Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 52

Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 52
10 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008 þú kemst ekki í gegnum vikuna ... Verslunin Boutigue Bella fékk flotta and- litslyfingu þegar hún flutti sig yfir göt- una og er nú komin á Skólavörðustíg 8. Við flutninginn var verslunin stækk- uð allverulega, eða úr 20 fermetrum í rúmlega 100 fermetra. Við stækk- unina tóku eigendur Boutigue Bellu inn fullt af nýjum merkjum. Eitt af því er Lavender-lína Veru Wang en hún er einn þekktasti fatahönn- uður í heimi og hafa stjörnurnar í Hollywood keppst við að klæð- ast kjólum frá henni þegar þær ganga í það heilaga. Hildur Aðal - steinsdóttir, ein af eigendum verslunarinnar, segir að þær hafi ekki staðist freistinguna þegar þær hnutu um Veru. „Okkur fannst vanta fína sparikjóla í verslanir í Reykja- vík og því ákváð- um við að leggja okkar af mörk- um. Konur eru sífellt að fara í fín boð, brúð- kaup og aðrar veislur og þær vilja vera fínar,“ segir Hild- ur en það er fátt sem slær kjóla Veru Wang út. Eins og gefur að skilja eru kjólar Veru Wang ekki gefins en Lavender-línan er þó mun ódýrari þótt ekki skorti gæðin. Íslensk- ar konur verða þó að bíða fram á haust til að næla sér í Veru á Skólavörðustígnum því línan kemur ekki í hús fyrr en þá. Vera Wang er þó ekki eina merk- ið því þær selja fatnað frá Poul et Joe sister, Eva & Blaudi, Style Butler, Uli Schneider og Marccain svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að vor- og sumartísk- an muni einkennast af kór- albleikum, bláum og gulum litum og að hver kona verði að eignast ballerínuskó og svolítið af perlufestum. Hildur rekur verslunina ásamt móður sinni, Stein- unni Margréti Tómas- dóttur, og móðursyst- ur sinni, Þórunni Elínu Tómasdóttur. Þegar hún er spurð að því hvort þær hafi sama smekkinn segir hún svo ekki vera. „Við höfum mjög ólíkan smekk, ég er miklu lita- glaðari en mamma og Þórunn en þær koma með þetta klassíska element inn í búðina.“ Hildur segir að mamma hennar sé mikil pjatt- rófa og hafi í gegnum tíðina fylgst vel með tískunni og því hafi hún þetta eiginlega í blóðinu, elski föt og finnist gaman að versla. „Það má eiginlega segja að við séum allar fata- óðar,“ segir Hildur og hlær. martamaria@365.is t íska ferskleiki dagsins í dag VeraWang á leið til Íslands Í vorlínunni frá GUCCI eru stórar og veg- legar leðurtöskur með lakkáferð áber- andi. Sænska móðurskipið H&M var ekki lengi að tileinka sér GUCCI-taktana og selja sams konar töskur, bara 200% ódýrari. Gettu hvor er hvað … GUCCI EÐA H&M? ...nema skella þér á skíði. Snjórinn æpir á þig að fara upp í fjöll. ...nema byrja að skipuleggja pásk- ana. Hvernig skreytingarnar eigi að vera, hvernig páskaegg þú ætlar að búa til handa fjölskyldunni og hvern- ig þú ætlar að marinera páska- lambið. ...nema átta þig á því að það er alger tímasóun að umgangast leiðinlegt fólk. ...nema gera vorhrein- gerningu. Þegar sólin skín inn um rúðurnar er ekki lengur hægt að dempa ljósin, kveikja á kertum og lifa í afneitun. ...nema setja kanil út í morgunsjeik- inn, það eykur brennsluna og gefur gott bragð. Nammi namm ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.