Fréttablaðið - 18.03.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 18.03.2008, Síða 26
● fréttablaðið ● íslensku tónlistarverðlaunin 18. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Það má marka af tilnefningum til ís-lensku tónlistarverðlaunanna í djass-flokki að djassflóran er afar blóm- leg á Íslandi um þessar mundir og þó er þar aðeins að finna brotabrot af því sem blómgast í djassjurtagarðinum íslenska. Nokkrar af djassskífum þeim er út komu í fyrra gnæfa yfir tískustrauma og gætu því orðið jafn ferskar eftir nokkra áratugi og nú; svona eins og bestu hljóðritanir Gunn- ars Ormslevs eru, en hann hefði orðið átt- ræður í ár hefði dauðinn ekki skorið á líf- taug hans árið 1981. Á síðasta ári féllu tveir af félögum Gunnars í valinn: Jón Sigurðsson, fyrsti alvörudjassbassaleik- ari Íslendinga, og Árni Scheving, helsti ví- brafónleikari Íslandsdjassins, og Gunn- ar Reynir Sveinsson, konungur þriðja straumsins, lést nú í janúarlok. Árni var í fararbroddi Útlendingaher- sveitarinnar allt til ársloka 2006, en þá má segja að Sigurður Flosason hafi tekið upp merki hins klassíska djass með sveit sinni Bláum skuggum, sem gaf út sam- nefnda skífu í fyrra og hyggur á nýja land- vinninga í ár. Einar Scheving sendi frá sér fyrstu skífu sína, Cycles, og Agnar Már Magnússon sína aðra, Láð. Báðir slá þeir íslenskan tón í djasssköpun sinni þótt á ólíkan hátt sé. Djasspönksveitin Bonsom sendi frá sér samnefnda skífu og nýstofn- uð stórsveit básúnuleikarans og tónskálds- ins Samúels Jóns Samúelssonar skífuna Fnyk. Hinn lágstemmdi hljómur Einars og Agnars, sem höfðar jafnvel til krútt- kynslóðarinnar, hefur ekki síður notið vin- sælda en hinn fönkrokkaði stíll Samma og Bonsoms. Aftur á móti hafa skífur sem vísa meira til framúrstefnudjassins, eins og Herbert með Rodent Hauks Gröndals, átt erfiðara uppdráttar. Annað er upp á teningnum er Haukur fer í svingskóna og töfrar fram lög í anda Billie og Lesters ásamt Ragnheiði systur sinni. Þau héldu fína tónleika á Múlanum í DOMO þar sem harða boppið hefur verið nokkuð ríkjandi, en það er engin frágangs- sök meðan meistarar á heimsmælikvarða, eins og Jón Páll Bjarnason gítarleikari, sitja á sviðinu. Jón Páll er lítið að spá í heimsfrægðina þó að mestallan feril sinn hafi hann leikið erlendis, bæði í Evrópu og Ameríku, en það gera Björn Thoroddsen, Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson og fjölmargir aðrir íslenskir djassleikar- ar einnig. En nú eru samgöngur með þeim hætti að það er engin frágangssök að búa hérlendis þótt mikið sé spilað erlendis. Björn hefur gert það gott í Ameríku með kanadísku hljómsveitina sína Cold Front, sem gaf út kliðmjúka en skemmtilega skífu, Full House, í fyrra. Sigurður leik- ur víða, var að hljóðrita skífu með verkum sínum ásamt Norbotten Stórsveitinni í Sví- þjóð og hélt tónleika í Lincoln-djassmið- stöðinni í New York (eins og Full Circle Bjössa Thor) með kvartetti sínum og Jóels Pálssonar; þeim sama og lék á djasshátíð í Kína í fyrra og hljóð- ritaði þar skífu. Tómas hefur farið Havana-Moskvu hringinn og er ekk- ert lát á fagnandi móttökum í hinni latnesku Amer- íku við Karíba- djassi hans, sem var tæknivæddur á skífunni Tekno Rom Tom í fyrra. Stórsveit Reykja- víkur hélt tónleika jafnt með erlend- um sem innlendum stjórnendum og á liðnu ári bar einna hæst er Kjartan Valdemarsson píanisti stjórn- aði eigin tónverk- um. Sveitin hefur hljóðritað Íslands- svítu Bob Mintzer undir stjórn höf- undar og nú er von á tónleikum með verkum Hilmars Jenssonar, en hann starfaði meira er- lendis en heima á síðasta ári enda í slagtogi með mörg- um helstu meisturum á hvítu framúrdjass- senunni í New York þar sem Skúli Sverris- son starfar. Mezzoforte, ein fremsta fönkdjass- sveit veraldar, átti þrítugsafmæli í fyrra. Var þess minnst með þrennum tónleikum. Eyþór Gunnarsson, píanisti Mezzo, kom víðar við á djasssviðinu og stóð m.a. fyrir fínum tónleikum, sem helgaðir voru lögum Jóns Múla á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Á vegum Múlans voru margir frábærir tónleikar í fyrra. Af frumsaminni tón- list vil ég sérstaklega nefna tónleika Sig- urðar Flosasonar, þar sem Egill Ólafs- son og Ragnheiður Gröndal sungu sönglög hans og svo má ekki gleyma túlkun tríós trompet leikarans Snorra Sigurðarsonar á tónlist af efnisskrá Chet Bakers tríósins með Doug Raney og Niels-Henning. Jóel Pálsson vakti mikla athygli erlendra gagn- rýnenda og Boris Rabinowitsch, sem ekki kallar allt ömmu sína, sagði hann saxófón- snilling á heimsmælikvarða. Fjöldi ungra hljóðfæraleikara lét ljós sitt skína og einna eftirminnilegastur er trompetleikarinn kornungi Ari Bragi Kárason. Guðjónsbræður, Óskar og Ómar, fóru stórum og hafa skapað sér sérdeilis persónulegan stíl. Árni Ísleifs varð áttræð- ur en hefur nú eftirlátið yngri mönnum Jazzhátíð Egilsstaða. Sem fyrr voru djass- hátíðir haldnar þar, í Vestmanna eyjum, Garðabæ og Skógum undir Eyjafjöllum að ógleymdri Jazzhátíð Reykjavíkur, en langt er síðan hún hefur heppnast jafnvel; jafnan troðfullt á öllum tónleikum. Hér hefur verið stiklað á stóru og mörgu sleppt, en íslenskur djass er ekki á flæði- skeri staddur haldi þessi þróun áfram. Vernharður Linnet Vernharður Linnet Bonsom Djassrokkuð hljómsveit ungra manna, sem búa yfir mikilli reynslu, og tekst að varpa pönkuðum frjálsdjassblæ á tónlist sína. Sigurður Flosason Afkastamesti djasslistamaður þjóðarinnar sem aldrei kastar höndum til nokkurs verks. Hefur gefið út enn eina snilldardjassskífu á árinu og kynnt aðra sem er á leiðinni. Stórsveit Samúels J. Samúelssonar Ótrúlegt afrek hjá básúnuleikaranum unga að stofna fönkaða djassstórsveit með korn- ungum mönnum, gefa út athyglisverða skífu með sveitinni og halda tónleika um land allt. Agnar Már Magnússon - Láð Önnur tríóskífa Agnars Más, sem að þessu sinni kveðst á við þjóðararfinn á innhverfum djassnótum. Lögin eru ýmist frumsamin eða unnin uppúr gömlum stemmum og sálmum. Einar Scheving - Cycle Fyrsta skífa trommarans unga. Lögin tíu mynda sterka heild og mætti kalla svítu; eru alþjóðleg í eðli sínu en bera þó sterkt norrænt yfirbragð og ríma vel við hljóð- færaleikarana sem flytja. Sigurður Flosason - Bláir skuggar Saxófónleikarinn þrautreyndi glímir hér við blúsinn í ólíkum myndum, bæði innan og utan hefðbundins blúsramma. Með honum leika nokkrir af reyndustu djassleikurum Íslands. Agnar Már Magnússon - Daboli Seiðandi impressjónísk tónsmíð með alþjóð- legu sem íslensku ívafi. Björn Thoroddsen - Ice West Einföld en grípandi laglína sem vísar til marvíslegra hrynrænna áhrifa. Eyjólfur Þor- leifsson - Bonsom Kraftmikið lag með klassísku sem latnesku ívafi og rokk- aðri undiröldu. DJASSFLYTJANDI ÁRSINS DJASSHLJÓMPLATA ÁRSINS DJASSTÓNVERK ÁRSINS Blómleg djassflóra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.