Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 72

Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 72
36 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR Á morgun og sunnudag er efnt til Þórbergssmiðju í Háskóla Íslands þar sem margt er í boði aðdáendum og áhugamönnum um ritævi þessa sérstaka íslenska ritsnillings en skammt er í að 120 ár – stórt hundrað ára – verði liðin frá fæðingu hans á Hala í Suðursveit þar sem Þórbergur Þórðar- son fæddist 12. mars árið 1888. Bókmenntafræðistofnun og Hugvísindastofnun standa að hátíðinni í samvinnu við Mími, félag stúdenta í íslenskum fræð- um, Forlagið, sem gefur út verk Þórbergs, og hóp stofnana og fyrirtækja. Þórbergur Þórðarson er ótvírætt meðal merkustu rithöfunda 20. aldar. Hann var þó ekki aðeins rit- höfundur heldur sannkallaður fjölfræðingur. Hann fékkst við skrímslafræði, esperantó, orða- söfnun, örnefnasöfnun og þjóð- sagnasöfnun, stundaði líkamsrækt af austrænum og vestrænum upp- runa undir berum himni og sjó- böð, ýmiss konar mælingar á ver- öldinni, svo ekki sé minnst á að hann samdi lög við ljóð sín. Þór- bergur var líka afar pólitískur, var til dæmis fyrstur Íslendinga til að skrifa gegn fasismanum í Evrópu og var dæmdur fyrir ummæli sín um Adolf Hitler. Á síðustu árum hefur áhugi á ævi og verkum Þórbergs farið vaxandi. Má þar nefna að Þórbergssetur var opnað í Suðursveit árið 2006 og tvær bækur sem fjalla um skáldið komu út 2006 og 2007, eftir Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnars- son og vöktu báðar athygli á ferli hans og verkum. Forlagið gefur út þrjár bækur eftir Þórberg á árinu og þess er ekki langt að bíða að útgáfa á verkum hans í Þýskalandi verði að veruleika en greint hefur verið frá samningum þar að lút- andi. Þá mun Bókmenntafræði- stofnun gefa út greinasafn um Þór- berg í kjölfar Þórbergssmiðju. Árið 2005 var fjölmenn málstofa um Þórberg haldin í íslenskuskor Háskólans. Fyrirlesarar voru ríf- lega þrjátíu – m.a. leikarar, tón- skáld, myndlistarmenn, rithöfund- ar og fræðimenn – og fjölluðu frá ólíkum sjónarhornum um ævi skáldsins og samtíð, áhugamál þess og ritverk, svo og gildi verka þess fyrr og nú. Fyrirhuguð hátíð er byggð á þessum grunni, jafnt til að mæta áhuga fólks á Þórbergi og efla hann. Þórbergssmiðju er ætlað að vera fræðimönnum, skólafólki, börnum og öllum almenningi til upplýsingar jafnt sem ánægju. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að gera hana að veruleika: Ágúst Einarsson, Ásbjörn Ólafsson, Forsætisráðu- neyti, Háskólasjóður, Landsvirkj- un, Menntamálaráðuneyti, Mjólk- ursamsalan, Morgunblaðið, Orkuveitan og Reykjavíkurborg. Dagskráin hefst á morgun kl. 10 með Müllers-æfingum og setn- ingu, en sérstaklega er séð fyrir dagskrá og umönnun fyrir börn á hátíðinni. Starfað er í tveimur málstofum fyrir hádegi á morgun þar sem Fjölnir Torfason, Helgi Máni Sigurðsson, brautryðjandi í rannsóknum á verkum Þorbergs, og Helga Jóna Ásbjarnardóttir halda erindi í einum sal frá kl. 10.30, en klukkustund síðar verð- ur seinni málstofan þar sem Pétur Gunnarsson, Soffía Auður Birgis- dóttir og Halldór Guðmundsson halda erindi en öll hafa þau fylgt í fótspor Helga Mána. Eftir hádeg- ishlé er boðið upp á söng og göng- ur, leikþáttur er fluttur og ung skáld lesa úr verkum sínum. Nýjar málstofur verða í eftirmið- dag frá 15.10. Þá tala Ástráður Eysteinsson, Stefán Máni og Viðar Þorsteinsson, og kl. 15.10 tala Benedikt Hjartarson og Kristján Eiríksson. Á sunnudag hefjast erindi í mál- stofum kl. 11.30: Þorbjörg Arnórs- dóttir, Guðmundur Andri Thors- son og Dagný Kristjánsdóttir halda þá sín erindi. Á sama tíma er önnur málstofa opin þar sem Bragi Ólafsson, Alfdís Þorleifsdóttir, Auður og Sólveig Einarsdætur flytja sín erindi. 13.25 spilar Baggalútur og í kjölfar þess ræða Matthías Johannessen og Vilborg Dagbjartsdóttir um Þórberg. Í eft- irmiðdag kl. 15.30 verða tvær mál- stofur: Þórunn Hrefna Sigurjóns- dóttir og Pétur Pétursson fara með tölur í annrri en í hinni er rætt um orðasöfnun, hrollvekju- smíðar og skrímslarannsóknir: Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ing- ólfsson, Sigrún Margret Guð- mundsdóttir og Þorvaldur Frið- riksson tala þar. pbb@frettabladid.is Þingað um Þórberg BÓKMENNTIR Þórbergur Þórðarson á þeim árum þegar ungu skáldin stillltu sér upp í þungum þönkum. MYND/LJÓSMYNDARI ÓKUNNUR/FORLAGIÐ Sjöttu og síðustu tónleikarnir í hádegistónleikaröðinni Von103 fara fram í dag. Á þeim munu þær Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari og Nína Mar- grét Grímsdóttir, píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikarað- arinnar, flytja tónlist eftir Maur- ice Ravel. Á efnisskránni er sönglaga- flokkurinn Chants populaires frá árinu 1910 og Sónata fyrir fiðlu og píanó samin á árunum 1923- 1927. Ravel lagði með nýstárlegri tónsmíðatækni sinni grunn að fráhvarfi tónskálda frá rómant- ísku stefnunni, tónsmíðar hans eru byggðar úr sjálfstæðum ein- ingum sem strengdar eru saman óháð hlutverki þeirra í hefð- bundnu samhengi dúr- og moll- kerfisins. Þessi nálgun Ravel hafði víðtæk áhrif á tónsmiði 20. aldarinnar allt frá Stravinsky til Ligeti og Riley. Í sönglagaflokkn- um Chants populaires sameinast þjóðlagahefð Ítalíu, Frakklands, Spánar og Ísrael einstæðum stíl Ravel á meðan Sónatan fyrir fiðlu og píanó, hin þekktari af tveimur slíkum sem hann samdi, leitar fanga í djass- og blús-tónlist. Þeir sem ekki þekkja tónlist þessa merka tónskálds fá því hér tilval- ið tækifæri til þess að kynnast henni og lyfta sér upp í hádeginu í leiðinni. Tónleikagestir þurfa ekki að verða af hádegisverði þar sem að Te & kaffi stendur fyrir veitinga- sölu í tengslum við tónleikana. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og fara fram í salnum Von, Efstaleiti 7. Miða- verð er 2.000 kr., en 1.000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara. - vþ Þrjár konur leika tónlist Ravels TÓNLIST UM MIÐJAN DAG Þær Sesselja, Auður og Nína Margrét leika tónlist eftir Ravel í hádeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Danshöfundurinn Yuri Burlaka, sem einkum er þekktur í dansheim- inum fyrir endurgerðir á klassísk- um ballettsýningum frá 19. öld, hefur verið útnefndur -nýr list- rænn stjórnandi Bolshoi-ballettsins í Moskvu. Burlaka tekur við starfinu 1. jan- úar næstkomandi af Alexei Rat- mansky sem hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn Bolshoi-leik- hússins þótti sýna nokkra dirfsku á sínum tíma við ráðningu hins unga og framsækna Ratmanskys, en það kom fljótlega í ljós að ráðningin var mikið heillaspor þar sem nálg- un hans þótti blása nýju lífi í starf- semina. Ratmansky tilkynnti formlega í febrúar síðastliðnum að hann hefði ekki í hyggju að framlengja samn- ing sinn við danshópinn. Nokkuð kom á óvart að Burlaka yrði fyrir valinu sem arftaki hans þar sem áherslur hans í starfi hafa alla jafna verið nokkuð hefðbundnar. Anatoly Iksanov, stjórnandi Bols- hoi-leikhússins sem hýsir danshóp- inn, sagðist þó gera ráð fyrir að Burlaka myndi halda áfram því starfi sem Ratmansky hefur lagt grunninn að. - vþ Burlaka tekur við Bolshoi BOLSHOI-LEIKHÚSIÐ Í MOSKVU Hýsir einn þekktasta ballett-hóp í heimi. www.forlagid.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Stefnumót við safnara III Sýnendur: Eymundur Matthíasson • Gunnar Örn Tynes • Joel Thurman • Magnús Birkir Skarphéðinsson • Pétur H. Jónsson • Sighvatur Ómar Kristinsson • Sigurlaug Gísladóttir • Sönke Holtz og hljómsveitin Hey Calypsó! • Viðar H. Gíslason • Úlfur Eldjárn Kvæðamannafélagið Iðunn Verið velkomin á aðalfund félagsins í kvöld kl. 20 Kynnið ykkur starfsemi félagsins á www.rimur.is Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslitas- temmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. Listakonan tekur á móti gestum um helgina! Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.