Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 72
36 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR Á morgun og sunnudag er efnt til Þórbergssmiðju í Háskóla Íslands þar sem margt er í boði aðdáendum og áhugamönnum um ritævi þessa sérstaka íslenska ritsnillings en skammt er í að 120 ár – stórt hundrað ára – verði liðin frá fæðingu hans á Hala í Suðursveit þar sem Þórbergur Þórðar- son fæddist 12. mars árið 1888. Bókmenntafræðistofnun og Hugvísindastofnun standa að hátíðinni í samvinnu við Mími, félag stúdenta í íslenskum fræð- um, Forlagið, sem gefur út verk Þórbergs, og hóp stofnana og fyrirtækja. Þórbergur Þórðarson er ótvírætt meðal merkustu rithöfunda 20. aldar. Hann var þó ekki aðeins rit- höfundur heldur sannkallaður fjölfræðingur. Hann fékkst við skrímslafræði, esperantó, orða- söfnun, örnefnasöfnun og þjóð- sagnasöfnun, stundaði líkamsrækt af austrænum og vestrænum upp- runa undir berum himni og sjó- böð, ýmiss konar mælingar á ver- öldinni, svo ekki sé minnst á að hann samdi lög við ljóð sín. Þór- bergur var líka afar pólitískur, var til dæmis fyrstur Íslendinga til að skrifa gegn fasismanum í Evrópu og var dæmdur fyrir ummæli sín um Adolf Hitler. Á síðustu árum hefur áhugi á ævi og verkum Þórbergs farið vaxandi. Má þar nefna að Þórbergssetur var opnað í Suðursveit árið 2006 og tvær bækur sem fjalla um skáldið komu út 2006 og 2007, eftir Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnars- son og vöktu báðar athygli á ferli hans og verkum. Forlagið gefur út þrjár bækur eftir Þórberg á árinu og þess er ekki langt að bíða að útgáfa á verkum hans í Þýskalandi verði að veruleika en greint hefur verið frá samningum þar að lút- andi. Þá mun Bókmenntafræði- stofnun gefa út greinasafn um Þór- berg í kjölfar Þórbergssmiðju. Árið 2005 var fjölmenn málstofa um Þórberg haldin í íslenskuskor Háskólans. Fyrirlesarar voru ríf- lega þrjátíu – m.a. leikarar, tón- skáld, myndlistarmenn, rithöfund- ar og fræðimenn – og fjölluðu frá ólíkum sjónarhornum um ævi skáldsins og samtíð, áhugamál þess og ritverk, svo og gildi verka þess fyrr og nú. Fyrirhuguð hátíð er byggð á þessum grunni, jafnt til að mæta áhuga fólks á Þórbergi og efla hann. Þórbergssmiðju er ætlað að vera fræðimönnum, skólafólki, börnum og öllum almenningi til upplýsingar jafnt sem ánægju. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að gera hana að veruleika: Ágúst Einarsson, Ásbjörn Ólafsson, Forsætisráðu- neyti, Háskólasjóður, Landsvirkj- un, Menntamálaráðuneyti, Mjólk- ursamsalan, Morgunblaðið, Orkuveitan og Reykjavíkurborg. Dagskráin hefst á morgun kl. 10 með Müllers-æfingum og setn- ingu, en sérstaklega er séð fyrir dagskrá og umönnun fyrir börn á hátíðinni. Starfað er í tveimur málstofum fyrir hádegi á morgun þar sem Fjölnir Torfason, Helgi Máni Sigurðsson, brautryðjandi í rannsóknum á verkum Þorbergs, og Helga Jóna Ásbjarnardóttir halda erindi í einum sal frá kl. 10.30, en klukkustund síðar verð- ur seinni málstofan þar sem Pétur Gunnarsson, Soffía Auður Birgis- dóttir og Halldór Guðmundsson halda erindi en öll hafa þau fylgt í fótspor Helga Mána. Eftir hádeg- ishlé er boðið upp á söng og göng- ur, leikþáttur er fluttur og ung skáld lesa úr verkum sínum. Nýjar málstofur verða í eftirmið- dag frá 15.10. Þá tala Ástráður Eysteinsson, Stefán Máni og Viðar Þorsteinsson, og kl. 15.10 tala Benedikt Hjartarson og Kristján Eiríksson. Á sunnudag hefjast erindi í mál- stofum kl. 11.30: Þorbjörg Arnórs- dóttir, Guðmundur Andri Thors- son og Dagný Kristjánsdóttir halda þá sín erindi. Á sama tíma er önnur málstofa opin þar sem Bragi Ólafsson, Alfdís Þorleifsdóttir, Auður og Sólveig Einarsdætur flytja sín erindi. 13.25 spilar Baggalútur og í kjölfar þess ræða Matthías Johannessen og Vilborg Dagbjartsdóttir um Þórberg. Í eft- irmiðdag kl. 15.30 verða tvær mál- stofur: Þórunn Hrefna Sigurjóns- dóttir og Pétur Pétursson fara með tölur í annrri en í hinni er rætt um orðasöfnun, hrollvekju- smíðar og skrímslarannsóknir: Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ing- ólfsson, Sigrún Margret Guð- mundsdóttir og Þorvaldur Frið- riksson tala þar. pbb@frettabladid.is Þingað um Þórberg BÓKMENNTIR Þórbergur Þórðarson á þeim árum þegar ungu skáldin stillltu sér upp í þungum þönkum. MYND/LJÓSMYNDARI ÓKUNNUR/FORLAGIÐ Sjöttu og síðustu tónleikarnir í hádegistónleikaröðinni Von103 fara fram í dag. Á þeim munu þær Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari og Nína Mar- grét Grímsdóttir, píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikarað- arinnar, flytja tónlist eftir Maur- ice Ravel. Á efnisskránni er sönglaga- flokkurinn Chants populaires frá árinu 1910 og Sónata fyrir fiðlu og píanó samin á árunum 1923- 1927. Ravel lagði með nýstárlegri tónsmíðatækni sinni grunn að fráhvarfi tónskálda frá rómant- ísku stefnunni, tónsmíðar hans eru byggðar úr sjálfstæðum ein- ingum sem strengdar eru saman óháð hlutverki þeirra í hefð- bundnu samhengi dúr- og moll- kerfisins. Þessi nálgun Ravel hafði víðtæk áhrif á tónsmiði 20. aldarinnar allt frá Stravinsky til Ligeti og Riley. Í sönglagaflokkn- um Chants populaires sameinast þjóðlagahefð Ítalíu, Frakklands, Spánar og Ísrael einstæðum stíl Ravel á meðan Sónatan fyrir fiðlu og píanó, hin þekktari af tveimur slíkum sem hann samdi, leitar fanga í djass- og blús-tónlist. Þeir sem ekki þekkja tónlist þessa merka tónskálds fá því hér tilval- ið tækifæri til þess að kynnast henni og lyfta sér upp í hádeginu í leiðinni. Tónleikagestir þurfa ekki að verða af hádegisverði þar sem að Te & kaffi stendur fyrir veitinga- sölu í tengslum við tónleikana. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og fara fram í salnum Von, Efstaleiti 7. Miða- verð er 2.000 kr., en 1.000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara. - vþ Þrjár konur leika tónlist Ravels TÓNLIST UM MIÐJAN DAG Þær Sesselja, Auður og Nína Margrét leika tónlist eftir Ravel í hádeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Danshöfundurinn Yuri Burlaka, sem einkum er þekktur í dansheim- inum fyrir endurgerðir á klassísk- um ballettsýningum frá 19. öld, hefur verið útnefndur -nýr list- rænn stjórnandi Bolshoi-ballettsins í Moskvu. Burlaka tekur við starfinu 1. jan- úar næstkomandi af Alexei Rat- mansky sem hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn Bolshoi-leik- hússins þótti sýna nokkra dirfsku á sínum tíma við ráðningu hins unga og framsækna Ratmanskys, en það kom fljótlega í ljós að ráðningin var mikið heillaspor þar sem nálg- un hans þótti blása nýju lífi í starf- semina. Ratmansky tilkynnti formlega í febrúar síðastliðnum að hann hefði ekki í hyggju að framlengja samn- ing sinn við danshópinn. Nokkuð kom á óvart að Burlaka yrði fyrir valinu sem arftaki hans þar sem áherslur hans í starfi hafa alla jafna verið nokkuð hefðbundnar. Anatoly Iksanov, stjórnandi Bols- hoi-leikhússins sem hýsir danshóp- inn, sagðist þó gera ráð fyrir að Burlaka myndi halda áfram því starfi sem Ratmansky hefur lagt grunninn að. - vþ Burlaka tekur við Bolshoi BOLSHOI-LEIKHÚSIÐ Í MOSKVU Hýsir einn þekktasta ballett-hóp í heimi. www.forlagid.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Stefnumót við safnara III Sýnendur: Eymundur Matthíasson • Gunnar Örn Tynes • Joel Thurman • Magnús Birkir Skarphéðinsson • Pétur H. Jónsson • Sighvatur Ómar Kristinsson • Sigurlaug Gísladóttir • Sönke Holtz og hljómsveitin Hey Calypsó! • Viðar H. Gíslason • Úlfur Eldjárn Kvæðamannafélagið Iðunn Verið velkomin á aðalfund félagsins í kvöld kl. 20 Kynnið ykkur starfsemi félagsins á www.rimur.is Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslitas- temmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. Listakonan tekur á móti gestum um helgina! Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.