Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.03.2008, Qupperneq 34
Í næstu viku kemur splunkunýr pott- réttur á markað frá Móður náttúru. Hann heitir Cazuela sem þýðir ein- faldlega pottréttur. Rétturinn smakk- ast dásamlega og ættu allir sem hafa unun af grænmetisréttum að prófa þennan spennandi rétt en hann er ættaður frá Mexíkó. Rétturinn kemur algerlega tilbúinn og það eina sem þarf að gera er að hita hann upp. Sláðu upp veislu á fimm mínútum Skartgripahönnuðurinn Sif Jakobs hefur getið sér gott orð sem hönnuður í Skandinavíu og fleiri löndum. Hún nam gullsmíði í Svíþjóð en þaðan útskrifaðist hún árið 2000. Þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar og þar fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. „Ég fór að vinna hjá skartgripafyrir- tækinu Unodomani, sem var þá á byrjunarreit og með aðsetur í Danmörku. Ég sá um hönnun skartgripalína, framleiðslu, markaðssetningu og sölufólk. Eftir tvö ár var ég farin fylgjast með daglegum rekstri fyrirtækisins. Ég stóð að kynningum og sölusýningum víðs vegar um heiminn fyrir hönd Unodomani, meðal annars í Dan- mörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Hong Kong svo eitthvað sé nefnt. Eftir að við höfðum opnað Unodomani á Ítalíu og ég haft aðsetur þar í þó nokkurn tíma, langaði mig aftur til Kaupmannahafnar,“ segir Sif. Aðstæðurnar breyttust hjá henni og hún ákvað að láta drauminn sinn rætast og hóf eigin rekstur. Í dag hannar hún tvær línur undir eigin nafni. Annars vegar Resin Collection og hins vegar By Sif Jakobs. Sú síðarnefnda er úr silfri og mjög stílhrein. Í henni eru hringir, armbönd, eyrnalokkar og hálsmen með Zirkonia- og Swarovski- steinum og húðað með hvítagullshúð. Resin-línan er úr samnefndu efni og endurspeglar tískuna eins og hún er í dag. Til að krydda hana notar Sif Swarovski-steina. Skartgripirnir eru framleiddir á Ítalíu, Kóreu og Kína. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur, betri en ég átti von á, sérstaklega á Íslandi og í Benelux- löndum,“ segir hún en skartgripir hennar eru seldir í Leonard-verslunum. Þegar hún er spurð út í innblásturinn segir hún að hann komi oftast þegar hún ferðast um heiminn. „Ég fæ mikinn innblástur á ferðalögum mínum, kynnist ólíkum menningarheimum. Fólk, náttúran og arkitektúr á hug minn allan,“ segir Sif en hún er þó ekki eingöngu í skartgripum því hún hefur líka hannað fyrir Margit Brandt sem er mjög þekktur danskur hönnuður. Þar hefur hún hannað hnífapör í samstarfi með Margit. „MB Cutlery - Stainless steel hnífapör eru smart og elegant en með rómantísku ívafi. Þau eru nú þegar komin á markað víðs vegar um heiminn en á Íslandi eru þau seld í versluninni Heimili og hugmyndir og Valrós á Akureyri,“ segir hún. Fram undan eru spennandi tímar hjá Sif en hún er að vinna að því að stækka fyrirtækið. „Við erum á fullu við að hanna línu fyrir stórt skartgripafyr- irtæki í Kína. Fyrsta línan verður kynnt næsta sumar í Kína.“ Þegar hún er spurð að því hvort það sé ekki erfitt að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi segir hún svo ekki vera. „Ef þú ert með góða og fallega vöru og góð sambönd þá eru allir vegir færir.“ martamaria@356.is Íslenskur skartgripahönnuður slær í gegn úti í heimi Innblásturinn kemur á ferðalögum SIF JAKOBS Tökum á nýju myndbandi banda- rísku söngkonunnar Mary J. Blige er nýlokið hér á landi. Leikstjóri er hinn margverðlaunaði Hype Willi- ams sem hefur tekið upp myndbönd með öllum helstu röppurum heims, þar á meðal Kanye West, Puff Daddy, Busta Rhymes, Jay-Z og Kelis. Fékk hann fyrir tveimur árum heiðurs- verðlaun MTV fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins. „Hann er svaka- lega virtur myndbandaleikstjóri og hefur líka gert auglýsingar. Allir blökkutónlistarmenn sem hafa eitt- hvað látið að sér kveða hafa unnið með honum,“ segir Einar Sveinn Þórðarson hjá fyrirtækinu Pegasus, sem annaðist framleiðsluna hér heima. Tökurnar fóru aðallega fram í kring- um Öræfajökul og voru að mestu teknar upp úr þyrlu. Blige sjálf kom ekki hingað vegna myndbandsins og verður hennar hluti tekinn upp síðar meir úti í Bandaríkjunum. „Hann var rosalega hrifinn og vill mögulega gera meira hérna,“ segir Einar Sveinn um Hype. Tökurnar stóðu yfir í tvo daga en hugsanlegt er að fleiri tökum verði bætt við á Grænlandi á næstunni áður en myndbandið verður fullklárað. Mary J. Blige er ein vinsælasta R&B- söngkona heims. Hún hefur gefið út átta sólóplötur og hafa þær selst í yfir fjörutíu milljónum eintaka. - fb Mary J. Blige í íslenskri náttúru MARY J. BLIGE Nýjasta myndband Mary J. Blige var að hluta til tekið upp hér á landi. 4 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.