Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 10

Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 10
 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, hefur skipað svo fyrir að öll viðskipti við Kólumbíu- menn verði aflögð. Bæði Chavez og Rafael Correra, forseti Ekvadors, skora á ríki heims að fordæma árás Kólumbíuhers á skæruliða í Ekvador síðastliðinn laugardag. „Við höfum ekki áhuga á fjár- festingum frá Kólumbíu hér,“ sagði Chavez í gær. „Að því er varðar kólumbísk fyrirtæki hér í Venesúela, þá gætum við þjóðnýtt sum þeirra.“ Viðskipti Kólumbíu og Venesú- ela hafa numið nærri fjörutíu milljörðum króna á ári, en Chavez spáir því að sú tala muni lækka hratt á næstunni. Hann segir að Venesúela muni nú leita fyrir sér með vörur frá Ekvador, Brasilíu, Argentínu og fleiri löndum sem kæmu í staðinn fyrir innflutning frá Kólumbíu. Chavez og Correra sögðu á mið- vikudag að deilunni myndi ekki ljúka fyrr en skýr alþjóðleg for- dæming á árásinni væri fengin. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagðist þó í gær vonast til þess að lausn feng- ist á deilunni með milligöngu fleiri ríkja. Gott tækifæri til þess gæf- ist til dæmis á fundi Ríó-hópsins í Dóminíkanska lýðveldinu, sem hefst í dag. Á morgun hittast þar forsetar tólf ríkja Rómönsku Ameríku. - gb Krafist þess að ríki heims fordæmi árás Kólumbíu: Viðskiptabann lagt á Kólumbíu FYLGST MEÐ INNFLUTNINGI Á landamærum Kólumbíu og Venesúela standa hermenn Venesúelamegin og stöðva innflutning á vörum að boði forseta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.