Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008 13 ÍSRAEL, AP Leiðtogar Ísraels og Þýskalands undirrituðu í Jerúsalem í gær samkomulag um mun nánara samstarf en ríkin tvö hafa haft með sér til þessa. Samkomulagið markar einn af hápunktum þriggja daga opinberrar heimsóknar Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, til Ísraels í tilefni af sextíu ára afmæli gyðingaríkisins. Merkel og ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert stýrðu sameiginlegum fundi sem ráðherrar úr ríkisstjórnum beggja landa sátu. Á fundinum var gengið frá samningum um eflt samstarf landanna á fjölmörgum sviðum, svo sem í menntunar-, umhverfis- og varnar- málum. Samið var um að halda slíka ráðherra- samráðsfundi einu sinni á ári framvegis. Á sameiginlegum blaðamannafundi bar Olmert lof á vináttu Ísraels og Þýskalands, en tók fram með vísun til helfarar þýskra nasista gegn gyðingum á sínum tíma: „Mikilvægt er að við gleymum engu, en við ætlum okkur heldur ekki að hundsa þau tækifæri og þá skyldu sem við höfum til að vinna saman í því skyni að tryggja þjóðum vorum, heimshlutan- um og heiminum öllum betri framtíð.“ Í dag stendur til að Merkel ávarpi Ísraels- þing, Knesset, en með því verður hún fyrsti erlendi ríkisstjórnarleiðtoginn sem það gerir. Einungis þjóðhöfðingjum hefur verið boðið það til þessa. - aa MERKEL OG OLMERT Ríkisstjórnarleiðtogarnir tveir mæta á sameiginlega ráðherrafundinn í Jerúsalem í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Angela Merkel kanslari Þýskalands er í þriggja daga opinberri heimsókn í Ísrael: Ísraelar og Þjóðverjar efla samstarf LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvolsvelli hefur undanfarna daga haft afskipti af óvenju mörgum ökumönnum vegna hraðaksturs- brota á Suðurlandsvegi. Sá sem hraðast ók var á hátt í 150 kílómetra hraða á klukku- stund þar sem hámarkshraði er 90. Nokkrir ökumenn voru á um og yfir 130 kílómetra hraða á klukkustund. Góðar aðstæður og auðir vegir eru taldar ástæður þess að ökumenn virða ekki hámarkshraða. - ovd Hraðakstur á Suðurlandsvegi: Á um 150 kíló- metra hraða SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa fjóra milljarða frá árinu 2006 til 2007. Heildaraflaverðmætið nam 80 milljörðum í fyrra samanborið við 76,2 milljarða árið þar á undan og jókst því um rúm fimm prósent. Verðmæti botnfisks vegur þar langþyngst en í fyrra nam það rúmum 60 milljörðum en 57,5 milljörðum árið þar á undan. Verðmæti ýsu jókst mest milli áranna, eða um 27 prósent, en einnig jókst verðmæti þorsksafla um tæp sjö prósent. Aflaverð- mæti karfa dróst hins vegar saman um 9,5 prósent. - jse Hagstofa Íslands: Aflaverðmæti jókst í fyrra Á VEIÐUM Heildaraflaverðmæti nam 80 milljörðum króna í fyrra samanborið við 76,2 milljarða árið 2006. VIÐSKIPTI Enn verður dráttur á því að aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf. geti farið fram. Samkvæmt samþykktum á að halda aðalfund í lok janúar en fyrr í þessum mánuði hafði Páll Magnússon sagt í fjölmiðlum að fundurinn yrði líklegast haldinn í lok þessa mánaðar. Í samtali við Frétta- blaðið segir Ómar Benediktsson stjórnarformaður að líklegast verði hann ekki fyrr en í apríl. „Við getum ekki gert okkar uppgjör fyrr en við höfum stofnefnahagsreikning,“ segir Ómar. „Eftir því sem ég hef heyrt verður hann tilbúinn frá Ríkis- endurskoðanda í þessari viku. Þá getum við farið í að gera okkar uppgjör og strax að því loknu verður boðað til aðalfundar og mér þykir líklegt að hann verði í apríl.“ - jse Ríkisútvarpið: Aðalfundur dregst enn Vitur er sá sem vaknar fyrr. Úrval verslana og þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aldrei verið glæsilegra. Þess vegna skaltu gefa þér góðan tíma í Flugstöðinni og njóta þess að gera bestu kaupin í upphafi ferðarinnar. Mættu fyrr og fáðu meira. ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 09 15 0 2/ 08 MENNTUN Mikill vilji er innan Háskóla Íslands til að efla fjarkennslu, að sögn rektors, þrátt fyrir að heyrst hafi að leggja eigi fjarnám í íslensku niður. „Það er mál sem er í endur- skoðun. Við erum að skoða fjármögnun fjarkennslunámsins og í sambandi við sameininguna við Kennaraháskólann,“ segir Kristín Ingólfsdóttir rektor. „Við viljum efla fjarkennsluna við skólann og viljum sjá með hvaða hætti við getum gert þetta sem best,“ segir hún en kveður ekki fastar að orði. Málið sé í endurskoðun, sem fyrr segir. - kóþ Fjarnámi hætt í íslensku: Vilji er til að efla fjarnámið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.