Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 66
42 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > Food and fun Food and fun-hátíðin verður sett næstkomandi miðvikudag. Fjöldi erlendra kokka tekur þátt í hátíðahöldunum, og boðið verður upp á sér- staka Food and fun- matseðla víðs vegar um bæinn. Með- an á hátíðinni stendur verður boðið upp á sér- stakan átta rétta seðil á Vox. Veitingastaðurinn Ó Restaurant verður opnaður í dag, en hann leys- ir Sigga Hall af hólmi á Hótel Óðinsvéum. Eyþór Rúnarsson er yfirkokkur á Ó Restaurant, en hann gegndi sömu stöðu hjá Sigga Hall. „Það hefur verið lokað síðan í jan- úar og við höfum gert miklar breyt- ingar á staðnum, bæði útlitslega og hvað varðar matseðlana,“ segir Eyþór. „Við höfum stækkað seðilinn þó nokkuð, erum bæði með forrétti og smárétti, sem eru svona minni og einfaldari. Við verðum líka með fleiri aðalrétti og eftirrétti en áður, og bjóðum upp á fjögurra rétta „tasting“-seðil. Honum ræður kokkurinn hverju sinni,“ útskýrir Eyþór, sem segir stefnu eldhússins setta á nútímalegt evrópskt eldhús. „Það má segja að við séum orðin ferskari og nútímalegri,“ segir hann. Hótelið sjálft hefur einnig feng- ið andlitslyftingu, að sögn Eyþórs, og unnið er að breytingum í kjall- ara hússins. „Hann verður væntan- lega tilbúinn um mánaðamótin, og þar verðum við með stóran og góðan vínkjallara. Þar verður líka aðstaða fyrir einkasamkvæmi og fundarsalur,“ útskýrir hann. Staðurinn verður opnaður gest- um klukkan 20 í kvöld, og strax í næstu viku tekur hann á móti gestakokkinum RJ Cooper, frá veit- ingastaðnum Vidalia í Washington D.C., á Food and fun-hátíðinni. - sun Ó Restaurant opnað í dag GAGNGERAR BREYTINGAR Eyþór Rún- arsson, yfirkokkur á Ó Restaurant, segir miklar breytingar hafa verið gerðar bæði á veitingasal og matseðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í dag er Valentínusardagur hald- inn hátíðlegur víða um heim, og því ekki úr vegi að rifja upp hvaða matartegundir hafa í gegnum tíð- ina talist frygðaraukar. Konfektkassar eru sívinsælar Valentínusargjafir og ekki að ástæðulausu. Súkkulaði telst nefni- lega til frygðaraukandi matarteg- unda og Astekarnir kölluðu fæð- una næringu guðanna. Súkkulaði inniheldur meira af andoxunarefn- um en rauðvín, en það er heldur ekki vitlaust að njóta dúettsins saman. Þá má bera fíkjur á borð í tilefni dagsins, en þær hafa einnig það orðspor að kynda ástareldinn. Að aspas falli einnig í þennan flokk er útlitinu frekar en inni- haldinu að þakka, en einhverjum þykir lögun hans vera til þess fall- in að færa hugann að öðrum nautn- um en þeim sem tengjast bragð- laukum. Möndlur hafa líka lengið verið taldar örva kynkvöt kvenna, og ananas er stundum notaður sem meðferð við getuleysi karlmanna. Þá er enn ónefndur sá réttur sem er eflaust þekktastur í þessu samhengi, nefnilega ostrur. Hvort það eru ostrurnar sjálfar eða kampavínið sem þeim fylgir sem kveikir ástarbrímann skal látið liggja milli hluta, en svo mikið er víst að þær eru afar næringarríkar og innihalda mikið prótín. Frygðaraukar fyrir Valentínusardaginn FRYGÐARAUKANDI FÍKJUR Fíkjur eru á meðal þeirra matartegunda sem taldar eru geta kynt ástarelda, og því ekki úr vegi að bjóða elskunni sinni upp á eina slíka í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Maður lifandi stendur að viku lið- inni fyrir matreiðslunámskeiði að nafni Heilsukostur. Fjallað verð- ur um samspil heilsu og matar- æðis, en námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Nem- endur fá leiðbeiningar varðandi grunn að góðu mataræði og heilsufæði, en áhersla er lögð á að kenna nemendum hvernig unnt er að matreiða hollan og góðan mat án mikillar fyrirhefnar. Kennari er Auður Ingibjörg Konráðsdóttir, en námskeið henn- ar hjá Manni lifandi hafa verið afar vel sótt. Frekari upplýsingar er að finna á madurlifandi.is. Heilsa og mataræði Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er klassískt að segja brauð. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það var á afrísku veitingahúsi sem ég fór á í París í sumar, sem ég man ekkert hvað heitir. Þetta var svo hrikalega gott að ég hugsa nánast um það daglega. Í eldhúsinu unnu fimm pattaralegar konur og ég sé skæl- brosandi andlitin á þeim fyrir mér ennþá. Ég á erfitt með að skilgreina máltíðina, hún var mjög fjölbreytt. Það var kjöt á spjóti og pottréttir og ýmislegt annað. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er óskaplega lítið matvandur, en ég er síst hrifinn af gömlu góðu hrogn unum. Ég hef aldrei bondað við þau. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ég held að trikkið sé að finna nýtt trikk í hvert skipti. Maður er alltaf að elda og finnst alltaf vanta eitthvað í lokin til að gera herslu- muninn. Það er breytilegt eftir máltíðum. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Bland í poka. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ost og smjör, ofan á brauðið. Annað kaupir maður eftir þörfum. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Brauð. Ég veit ekki hvað maður ætti að elda á eyðieyju. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það er líklega eitthvað af þessum japanska mat sem ég fékk í Japan núna síð- ast. Þá var maður alltaf að borða eitthvað sem maður vissi ekki hvað var. Það var allt mjög gott, en mjög undarlegt. Ég komst að því að japanskur matur er svolítið öðruvísi í Japan en í vestrænum löndum. MATGÆÐINGURINN SVAVAR PÉTUR EYSTEINSSON TÓNLISTARMAÐUR Afrísk máltíð eftirminnilegust Gamlir starfsmenn og fastakúnnar Brauðbæjar ætla að hittast í Perlunni þann 16. febrúar á milli kl. 16-19. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þátttökugjald er 1.000 kr. Tilkynnið um þátttöku með tölvupósti til: fludir@icehotels.is eða maj@islandia.is. María Karen Sigurðar- dóttir, safnstjóri Ljós- myndasafns Reykjavíkur, á fljótlega og þægilega wok- uppskrift sem henni finnst gott að grípa í. María Karen starfar sem safn- stjóri Ljósmyndasafns Reykjavík- ur og stundar nám í opinberri stjórnsýslu samhliða vinnu. Hún hefur því í nógu að snúast, og segir ekki verra að eiga uppskriftir í handraðanum á borð við þá sem hún deilir með lesendum Frétta- blaðsins. „Þessi réttur er afar ein- faldur og hefur fylgt okkur hjón- um frá því að við bjuggum í Kaupmannahöfn, frá 1992 til 1995,“ útskýrir María Karen. „Við höfum notað þessa upp- skrift mikið heima við. Hún er bæði þægileg og fljótleg, og svo má leika sér með hana eins og maður vill. Grunnurinn er að setja kjöt í þennan lög, og svo er hitt eiginlega frjálst,“ segir hún. María Karen notar svínakjöt í uppskriftina, en upprunalega er hún ætluð kalkúnabringum. „Ég notaði alltaf kalkúnabringur í Kaupmannahöfn, en þar sem þær fást ekki hér sneri ég mér að svínalundum,“ segir hún. Uppskriftir eru þó ekki heilag- ar á heimili Maríu Karenar, enda vill hún hafa eldamennskuna frjálslega. „Ég vil fá að ráða ferð- inni svolítið sjálf, nota annað krydd ef mér sýnist svo og þar fram eftir götunum. Ég reyni líka að vera með ferskar matjurtir í kringum mig á sumrin. Ég er yfirleitt með basilíku, en hún varð skammdeginu að bráð núna í desember,“ segir María Karen og hlær við. Þegar hægist um á heimilinu kveðst María Karen stefna að því að sækja matreiðslunámskeið. „Ég fór nítján ára gömul á nám- skeið í gerbakstri sem hefur nýst mér mjög vel. Þegar ég var í Dan- mörku keypti ég sjaldan brauð, heldur bakaði alltaf sjálf. Það hefur dregið úr því núna, en ég stefni á að taka það aftur upp þegar námið er búið,“ segir María Karen. „Ég nota ekki uppskriftir í bakstrinum heldur, þetta er komið í kollinn og ég fer bara eftir tilfinningu,“ bætir hún við. sunna@frettabladid.is Vill frjálslega eldamennsku FRJÁLSLEG ELDAMENNSKA María Karen Sigurðardóttir vill hafa eldamennskuna frjálslega og segir uppskriftir því fjarri því vera heilagar á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Wok fyrir 2- 4 Kjöt að eigin vali (svínalundir, kjúklinga- eða kalkúnabringur) 2 msk. maizena mjöl 3 msk. sojasósa 1/2 tsk. sykur 1 hvítlauksrif, pressað 1 bolli vatn 2 msk. olía 1 stór gulrót, skorin í renninga 1 græn paprika, skorin í renninga 1 bolli sveppir, niðurskornir Byrja á að blanda saman sojasósu, vatni, hvítlauk og sykri í skál. Skera kjötið í renninga, setja í blönduna og láta liggja í um hálftíma. Olíu hellt á pönnuna. Kjötið steikt í um 2-3 mínútur, tekið af pönnunni og lagt á disk. Næst eru gulræturnar steiktar í um 1 mínútu, restinni af grænmetinu bætt út í og allt steikt í um 2 mínútur. Þá er kjötinu og sojasósublöndunni bætt á pönnuna og látið sjóða með maíz- ena mjölinu þar til sósan hefur jafnað sig. Berið fram með heimabökuðu eða aðkeyptu brauði, núðlum eða hrísgrjón- um, og mögulega rauðvíni að hætti hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.