Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 58
34 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ósk Ágústsdóttir frá Reykjum í Hrútafirði, andaðist á sjúkrahúsinu Hvammstanga 8. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 14.00 Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Hvammstanga. Guðrún Einarsdóttir Guðjón Sigurðsson Þóra Jóna Einarsdóttir Karl Emil Ólafsson Helga Einarsdóttir Ásbjörn Björnsson Jóhanna G. Einarsdóttir Halldór Ari Brynjólfsson Þórhildur Rut Einarsdóttir Hallgrímur Bogason Hulda Einarsdóttir Ólafur H. Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Tómas Egilsson frá Akureyri, fyrrverandi útibússtjóri, Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu EIR laugardaginn 9. febrúar. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Björg Jónsdóttir Sigríður Dóra Jóhannsdóttir Ólafur H. Torfason Egill Jóhannsson Kristín Gunnarsdóttir Örn Jóhannsson Ane Mette Sørensen barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og sambýlismaður, Haraldur Guðmundsson skipstjóri, Grundarbraut 5, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Umferðar- miðstöðinni (BSÍ) kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Haraldsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Albert Hólm Þorkelsson bakarameistari, frá Siglufirði, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, andaðist þriðjudaginn 12. febrúar á Sjúkrahúsi Akraness. Sigríður Guðmundsdóttir Ágústína Albertsdóttir Sigurður Arason Katrín Albertsdóttir Loftur Jóhannsson Kristján Þorkell Albertsson Elín Ebba Guðjónsdóttir Annabella Albertsdóttir Sigurgeir Óskar Erlendsson afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Gunnar Ingi Ingimundarson Faxabraut 31 b, Keflavík, lést á Líknardeild Landspítalans 10. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast Gunnars er bent á styrktarreikning í Sparisjóði Keflavíkur. 1109-05- 412412 kt. 030268-5129. Linda Gústafsdóttir Sara María Gunnarsdóttir Egill Ragnar Brynjarsson Guðjón Ingi Gunnarsson Unnur Ágústa Gunnarsdóttir Sverrir Svanhólm Gunnarsson Ragna Kristín Árnadóttir Unnur Guðjónsdóttir Sverrir Jónsson Gústaf Adólf Ólafsson systkini og fjölskyldur. Unnur Jónsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, er ritstjóri Doktor.is sem um þess- ar mundir fagnar tíu ára afmæli sínu. Doktor.is hefur vaxið og dafnað og er nú stærsti heilsuvefur landsins. „Heilsuverndarstöðin á og rekur Doktor.is og allt efni sem er á vefnum er skrifað af sérfræðingum. Ég sem ritstjóri sé um allt efni sem fer inn á vefinn og er hann uppfærður daglega,“ segir Unnur. Á Doktor.is getur fólk aflað sér upp- lýsinga um heilsuvernd en auk þess geta lesendur sent inn fyrirspurnir sem eru spyrjandanum og öðrum til gagns. Unnur svarar mikið til fyrirspurn- um sjálf en leitar til sérfræðinga þar sem við á. Margir sérfræðingar sjá einnig um að svara fyrirspurnum. „Það verður að taka það fram að á vefnum er aldrei hægt að rekja fyrirspurnir til viðkomandi aðila. Öll umsýsla og efni er í mínum höndum,“ segir Unnur. Doktor.is fær um 16 þúsund heim- sóknir á viku og stærsti hópurinn sem heimsækir vefinn eru ungar konar. Unnur nefnir að áskrifendur að Dokt- or.is séu á öllum aldri. „Við höfum tekið vefinn algjörlega í gegn, hann fékk nýtt útlit og innihald hans hefur verið mikið endurbætt. Allt þetta hefur verið gert til að auðvelda almenningi aðgang að þeim fjölbreyttu upplýsingum sem vefurinn hefur að geyma. Einnig hafa verið settar inn nýjungar á vefinn,“ segir Unnur. Helsta nýjungin er Heilsudagbók- in þar sem áskrifendum gefst kostur á að setja inn heilsufarsupplýsingar, til dæmis um hæð og þyngd og geta sett sér út frá því heilsutengd markmið og fylgst með árangrinum bæði á töluleg- an og myndrænan hátt. Vefurinn er opinn öllum til lestrar en aðeins áskrif- endur geta prentað út greinar, sent inn fyrirspurnir og skráð sig í Heilsudag- bókina. Saga Doktor.is hófst árið 1998 þegar hann var stofnaður af þremur íslensk- um læknum sem voru við nám í Dan- mörku. Fyrirmynd vefsins er frá Skandinavíu og í upphafi hét vefurinn netdoktor.is. Frá 1998 hafi ýmsir aðilar komið að Doktor.is en í dag á og rekur Heilsuverndarstöðin vefinn en hún veitir þjónustu á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu. Allt efni og greinar Doktor.is eru á ís- lensku og er markmiðið að auðvelda öllum þeim sem heimsækja vefinn að nálgast efnið. Lyfjaskrá á Doktor.is er mjög ítarleg. „Lyfjabókin á vefnum er ný, um er að ræða lyfjaskrá sem er uppfærð mánað- arlega og þar er alltaf hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um öll þau lyf sem eru til sölu á Íslandi,“ segir Unnur. Hún segir að markmið vefsins sé þó ekki að fólk hætti að leita til fagaðila. „Ég lít fyrst og fremst á Doktor.is sem heilsu- vef með upplýsingum um heilbrigði en við tökum það skýrt fram að vefurinn kemur í aldrei í staðinn fyrir heimsókn á heilsugæslustöðvar eða til læknis.“ Unnur segir að vefurinn muni halda áfram að vaxa og þjóna lesendum sínum. mikael@frettabladid.is DOKTOR.IS: Á TÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Á ÁRINU Allt um heilsu á einum stað KEVIN KEEGAN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1951 „Ég mun aldrei aftur spila á Wembley, nema ég spili aftur á Wembley.” Kevin Keegan er fyrrver- andi þjálfari enska lands- liðsins en þjálfar nú lið New- castle United í ensku úrvals- deildinni. Þennan dag árið 1929 gengu fjórir menn klæddir lögreglu- búningum inn í höfuðstöðvar glæpamannsins Bugs Moran í Chicago-borg. Þar voru fyrir sjö meðlimir úr gengi Bugs Moran sem fjór- menningarnir stilltu upp við vegg og skutu til bana. Þessi atburður er þekktur sem Val- entínusar-fjöldamorðin enda bar þau að á Valentínusardag. Morðin voru liður í stríði á milli gengja Al Capone og Bugs Moran. Þeir áttu sín yf- irráðasvæði í Chicago þar sem þeir smygluðu og seldu áfengi á þriðja áratug síðustu aldar. Með þessu tilræði ætl- aði Capone að láta myrða Moran. Gengi Capones vissi að von var á mikilvægri send- ingu í höfuðstöðvar Bugs og hann yrði þar með alla sína bestu menn. Það varð Bugs hins vegar til happs að hann var seinn fyrir og sá því hvar „lögreglumenn- irnir“ fjórir gengu inn í höfuð- stöðvar hans. Hann komst því undan en enginn af mönnum Capones sem tóku þátt í morðunum var nokkurn tíma handsamaður. ÞETTA GERÐIST: 14. FEBRÚAR 1929 Glæpamenn ráðnir af dögum AL CAPONE Ætlaði að losna við keppinautinn en mistókst. MERKISATBURÐIR 1887 Brotist er inn á skrifstofu lögreglustjórans í Reykja- vík og þaðan stolið pen- ingakassa. Aldrei náðist að hafa hendur í hári ræningjans. 1912 Arizona verður 48. ríki Bandaríkjanna. 1945 Chile, Ekvador og Perú ganga í Sameinuðu þjóð- irnar. 1994 Rússneski fjöldamorð- inginn Andrei Tsjíkatílo er tekinn af lífi. 1994 Björk Guðmundsdóttir er valin besta alþjóðlega söngkonan og besti nýlið- inn á Brit-tónlistarhátíð- inni. 1981 48 látast í bruna á skemmti stað í Dublin á Írlandi. Unnur Jónsdóttir hefur verið ritstjóri Doktor.is í eitt ár. Síðustu tíu ár hafa hjúkrunarfræðingar sinnt starfi ritstjóra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.