum sínum að Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka. DAGUR ÚT EN ARON INN Þar sem Dagur Sigurðsson ætlar ekki að taka við hand- boltalandsliðinu mun HSÍ næst ræða við Aron Kristjánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FÓTBOLTI Reykjavíkurmót karla í fótbolta heldur áfram í kvöld og þar ber hæst leik erkifjendanna Vals og KR í Egilshöllinni sem hefst klukkan 19. Þetta verður síðasta tækifæri KR-inga til þess að fá stig í Reykjavíkurmótinu í ár því liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum, tveimur á kæru og svo síðasta leik 2-4 fyrir nýliðum Fjölnis. Valsmenn hafa fjögur stig eftir 3-0 sigur á ÍR og 1-1 jafntefli við Fjölni. Seinni leikur kvöldsins er svo á milli Fjölnis og Leiknis. KR- ingar eiga ekki möguleika á að komast í úrslitaleikinn en Valsmenn eru í harðri baráttu um að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. - óój Reykjavíkurmót karla í kvöld: Fá KR-ingar stig í mótinu í ár? VERÐA ÞEIR MEÐ? Helgi Sigurðsson Val og Gunnlaugur Jónsson úr KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.