Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 13 FJARSKIPTI Vodafone leigir aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt samningi sem undirritaður var fyrir skömmu. Er Vodafone með þessu að tryggja viðskiptavinum sínum betri farsímaþjónustu á flug- vallarsvæðinu. Segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu að Vodafone njóti mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þá kemur fram að árið 2007 hafi tæplega 2,2 milljónir farþega farið um flugstöðina og áætlað sé að fjöldi farþega verði kominn í 3,2 milljónir árið 2015. - ovd Farþegar fái betri þjónustu: Vodafone í Leifsstöð FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Gestur G. Gestsson og Hrönn Ingólfs- dóttir. BÚFERLAFLUTNINGAR Verulega dró úr aðflutningi erlendra ríkisborg- ara til landsins á síðasta ári samkvæmt Hagstofunni. Árið 2006 voru aðfluttir 5.535 fleiri en brottfluttir en á síðasta ári voru 3.352 aðfluttir umfram brott- flutta. 255 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu á síðasta ári en til þess, en árið 2006 var þessi mismunur 280 manns. Árið 2005 og 2006 fluttu tvöfalt fleiri erlendir karlmenn en konur landsins og er skýringin rakin til þenslu. Á síðasta ári varð breytingu á þessu því hlutfall kynjanna var nær jafnt eða 1.558 karlar og 1.539 konur. - jse Aðflutningur útlendinga: Færri flytja til landsins FÉLAGSMÁL Nokkur fækkun var milli ára á umsóknum í jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar, Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar. Fyrir síðustu jól voru afgreiddar rúmlega 1.500 umsóknir en tæplega 1.650 umsóknir fyrir jólin 2006. Segir í tilkynningu frá úthlut- unaraðilum að öryrkjar hafi verið fjölmennir eins og undanfarin ár auk þess sem einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur voru meðal umsækjenda. Um 100 sjálfboðaliðar unnu í alls 800 klukkustundir og mörg fyrirtæki studdu úthlutunina rausnarlega með vörum og gjafakortum. Er þeim öllum þakkaður stuðningurinn. - ovd Mataraðstoð hjálparsamtaka: Færri sóttu um jólaaðstoð KONUR Í MÆÐRASTYRKSNEFND Margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg til að allt gengi sem best fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Atvinnuleysi minnkar Atvinnuleysi í Bretlandi dróst saman á síðasta ársfjórðungi 2007 og mældist það 5,2 prósent, miðað við 5,4 pró- sent á þriðja ársfjórðungi, að því er stjórnvöld tilkynntu í gær. BRETLAND DRÁTTARB EISLI OG VETRARDE KK FYLGJA TIL AFGRE IÐSLU STR AX! KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi • 5 þrepa sjálfskipting • Hátt og lágt drif • ESP-stöðugleikastýring • Ný og glæsileg innrétting • 16" álfelgur • Vindskeið og þokuljós • Öflug 170 hestafla dísilvél • Hraðastillir (Cruise Control) • Þakbogar • 3.500 kg. dráttargeta Fullbúinn alvöru jeppi með ríkulegum staðalbúnaði KIA Sorento Verð frá 3.850.000 kr. FÆR Í FLESTAN SNJÓ 170 hestafla dísilvél, sjálfskiptur með 3.500 kg. dráttargetu Ó ! 1 11 77 GJALDEYRISMÁL Gengi Bandaríkjadals hefur verið að hækka síðustu daga og krónan þar með að veikjast. Í gær var miðgengi Bandaríkjadollars skráð á tæpar 68 krónur og er þar með farið að nálgast þær 69,5 krónur sem það var um miðjan ágúst í fyrra. Dollarinn var 58,5 krónur í byrjun nóvember. Evran hefur einnig verið að styrkjast og var komin upp í tæpar 100 krónur síðdegis í fyrradag. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að það séu góðar fréttir að krónan sé að veikjast hægt og rólega. „Það hefði getað gerst mjög snögglega, hratt og mikið í einu,“ segir hún og bendir á að veiking krónunnar kæli hagkerfið. „Þetta mun koma að hluta til fram í verðbólgu en hefur ekki afgerandi áhrif á kjaramálin ef veikingin verður áfram svona hæg.“ Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á að vextir hafi lækkað í Bandaríkjunum og víðar, en hávaxtastefna Seðlabanka Íslands hafi haldið vaxtamuninum uppi hér á landi og stutt við gengi íslensku krónunnar. Ekki virðist hafa verið flótti úr krónunni. „Þetta eru ekki bara innlend áhrif heldur hluti af heildarmynd. Það er margt sem hefur áhrif á þetta. Kannski eru einhverjir að velta því fyrir sér hvort stýrivextir fari lækkandi og einhvers konar vaxtalækkunarferli fari af stað,“ segir hann og minnir á að veiking krón- unnar komi sér vel fyrir útflutnings- atvinnugreinarnar. - ghs Hagfræðingar um veikingu krónunnar: Dollarinn er kominn í 68 krónur KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR GUNNAR HARALDSSON HÆGT OG SÍGANDI Krónan hefur verið að veikjast síðustu vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.