Fréttablaðið - 18.03.2008, Page 33

Fréttablaðið - 18.03.2008, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 11íslensku tónlistarverðlaunin ● fréttablaðið ● Mér var falið 15. febrúar sl. að stýra upp- setningu á Útflutningsskrifstofu íslenskr- ar tónlistar og vinna að markmiðum henn- ar undir styrkri stjórn sem skipuð er fimm aðilum völdum af þeim sem standa að skrif- stofunni. Þeir eru Gunnar Guðmundsson lögfræðingur sem er stjórnarformaður, Sig- tryggur Baldursson sem situr fyrir STEF, Gunnar Hrafnsson sem situr fyrir FÍH, Björgólfur Guðmundsson sem er fulltrúi Landsbankans og Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs. Verkefnið er nýtt í íslensku tónlistar- lífi og við höfum því verið að feta okkur áfram bæði með því að byggja á reynslu og árangri sem Íslendingar hafa náð í útflutn- ingi til þessa og með því að líta til nágranna- þjóða okkar þar sem útflutningsskrif stofur tónlistar hafa verið starfræktar um nokkurt skeið. Starfið hefur verið einstaklega ánægjulegt, bæði vegna þess krafts sem býr í þeim sem vinna að því að koma sér á framfæri í útlöndum, bæði lista mönnum og fyrirtækjum, og eins vegna jákvæðs stuðn- ings þeirra sem standa að skrifstofunni. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var sett á laggirnar árið 2006 að frumkvæði Samtóns. Að stofnun og fjármögnun henn- ar koma utanríkis-, iðnaðar- og mennta- málaráðuneyti ásamt Landsbanka Íslands. Útflutningsráð Íslands skaffar skrifstofu- aðstöðu og alla þjónustu við rekstur ásamt því að vera samstarfsaðili um verkefni á sviði kaupstefna og ráðstefnuhalds. Á þessu fyrsta starfsári hefur enska heiti skrifstofunnar, Iceland Music Export, sem er skammstafað IMX, verið að festast í sessi. IMX er viðskipta- og markaðsskrif- stofa sem sinnir því hlutverki að kynna ís- lenska tónlist erlendis og stuðlar að því að koma á tengslum við þá sem hafa áhuga á að fjárfesta eða starfa að framgangi íslenskrar tónlistar um heim allan. Við vinnum með tónlistarmönnum, plötuútgáfum og hátíðum og leitum eftir náinni samvinnu við aðila úr öllum geirum íslensks tónlistarlífs. IMX stuðlar einnig að kynningu á lista- mönnum og verkefnum í gegnum vefsíðu sína, www.imx.is. Þar eru kynningar á tón- listarmönnum, hljómsveitum, plötufyrir- tækjum og tónlistarhátíðum jafnframt því sem sagt er frá því helsta sem er á döfinni hverju sinni. Við erum alltaf opin fyrir uppástungum og ábendingum og tökum fagnandi á móti þeim sem eru að vinna að útflutningi á ís- lenskri tónlist og tónlistarframleiðslu. Ég vona að íslensku tónlistarverðlaunin reyn- ist íslensku tónlistarfólki hvati til að vinna fleiri lönd og hlakka til að eiga samstarf. Verum í sambandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir Netfang: anna@icelandmusic.is Farsími: 824-4371 Aðsetur: Borgartún 35 Útrás íslenskrar tónlistar Anna Hildur Hildibrandsdóttir starfar hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.