Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 40

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 40
 7. MARS 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● útivera Ríflega tuttugu hundar taka þátt í starfi björg- unarsveitanna. Áralöng þjálfun liggur að baki hverju dýri enda þarf að uppfylla ströng skilyrði til að geta orðið góður leitarhundur. Ríflega tuttugu hundar taka þátt í leitarstarfi björg- unarsveita og slysavarnadeilda landsins. Þórir Sig- urhansson, hundaþjálfari og meðlimur í hjálparsveit skáta í Garðabæ, segir margsannað að þátttaka fer- fætlingana skipti sköpum fyrir starfsemi björgun- arsveitanna. Í mörgum tilvikum hafi aðkoma hunda bjargað mannslífum. „Gott dæmi um það eru snjóflóðin í Súðavík. Þar kom sér mjög vel að hafa hundana,“ segir Þórir, sem hefur þjálfað leitarhunda síðastliðin átján ár og er í dag á leiðinni á æfingu björgunarsveitarmanna í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, þar sem nýir hundar verða prófaðir til að sjá hvort þeir standist tilskyld- ar kröfur. Gangi allt að óskum tekur þjálfun hund- anna að meðaltali þrjú ár en hún hefst af alvöru eftir fyrsta árið þar sem þeir eru þjálfaðir til snjóflóða-, víðavangs- og sporaleitar. Að sögn Þóris er betra að hefja þjálfunina snemma þegar hundarnir eru ungir, helst nokkra vikna gamlir og henta ákveðnar hundategundir betur en aðrar í starfið. „Við erum mest með þrjár tegundir, það er schäfer, border collie og labrador- inn. Við höfum líka verið með íslenska hunda á út- kallslista,“ segir hann og bætir við að litlir hund- ar séu síður fallnir til starfsins og þá helst vegna þess að þeir eigi erfitt yfirferðar á veturna. Svo séu sumar hundategundir hreinlega vinnusamari en aðrar þótt hægt sé að þjálfa þær velflestar upp í það að verða leitarhundar. Leitarhundar eru í öllum tilvikum í eigu björg- unarsveitamanna og verða tengslin á milli manns og skepnu því oft sterk að sögn Þóris sem hefur átt fjóra leitarhunda síðan hann gekk til liðs við sveit- irnar. „Þannig var það til dæmis með þann síðasta sem ég átti í tólf ár og var með á útkallslista til ell- efu ára aldurs. Þá er maður búinn að fara með hann í á annað hundrað útköll og eyða mikilli vinnu og tíma með honum,“ segir hann og bætir við að yfir- leitt endist hundarnir ekki mikið lengur í starfi en til tíu til tólf ára aldurs. Hundsævin sé ekki mikið lengri og því séu hundarnir nánast að allt til hinstu stundar. Þeir þekki hvort sem er ekki annað og líði því sjaldnar betur en uppi um fjöll og firnindi með eiganda sínum. - rve Fjölhæfir ferfætlingar Þórir ásamt hundi sínum Þrymi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenskt veðurfar er bæði heillandi og óútreiknanlegt. Náttúran býður upp á ótal ævintýri og þá borgar sig að klæða sig rétt. Góður útivistarfatnaður veitir góða ein- angrun gegn kulda. Hleypir raka í gegn og er hæfilega víður til að koma í veg fyrir of- hitnun og of mikla svitamyndun. Auk þess er mikilvægt að hefta ekki hreyfingu. Mörg lög af þunnum flíkum veita meiri einangr- un en fá þykk. Þetta er vegna hitamyndun- ar milli laga. Líkamshitanum má stjórna með því að bæta við eða fjarlægja lög, renna eða hneppa frá. Það fer eftir aðstæðum og árs- tíð hversu mörgum lögum er best að klæð- ast. INNSTA LAG EÐA GRUNNLAG Innsta lagið sem þú fer næst þér, grunnlag- ið, hefur þann tilgang að halda húðinni þurri. Rök húð kólnar hraðar en þurr. Nærbolurinn verður að vera úr efni sem drekkur í sig svita og veitir honum frá húðinni, þ.e. flytur hann að ytra lagi efnisins þar sem hann gufar upp. Best er að vera í þunnum síðerma toppi úr ull, ullarblöndu eða flís. Bolurinn verður að vera síður svo hann dragist ekki upp úr bux- unum. Gott er að velja grunnlag með flötum saumum til að koma í veg fyrir húðertingu. MIÐLAG EÐA VARMALAG Miðlag eða varmalag myndar loftmikið lag sem veitir góða einangrun. Miðlagið þarf einnig að taka við raka frá innsta laginu. Ann- aðhvort veita honum í burtu eða draga hann í sig án þess að missa einangrunargildi. Þetta lag ætti að vera hæfilega vítt en falla vel að hálsi og úlnliðum þar sem er blóðstreymi og hætta á hitatapi. Algengasta miðlagið er flíspeysa. Á göngu er hætta á ofhitnun jafn- vel þótt kalt sé í veðri. Þá er hægt að fjar- lægja þetta lag. Einnig er hægt að renna frá skjól flík. Við hvíldarstopp eða þegar komið er í náttstað borgar sig að fara í miðlag- ið aftur til að forðast að slái að. Í tempruðu veðri getur þetta lag þjónað sem ysta lag. Þó borgar sig að hafa regnfatnað með. Flísfatn- aður er misjafn eftir framleiðendum. Sumar flíkur eru vindþéttari en aðrar. Bæði peysur og buxur. Jafnvel smekkbuxur. HLÍFÐARFATNAÐUR OG SKEL Hlífðarfatnaður ver gegn rigningu, snjó og vindi. Ef hann er ekki góður skiptir annar fatnaður ekki máli. Blautur fatnaður ber- skjaldaður fyrir vindi heldur ekki hita sama úr hvaða efni hann er. Þess vegna þarf að vanda valið. Yst fata er gott að vera í stakki sem er annaðhvort vind- og vatnsþéttur eða hvort tveggja. Þetta fer eftir veðri. Á Ís- landi er rigning og snjór helsta vandamál- ið og góður regnstakkur úr öndunarefni er hentugasta skjólflíkin. Það verður að vera hægt að renna frá stakknum til að hleypa út hita. Gjarnan með saumlausar axlir til að koma í veg fyrir núning undan bakpoka og með skjólgóða hettu. Einnig hafa vinsældir miðlungsskeljar aukist. Það er flísefni sem sameinar kosti miðlags og hlífðarflíkur að ákveðnu leyti til dæmis í ferðum á sumrin. Síðan má ekki gleyma húfu og vettlingum. Fatnaður er frá 66 gráðum Norður og Cinta- mani. Heimildir eru frá Braga Björnssyni útivistarmanni. Réttar flíkur þegar allra veðra er von HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfærutrukkur Öflugasta útgáfan til þessa Innstalag úr ull er gott á veturna. Á sumrin þarf líka innstalag. Ýmist þunna ull eða flís. Miðlag má fjarlægja við ofhitnun. Í góðu veðri á sumrin getur það verið ystalag. Vatns- og vind- þétt ystalag með góðri hettu. Hlífðarfatnað- ur fyrir íslensk- ar aðstæður notður yst. Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.