Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 56
32 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Borgarmál
Hundrað daga órói í Reykjavík er farinn.
Óþægilegur leikaraskap-
ur að baki. Kjölfestan
komin. Sem betur fer.
Kaos nútímans er næg:
Við viljum ekki ístöðu-
leysi í stjórnmálum líka
þótt breytingar séu
stundum skemmtilegar. Og það er
auðvitað ekkert skrýtið að vingl og
hringl í 100 daga, skyndilegt upphaf
og óvæntur endir hafi skapað
óánægju sem loksins hlaut að brjót-
ast fram. Hún fann sér aldrei farveg
fyrr en nú.
Óvæntur endir á 100 daga óvissu-
tímabili gat ekki annað en valdið
óánægju því festa í stjórnmálum
borgarinnar er nauðsynlegt akkeri
fyrir okkur öll. En að kenna kjöl-
festusamstarfi málefnalegs borgar-
stjóra og faglegra borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins um það er
ósanngjarnt og rangt, enda á mis-
skilningi byggt.
Sú skrýtna skoðun hefur nefni-
lega verið á kreiki í Reykjavík að
óánægja okkar höfuðborgarbúa með
hverflyndi við stjórn borgarinnar í
100 daga sé Sjálfstæðisflokknum að
kenna. Sem er rangtúlkun. Því það
er Sjálfstæðisflokknum að þakka að
hafa bjargað borgarbúum frá
hundrað óþægilegum dögum.
Heilt og óslitið kjör-
tímabil lifir í 1.460 daga.
Og nú hefur nýr meiri-
hluti loksins verið mynd-
aður á grundvelli Sjálf-
stæðisflokksins til að
lifa út kjörtímabilið eins
og kjósendur í Reykja-
vík ætluðust til í upp-
hafi. Við sem búum í
Reykjavík vorum ánægð
með Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóra
á sínum tíma og fannst sárt að missa
hann og borgarstjórnarflokk Sjálf-
stæðisflokksins úr Ráðhúsinu – fólk
sem við treystum. En við sögðum
lítið þá því mál Reykjavík Energy
Invest voru of flókin. Við þurftum
að kyngja afleiðingunum.
Upphafið að titringi meðal borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir
meira en 100 dögum voru mál
Reykjavík Invest. Skiljanlega. Þetta
var viðkvæmt mál. En um leið og
þeir þjöppuðu sér saman og leystu
málið faglega sín á milli reyndi í
millitíðinni á falsleysi, tiltrú og
drengskap nánasta samstarfsmanns-
ins: Fyrrverandi borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins. Og í staðinn
fyrir að sýna þá stærð og manndóm
sem þykja lágmarkskröfur í alvöru
stjórnmálastarfi gerði þessi maður
sér lítið fyrir og sveik félaga sína án
þess að fölna og kom brosandi út í
sólina til að tilkynna það.
Slík manndómspróf ná inn að
kjarnanum í persónuleika manna
með sláandi hætti: Á meðan sam-
starfsfólkið fundaði og vandaði sig
við að treysta liðsheildina sveik
þessi maður það blákalt. Og sam-
viskuleysi hans varð veganestið í
nýtt meirihlutasamstarf sem entist í
100 daga.
Óheiðarlegt fólk heldur í kald-
lyndi sínu og skammsýni að með því
að moka nógu miklu af sandi undir
húsið sitt takist að búa til traustar
stoðir undir ærulausa steypu. En
því skjátlast. Reynslan sýnir að slíkt
fólk kann ekki að byggja hús. Það
grefur undan húsinu svo það hrynur
á hundrað dögum. Það er rangt að
kenna Sjálfstæðisflokknum um
óheiðarleika fyrrverandi borgarfull-
trúa Framsóknarflokksins. Hann
gekk blygðunarlaust á gefin loforð
um leið og reyndi á heildindi hans –
sem bitnaði á fjölmörgu grandvöru
og heiðarlegu fólki – og er nú rúinn
mannorði vegna ábendinga um spill-
ingu frá eigin flokkssystkinum.
Við þurfum frjóar hugmyndir í
Reykjavík. Gott siðgæði. Samstöðu.
Heilindi. Stjórnmálaafl sem við
treystum. Verum fegin að fá Sjálf-
stæðisflokkinn til baka með nýjum
og vel meinandi skipstjóra sem er
allra góðra gjalda verður. Byggjum
borg framtíðarinnar á þeirri velferð
og öryggi sem hún þarfnast svo sár-
lega í vaxandi kaos nútímans. Reyk-
víkingar – til hamingju! Óróinn er
farinn. Kjölfestan komin.
Höfundur er ráðgjafi.
Kaos nútímans kallar á kjölfestu
RAGNAR HALLDÓRSSON
UMRÆÐAN
Umferðaröryggi
Síðasta dag janúarmánaðar hélt Umferðarstofa málþing þar
sem umfjöllunarefnið var syfja
og akstur. Margir verða hissa
þegar rætt er um þetta efni og
telja að varla geti mikil hætta
fylgt því. En við skoðun kemur í
ljós að raunin er allt önnur.
Í könnunum sem gerðar hafa
verið á undanförnum árum hefur
meðal annars verið spurt hvort
fólk hafi á síðustu sex mánuðum
dottað undir stýri. Niðurstöður
eru talsvert sláandi, þar sem fram
kemur að allt að 10% aðspurðra
segja svo vera. Þegar spurt er
hvort menn hafi á sama tímabili
upplifað það að verða mjög
skyndilega syfjaðir undir stýri á
sama tímabili kemur í
ljós að allt að 40%
segja svo vera. Þetta
eru í raun ótrúlega
háar tölur.
Í rannsóknum rann-
sóknarnefndar
umferðarslysa á orsök-
um banaslysa í umferð
á árunum 1998 til 2006
kemur í ljós að í tíu
slysum, þar sem sex-
tán manns létust, má
rekja aðalorsökina beint til svefns.
Ellefu til viðbótar létu lífið í slys-
um þar sem syfja var orsök, en
ekki aðalorsök. Það bendir til þess
að um verulegt vandamál
samfélagsins sé að ræða.
En hverjar eru helstu orsakir
syfju? Í fyrsta lagi er það skortur
á gæðasvefni. Þá fylgir hætta
akstri á þeim tíma sólarhrings þar
sem menn eru vanir
að sofa. Svefntruflan-
ir af ýmsu tagi eru ein
orsök og þar á meðal
ómeðhöndlaður kæfi-
svefn. Niðurstöður
rannsókna sýna að
vaktavinnufólki er
hættara við að sofna
undir stýri en öðrum
og auk þess má nefna
að helgarskemmtanir
geta haft umtalsverð
áhrif á svefn fólks og gæði hans.
Besta ráð sem hægt er að gefa
þegar fólk verður mjög syfjað
undir stýri er að stöðva bílinn á
öruggum stað og gefa sér 15 mín-
útur til að sofna. Það hefur mjög
góð áhrif, án þess að leiða til þess
að fólk sofni djúpt. Þá er ekki gott
að hafa mikinn hita í bílnum og
ráðlagt er að borða hollan og
góðan mat á reglulegum matmáls-
tímum.
Læknar geta hjálpað fólki sem á
við svefntruflanir að stríða, þar á
meðal ómeðhöndlaðan kæfisvefn.
Hjálpin getur falist í því að menn
sofa með sérstakt svefnöndunar-
tæki, en menn sem átt hafa við
kæfisvefn að stríða fullyrða að sú
aðgerð stórauki lífsgæði og geri
daglegar athafnir auðveldari.
Í tengslum við auglýsingabirt-
ingar um syfju og akstur hefur
verið gerð sérstök heimasíða á
slóðinni www.15.is. Þar er meðal
annars fjallað um mikilvægi þess
að sæki svefn að fólki leggi það
sig í fimmtán mínútur á öruggum
stað til að endurnýja aksturs-
hæfni sína. Einnig er þar marg-
víslegur fróðleikur um syfju og
akstur, sem getur komið fólki að
miklu gagni.
Segja má að syfja sé eitt af
ósýnilegu vandamálunum í
umferðinni. Ósýnileikinn gerir
það erfiðara, en eins og fram
kemur á síðunni www.15.is koma
ýmsar vísbendingar sér vel til að
greina hvort um raunverulegan
vanda sé að ræða.
Höfundur er verkefnastjóri á
Umferðarstofu.
Fimmtán mínútur geta skipt sköpum
SIGURÐUR HELGASON
Í könnunum sem gerðar hafa
verið á undanförnum árum
hefur meðal annars verið spurt
hvort fólk hefði á síðustu sex
mánuðum dottað undir stýri. ...
að allt að 10% aðspurðra segja
svo vera.
UMRÆÐAN
Jafnréttismál
Í síðustu viku birtist heilsíðuaug-lýsing í öllum helstu dagblöðum
þar sem yfir 100 konur buðu fram
krafta sína til stjórnarsetu í fyrir-
tækjum landsins undir yfirskrift-
inni „Við segjum já“. Í auglýsing-
unni er bent á þá augljósu
staðreynd að konur sitja ekki við
sama borð og karlar þegar kemur
að skipan í stjórnir stærstu fyrir-
tækja landsins.
Fyrir tveimur árum birti hópur
Deiglupenna grein undir slagorð-
inu „Við erum tilbúnar“. Grein
okkar hafði að hluta sama mark-
mið og auglýsingin sem birtist í
síðustu viku; annars vegar að
benda á að ekki sé skortur á konum
sem treysta sér til starfans og hins
vegar að mótmæla öllum hug-
myndum um kynjakvóta. Við
tökum undir með konunum 100 og
rifjum upp það sem þá var sagt:
„Sem betur fer hefur nú verið
tryggt hér á landi að allir séu jafn-
réttháir fyrir lögunum. Þar með
er hins vegar ekki öll sagan sögð
því í mörgum starfsstéttum virð-
ist sem konum sækist verr en körl-
um að hljóta viðurkenningu og
frama. Til þess að jafnrétti ríki í
raun er nauðsynlegt að hugarfar
jafnréttis ríki alls staðar í sam-
félaginu. Sú barátta verður þó
tæpast háð nema með fræðslu og
samstöðu þeirra sem láta sig jafn-
réttismál varða.“
Þessi orð standa jafngild í dag
og fyrir tveimur árum. Jafngild er
líka gagnrýni okkar á það sem þá
voru hugmyndir nokkurra kvenna
sem komu saman á Bifröst til að
ræða jafnréttismál og eru nú orðn-
ar hugmyndir viðskiptaráðherra;
að lausnin á þessu vandamáli sé
kynjakvótar.
Við gjöldum varhug við því að
leiðin til að tryggja jafnrétti í
reynd sé sú að hverfa aftur til
lagalegs ójafnréttis. Í raun ætti
jafnréttissinnum, konum jafnt
sem körlum, að hrjósa hugur yfir
því að tillögur um slíkt séu rædd-
ar af alvöru og það af viðskipta-
ráðherra landsins. Eða svo aftur
sé gripið niður í greinina:
„Við viljum hvorki gjalda fyrir
kynferði okkar né njóta sérstakra
lögbundinna forréttinda vegna
þess. Þrátt fyrir að eigendur fyrir-
tækja hafi hingað til valið fleiri
karlmenn en konur í stjórnir þá
þýðir það ekki að eðlilegt sé að
leiðrétta það með lögum. Slík
aðgerð væri yfirlætisfull í garð
kvenna því með henni væri gefið í
skyn að konum væri ókleift að
keppa á jafnréttisgrundvelli um
ábyrgðarstöður í viðskiptalífinu.“
Það er vissulega rétt að litlar
framfarir hafa orðið í þessu máli á
síðustu tveimur árum. En því
skyldi ekki gleyma að við erum að
berjast fyrir því að brjóta upp
aldagamlar valdastöður og hefðir
– þeim verður ekki varanlega
breytt nema þær séu brotnar niður
smátt og smátt.
Við vitum og viðurkennum að
við eigum engar töfralausnir til að
bregðast við þessari stöðu, en það
þýðir ekki að við ætlum ekki að
halda áfram að berjast með trúna
á fyrirtækin í landinu og einstakl-
ingana sem þeim stýra að leiðar-
ljósi. Við köllum viðskiptalífið,
fyrirtækin í landinu og öflugan
hóp kvenna sem þar lifir og hrær-
ist til ábyrgðar. Við munum ekki
gefast upp með því að taka undir
friðþægingartillögur viðskipta-
ráðherra.
Konur þurfa enga meðgjöf í við-
skiptalífinu. Við erum tilbúnar.
Katrín Helga Hallgrímsdóttir,
lögmaður, Berglind Hallgrímsdótt-
ir, verkfræðingur, Drífa Kristín
Sigurðardóttir, lögfræðingur, Erla
Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmála-
fræðingur, Rúna Malmquist, við-
skiptafræðingur, Sigríður Dögg
Guðmundsdóttir, ritstjóri Deiglan.
com, Jarþrúður Ásmundsdóttir,
viðskiptafræði, Ingunn Guð-
brandsdóttir, markþjálfi og dokt-
orsnemi, Hrefna Lind Ásgeirsdótt-
ir, B.Sc. í hug búnaðar verkfræði,
Soffía Kristín Þórðardóttir, verk-
efnastjóri og ritstjóri Deiglan.
com, Stefanía Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri, Fanney Rós
Þorsteinsdóttir, héraðsdómslög-
maður, Sigrún Helga Jóhannsdótt-
ir, lögmaður, Kristín Hrefna Hall-
dórsdóttir, framkvæmdastjóri,
Ásdís Rósa Þórðardóttir, líffræð-
ingur og verkefnastjóri, Fanney
Birna Jónsdóttir, laga- og stjórn-
málafræðinemi, Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir, sveitarstjóri, Þórhildur
Birgisdóttir, M.A. í alþjóðasam-
skiptum, Ingibjörg Guðlaug Jóns-
dóttir, stjórnmálafræðingur, Helga
Lára Haarde, sálfræðinemi, Inga
Hrefna Sveinbjarnardóttir, stjórn-
málafræðinemi, Sesselja Dagbjört
Gunnarsdóttir, viðskiptafræðing-
ur, Diljá Mist Einarsdóttir, laga-
nemi, Sæunn Björk Þorkelsdóttir,
viðskiptafræðingur, Kristín María
Birgisdóttir, meistaranemi í mann-
auðsstjórnun, Helga Kristín Auð-
unsdóttir, lögfræðingur, Guðrún
Pálína Ólafsdóttir, viðskiptafræð-
ingur, og Heiðdís Halla Bjarna-
dóttir, BA í frönsku.
Enga kynjakvóta –
við erum tilbúnar