Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 42
 14. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● brúðkaup Brúðarkjóll eftir Noel Chu frá alþjóðlegri tískusýn- ingu í Hong Kong í síðasta mánuði. Módel sýna brúðarkjóla á tísku- sýningu í Sófíu í Búlgaríu í síðustu viku. Kjólarnir eru frá búlgarska tískuhúsinu Mon Amour. ● ÁSTIN BLÓMSTRAR Á VALENTÍNUSARDAG Í dag er 14. febrúar, sem nefndur er Valentínusardagur. Í ýmsum löndum er hefðbundið að elskendur tjái ást sína, til dæmis með elskendakorti, gjöfum og með því að fara út að borða. Tækifærið er einnig notað til að senda nafnlausa ástarjátningu til þess sem ástarinnar nýtur. Valentínusardagur hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi, þrátt fyrir að bóndadagur og konudagur séu dagar sem hafðir eru í heiðri sem séríslenskir dagar elskenda. Sögu Valentínusardags er hægt að rekja til hátíðardags kaþólsku kirkjunnar, til heiðurs heilögum Valentínusi. Teng- ingin við rómantíska ást varð ekki fyrr en eftir miðaldir, en þá fyrst þróaðist hugmyndin um rómantíska ást. Ekki er vitað með vissu hver heilagur Valentínus var, en tveir eða jafnvel þrír píslarvottar í sögu kirkjunnar báru þetta nafn. Einn var rómverskur prestur og læknir. Einn lést vegna ofsókna Kládíus- ar II Rómarkeisara á kristnum mönnum. Annar var biskupinn af Terní á Ítalíu. Um þann þriðja er lítið annað vitað en að hann hafi dáið í Afríku. Fyrstu skráðu heimildirnar sem tengja Valentínusardag við rómantíska ást eru enskar og franskar heimildir frá 14. öld. Á þeim tíma var 14. febrúar hefð- bundinn dagur fyrir mökun fugla. Á 14. öld varð algengt að elskendur skiptust á skilaboðum þennan dag og kölluðu hvort annað „Valentínusinn“ sinn. Á breska bókasafninu má finna Valentínusarbréf frá 14. öld. Úrval brúðarkjóla hefur sjálfsagt sjaldan verið fjölbreyttara en einmitt nú þar sem val getur stjórnast af tískusveiflum, hefðum eða hugmyndaauðgi sjálfrar verðandi brúðarinnar. Brúðarkjólar fást í öllum gerðum og stærðum og því hafa verðandi brúðir úr ýmsu að velja fyrir stóra daginn. Enda mikilvægt að sætt- ast á kjól sem þeim þykir bæði fallegur og þægilegur þar sem augu allra munu hvíla á brúðinni þegar hún gengur inn kirkjugólfið. Síðustu ár hafa brúðarkjólar sveiflast allt frá að vera stíl- hreinir og einfaldir eða stuttir og klæðalitlir yfir í það að vera íburðarmiklir og síðir rjómatertukjólar. Þá hefur færst í auk- ana að konur kjósi að klæðist ekki hvítu eins og klassískt þykir heldur velji sér fremur liti eins og gylltan, bláan og gráan, kampavínslitaðan, bleikan og svartan! Aðrar brúðir kjósa að fylgja hefðum í hvívetna; giftast í hvítu, það er að segja lit hreinleikans, og hafa jafnvel til hliðsjónar ensku vísuna „something old, something new, something borrowed, and something blue“ sem útleggst á íslensku sem: eitthvað gamalt, nýtt, blátt og lánað. Brúðurin klæðist þá eða kemur með hlut af hverri gerð en það á að færa henni gæfu. Þess má jafnframt geta að á móti er til þess ætlast að aðrar konur mæti ekki hvítklæddar í brúðkaupið af virðingu við brúð- ina. Hvort heldur sem brúðir kjósa að fylgja hefð- um sem þessum eða varpa þeim fyrir róða, skiptir máli að þær velji sér kjól sem uppfyllir allar þeirra helstu væntingar og þær geta klæðst með stolti í viðurvist ættingja, vina og þess sem þær ætla að bindast tryggðaböndum. - rve Háðir hefðum og tískustraumum Þessi kjóll var til sýnis á tísku- sýningu í Sofíu í Búlgaríu í síðustu viku, en hann er frá búlgarska tískuhús- inu Mon Amour. Brúðarkjóll eftir franska fatahönnuðinn Christophe Josse frá tísku- vikunni í París. Brúðarkjóll eftir franska fatahönnuð- inn Stephane Rollard sem sýndur var á tískusýningu í París fyrir skemmstu. Ítalski fatahönnuðurinn Ricardo Tisci hannaði þenn- an brúðarkjól fyrir Givenchy, en hann var til sýnis á tískusýningu í París fyrir skemmstu. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.