Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 8
 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR FLEX hágæða rafmagnsverkfæri í miklu úrvali Aseta ehf Tunguháls 19 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 8 0 2 5 3 RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is VERSLUN „Það er erfitt að nefna mörg stór fyrirtæki á íslenskum markaði sem ekki hafa gengið í gegnum eigendaskipti á síðustu árum,“ segir Stefán Karl Segatta, framkvæmdastjóri neytendasviðs hjá Skeljungi. Því skekki það umræðuna að taka olíufélögin ein út og segja eigendur þeirra hafa fjármagnað kaupin á þeim með því að hækka álagninguna. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, lýsti því yfir í gær að olíufyrirtækin hefðu aukið álagningu sína um allt að fimm krónur á hvern lítra. Þetta sé meðal annars vegna þess að nýir eigendur hafi komið að olíufélög- unum. Þeir hafi síðan hækkað álagninguna til að fjármagna fjár- festingar sínar. Stefán vill ekki dæma um útreikninga Runólfs en segir að betra væri að horfa á verðþróun til lengri tíma. Hann neitar því ekki að fjárfestingar kunni að spila þar inn í. „Og það má alveg taka þessa umræðu,“ segir hann. Aðalatriðið sé þó að álagning olíufélaganna hafi ekki hækkað meira en sem nemur hækkun kostnaðar til dæmis launa, flutnings og fjár- bindingar. Ekki náðist í forstjóra Olís og stjórnarformaður N1 svaraði ekki skilaboðum. - kóþ Framkvæmdastjóri hjá Skeljungi svarar gagnrýni framkvæmdastjóra FÍB: Olíufélög lík öðrum félögum MENNTUN Starfsemi á einkarekna leikskólanum Hvarfi í Kópavogi er í uppnámi. Þjónustusamningur ÓB Ráðgjafar, sem rekur skólann, var sagt upp um áramótin og renn- ur út 1. maí. Hvorki starfsfólk né foreldrar vita hvað verður um leikskólann þá. „Við vitum ekki hvort leikskól- inn fer undir aðra rekstraraðila, hvort hann verður boðinn út aftur eða hvort Kópavogsbær ætlar að taka yfir reksturinn,“ segir Edda Guðrún Guðnadóttir, trúnaðar- maður starfsmanna á Hvarfi. „Við vitum ekki hjá hverjum við vinn- um þá, eða hvort við þurfum yfir- höfuð að mæta í vinnu eftir 1. maí.“ ÓB Ráðgjöf hefur rekið leik- skólann frá 1. nóvember 2005 sam- kvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ. Þeim samningi var sagt upp um áramótin vegna erfið- leika í samstarfi milli Kópavogs- bæjar, sem á skólann, og ÓB Ráð- gjafar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um áframhaldandi rekstur skólans. „Það hefur verið mikil óánægja meðal margra foreldra með þessa rekstraraðila, og fólk vill fá á hreint hvert framhaldið verður,“ segir Hlynur Þór Sveinbjörnsson, faðir fjögurra ára drengs á Hvarfi. „Okkur hefur ekkert verið til- kynnt hvað gerist 1. maí, við vitum bara að samningnum var sagt upp.“ Aðspurður hvers vegna svo mikil óánægja hafi verið meðal foreldra segist Hlynur ekki vilja tiltaka neina sérstaka ástæðu, það hafi einfaldlega verið óánægja með ýmsa þætti rekstrarins hjá ÓB Ráðgjöf. Samúel Örn Erlingsson, formað- ur leikskólanefndar Kópavogs- bæjar, segir að það sé í höndum bæjaryfirvalda hvert rekstrar- fyrirkomulag skólans verði, og það sé verið að ákveða núna. salvar@frettabladid.is Vita ekki hvað verður um leikskólann í maí Óvissa ríkir um framtíð einkarekna leikskólans Hvarfs í Álfahverfi í Kópavogi. Þjónustusamningi við rekstraraðila hefur verið rift, en enginn veit hvað tekur við þegar hann rennur út 1. maí. Málið er í vinnslu, segir formaður leikskólanefndar. HVARF Þjónustusamningur Kópavogsbæjar við ÓB Ráðgjöf rennur út 1. maí, en honum var sagt upp vegna erfiðleika í samstarfi við rekstraraðila. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STEFÁN KARL SEGATTA Framkvæmda- stjóri hjá Skeljungi segir hækkun á eldsneytisverði ekki óeðlilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.