Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 18

Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 18
18 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR N efnd á vegum Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráð- herra kannar nú möguleika á bygg- ingu og starfrækslu seiðaeldisstöðvar sem þjónað gæti allri matfiskframleiðslu hér á landi. Íslenskt þorskeldi stendur á krossgötum og tímabært er að auka framleiðslu verulega, að mati eldismanna. Bygging seiðaeldis- stöðvar sem getur framleitt allt að tíu milljónir seiða er forsenda þess að íslenskt þorskeldi geti fylgt eftir þróun þorskeldis í Noregi. Þar í landi hyggja menn á þorsk- eldi sem stóriðnað innan fárra ára og sjá ekkert því til fyrirstöðu að starfa með Íslendingum að þróun eldis hér á landi. Stærsti munurinn á þorskeldi í Noregi og hér á landi er annars vegar forskot Norð- manna í seiðaeldi og hins vegar að fjármagn virðist liggja á lausu í Noregi fyrir eldisfyrirtæki til að fjármagna framleiðslu í stórum stíl. Staða þorskeldis á Íslandi Tilraunaeldi þorsks á undanförnum sex árum hefur skilað verulegum árangri hér á landi. Stór sjávar- útvegsfyrirtæki hafa leitt þróun þorskeldisins og hafa litið á eldið sem tilraunaverkefni til þekking- aröflunar og til að meta arðsemi þess. Framleiðsla á eldisþorski hefur vaxið úr um 200 tonnum árið 2002 í um 1.800 tonn árið 2007. Frá árinu 2003 hafa verið fram- leidd 150 til 250 þúsund seiði á ári í Tilraunastöð Hafrannsóknastofn- unar á Stað við Grindavík. Seiða- framleiðslan hefur verið hluti af kynbótaverkefni IceCod ehf. Á vegum IceCod hófst seiðafram- leiðsla í desember 2007. Miklar framfarir hafa verið í framleiðslu fyrirtækisins, lifun seiða hefur aukist mikið og einnig dregið úr vansköpun. Varla er ofsagt að fagmennska og þekking í þorskeldi hérlendis sé mikil. Hins vegar hefur íslenskt þorskeldi grundvallast af stærstum hluta á áframeldi. Þá er smá- þorskur veiddur og alinn áfram í sjókvíum. Einnig hafa villt seiði verið veidd og alin áfram upp í hentuga stærð áður en þau eru sett út í sjókvíar þar sem þau eru alin í sláturstærð. Á þessum grunni telja framleiðendur að ekki verði byggt lengur. Eini raunhæfi möguleikinn til þess að auka framleiðslu á eldis- þorski sé að hefja stórfellda fram- leiðslu á þorskseiðum í sérhæfðri seiðastöð. Með tilkomu slíkrar stöðvar er talið raunhæft að fram- leiðsla eldisþorsks á Íslandi verði um þrjátíu þúsund tonn árið 2015. Seiðaeldisstöð Lítil framleiðslugeta á þorskseiðum í Noregi var lengi stærsta hindrunin í þróun matfiskeldis þar í landi. Segja má að sama staða sé komin upp á Íslandi. Seiðaframleiðsla í eldisstöð IceCod á Stað við Grinda- vík hefur verið um 200 þúsund seiði á ári. Norðmenn hafa á stuttum tíma leyst þetta vandamál að stærstum hluta og er talið að þær þrettán seiðaeldisstöðvar sem nú eru starfandi í Noregi geti fram- leitt allt að 100 milljónir þorskseiða, þótt því fari fjarri að eftirspurn sé eftir slíku seiðamagni í dag. 100 milljónir seiða eru nægjanlegt seiðamagn til framleiðslu á 300 þúsund tonnum af eldisþorski. Framleiðendur telja raunhæft að framleiðsla eldisþorsks geti numið allt að 200 þúsund tonnum eftir ára- tug. Margir innan vísinda samfélags- ins telja þessi markmið skýja borgir en fáir sem starfa að þróunar- málum þorskeldis útiloka að Norð- menn nái markmiðum sínum. Einróma álit fiskeldismanna hér á landi er að án tafar verði að ráðast í undirbúning að bygg- ingu seiðastöðvar og framleiða þar tíu milljónir seiða árlega ekki síðar en 2012. Uppbygging slíkrar stöðvar yrði sameig- inlegt verkefni ríkisins og sjávar- útvegs fyrirtækja sem hyggja á þorskeldi. Aðkoma fyrir tækj- anna að seiðastöð- inni er hugsuð sem skuld- binding til seiðakaupa á kostnaðar verði. Með því yrði rekst- ur hennar tryggður og uppbygging í seiðaeldi og matfiskeldi héldist í hendur. Með þessu myndi ný seiða- stöð aldrei framleiða meir en fyrir- tækin væru tilbúin að kaupa og setja í eldi. Þessi hugmynd er háð því að hið opinbera beri grunn- kostnaðinn við bygginguna. Samstarf við Norðmenn Uppbygging þorskeldis í stórum stíl er áhættusamt og tímafrekt verkefni. Stór sjávarútvegsfyrir- tæki munu þar gegna aðalhlutverki og aðkoma stjórnvalda er nauðsyn- leg. Einnig er ljóst að verði ákveðið að ráðast í byggingu stórrar sér- hæfðrar seiðaeldisstöðvar strax á morgun verður framleiðsla ekki tryggð fyrr en eftir fjögur til fimm ár. Íslensk fiskeldisfyrirtæki væru því komin með efnivið í hendurnar til verulegrar framleiðslu á sama tíma og Norðmenn hyggjast fram- leiða meira af eldisþorski en við veiðum villtan í dag. Fréttablaðið heimsótti í febrúar seiðaeldisstöðina Saga Fjörd í V- Noregi. Stöðin mun framleiða tíu milljónir seiða á þessu ári og er því af sömu stærð og sú seiðastöð sem íslenskir þorskeldsmenn telja nauðsynlegt að rísi hér. Sigurd O. Handeland, framkvæmdastjóri Saga Fjörd, segir að stofnkostnaður- inn við seiðaeldisstöðina hafi verið um 500 milljónir íslenskra króna. „Þrjú ár liðu frá því að við vorum búnir að koma upp aðstöðunni þangað til við höfðum náð við- unandi jafnvægi í framleiðsluna. Á þessu ári getum við framleitt allt að tíu milljónir seiða en árið 2007 sendum við frá okkur um sex milljónir seiða.“ Sigurd telur að íslenskum fiskeldis mönnum standi til boða öll sú þekking sem hefur orðið til í norsku seiðaeldi. Möguleika til samstarfs telur Sigurd ekki ein- skorðast við seiðaeldi heldur séu framleiðendur sífellt að leita að tækifærum til að þróa sinn rekstur. Samstarf innanlands Samstarf íslensku fyrirtækjanna sem hyggja á eldi til framtíðar er einnig áhugaverður möguleiki, sér- staklega í ljósi hugmynda í Noregi um að hagkvæmast sé að stofna klasa sem hver framleiði um þrjá- tíu þúsund tonn af þorski. Í þessum hugmyndum yrði í hverjum klasa seiðastöð sem framleiddi á milli tíu og fimmtán milljónir seiða, fisk- vinnsla og tíu matfiskeldisstöðvar. Mikilvægt er að hugleiða þessa hugmynd í samhengi við aðstæður á Íslandi. Í þessari hugmynd felst viðurkenning á því að þorskeldi verði aldrei stundað sem atvinnu- vegur nema til komi öflugar seiða- stöðvar sem framleiði margar milljónir seiða á ári hverju. Seiðaframleiðslan er flöskuháls Þorskeldi stendur á krossgötum hér á landi, að mati eldismanna. Tilraunaeldi síðustu ára sýnir að tímabært er að auka framleiðslu verulega. Til þess þarf að reisa sérhæfða seiðastöð. Nefnd sjávarútvegsráðherra kannar möguleika á byggingu slíkrar stöðvar. Norskir fiskeldismenn sjá ekkert því til fyrirstöðu að starfa með Íslendingum við að hraða þróun þorskeldis hérlendis. ÖNNUR GREIN AF FIMM Á morgun: Eldisaðferðir og vandamál FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Upphaf þorskeldis á Íslandi Fyrstu tilraunir með söfnun á villtum þorski til áframeldis í kvíum hér á landi hófust í Stöðvarfirði árið 1992. Fyrstu árin studdi sjávarútvegsráðu- neytið við bakið á þeim sem gerðu tilraunir með þorskeldi með því að úthluta hverjum aðila fimm tonna kvóta af lifandi þorski. Þrátt fyrir þetta dofnaði áhuginn fljótt, verð sem fékkst fyrir þorskinn lækkaði og fyrirhöfnin var mikil miðað við til- tölulega lítil umsvif. Á árunum 1993- 2000 stunduðu samtals átján aðilar eldi á villtum þorski á Austfjörðum, Vestfjörðum og í Eyjafirði. Á vorþingi 2002 var samþykkt að sjávarútvegsráðherra hefði til sérstakrar ráðstöfunar til áframeldis aflaheimildir sem næmu árlega 500 lestum af óslægðum þorski. Með úthlutun á þorskeldiskvóta hefur átt sér stað mikil aukning í áframeldi á þorski hér við land. Öflug sjávar- útvegsfyrirtæki hafa nú hafið þorsk- eldi og má gera ráð fyrir verulegri framleiðsluaukningu á næstu árum. Í ágúst 2004 var þorskeldi í sjókvíum stundað á átján stöðum allt í kringum landið en hefur fækk- að síðan í ellefu. Starfandi fyrirtæki hafa aukið umsvif sín og eldisgeta hefur aukist. Styrkleikar og veikleikar í þorskeldi á Íslandi Staða Íslendinga betri eða sambæri- leg og í Noregi. Samkeppnishæfni mun lakari en í Noregi. Samkeppnishæfni nokkru lakari en í Noregi. Salar Islandica (HB-Grandi) Berufjörður Þorskeldi hófst árið 2004 Tilraunaeldi Eldisrými: 200 þúsund rúm- metrar – 18 sjókvíar Hægt að ala: 3.000 tonn IceCod Grindavík, Hafnir Kynbætur – framleiðsla hrogna og seiða Framleiðslugeta: 500.000 seiði Brim - fiskeldi Eyjafirði Þorskeldi hófst undir merkjum ÚA árið 2001 (Brim 2003) Áframeldi Útsetning á villtum og klöktum seiðum Hluthafi í seiðastöðinni á Nauteyri Eldisrými 81 þúsund rúmmetrar – 16 sjókvíar Hægt að ala 1.500 tonn Vopnfiskur Vopnafjörður Þorskeldi Stöðvarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafjarðardjúpi Þorskeldi hófst árið 2001 Áframeldi í Álftafirði Aleldi í Seyðisfirði Strandseiðaeldi á Nauteyri Heildareldisrými: 120 þús- und rúmmetrar – 18 sjókvíar Hægt að ala 2.500 tonn Einherji Patreksfirði Þóroddur Tálknafirði Háafell Nauteyri Glaður Bolungarvík Álfsfell Ísafirði 800 700 600 500 400 300 200 100 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Áframeldi Aleldi þú su nd s ei ða Fjöldi þorskseiða í sjókvíum Fréttaskýring: Þorskurinn er næsta eldisævintýri 2. hluti Klakfiskur (kynbætur) Seiðaeldi (< 5 g) Stórseiða- eldi (5-200 g) Matfiskeldi Slátrun, pökkun og vinnsla Flutningur og mark- aðssetning Styrkleikar Veikleikar Minna lagt í kynbætur á Íslandi en í Noregi. Norðmenn eru með stærri og hagkvæmari seiðaeldis- stöðvar. Norðmenn geta nýtt strandeldis- stöðvarnar betur þar sem þeir geta sett seiði í sjókvíar stærstan hluta ársins. Almennt erfið- ari aðstæður til sjókvíaeldis á Íslandi en í Noregi. Jafn- framt er þekk- ing og færni við rekstur sjó- kvíaeldisstöðva minni. Betri aðstaða til slátrunar á eldisfiski í Noregi. Hærri flutn- ingskostnaður á afurð frá Íslandi en Noregi. Hafnar eru kyn- bætur á þorski á Íslandi. Betri aðstæður til seiðaeldis á Íslandi en í samkeppnis- löndum. Betri aðstæður til framleiðslu stórseiða í strandeldi á Íslandi en í Noregi vegna aðgengi að jarðvarma. Í Noregi eru meiri líkur en á Íslandi á að sjávarhiti verði of hár, með þeim afleiðing- um að afföll aukast. Meiri þekk- ing og færni við vinnslu á þorski á Íslandi en í Noregi. Íslendingar eru sterkari í markaðs- setningu sjávarafurða en Norðmenn. 2000 2002 2004 2006 2008 2010 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 to nn Áframeldi Aleldi Framleiðsla á eldisþorski 2. 50 0 1. 70 0 1. 50 0 2. 50 0 áætlun Þorskeldisfyrirtæki á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.