Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI byggingariðnaðurMIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 Ísmót Landssambands hestamannafélaga, ÞEIR ALLRA STERKUSTU, verður haldið í Skautahöll- inni í Reykjavík 29. mars. Úrtaka fyrir mótið verður í Skautahöllinni á skír- dag, fimmtudaginn 20. mars. Tíu bestu í henni kom- ast áfram. Að venju verður landsliðsknöpum frá því á síðasta heimsmeistaramóti boðin þátttaka. Einnig stjör hinna ýmsu móta vet i og sama ísmótinu – Þeim allra sterkustu! Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Allur ágóði rennur til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum. Þátttaka í mót- inu er takmörkuð, aðeins þeir bestu komast að. Sérstök keppni stóðhesta er liður í dagskrá móts- ins. Þar koma fram margir af glæsilegustu grað- hestum landsins. Það verður því mikið um dýrðir í Skautahöllinni þennan síðasta laugardag ma á aðar. Almenningi e b MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar Sigurbjörn Björnsson á Lundum í Borgarfirði var kosinn í ræktunar-nefnd FEIF á ársfundi samtakanna hérlendis í febrúar. Sigurbjörn er hrossabóndi og sat þrettán ár í stjórn og varastjórn LH. Frá Lund-um hafa komið þekkt kynbótahross, svo sem stóðhestarnir Auður og Bjarmi, og móðir hans, Sóley, sem stóð efst á fjórðungsmóti á Kald-ármelum 1997. Nýja verkefnið leggst vel í Sigbjörn, sem segir það minna á LH starfið. En mun hann beita sér fyrir einu öðru frem-ur? „Ég mun reyna að láta gott af mér leiða. Brýnasta verkefnið er að stuðla að sem mestri vegferð og kynbótaframförum íslenska hests-ins í FEIF-löndunum. Þar er víða mikið verk óunnið.“ Sigurbjörn í rækt-unarnefnd FEIF Fundur LH og Léttis á Akureyri um öryggis- og skipulagsmál, haldinn í Brekkuskóla á Akureyri 29. febrúar 2008, skorar á bæjar-yfirvöld á Akureyri að falla frá hugmyndum um skipulag á svæði Glerárdal fyrir akstursíþróttir í námunda við hesthúsahverfi Ak-ureyrar, þar sem þessi starfsemi fer ekki saman. Telur fundurinn nauðsynlegt að finna aðrar lausnir á málefninu, því ljóst má vera að hvorugt svæðið á möguleika á því að þróast eðlilega til framtíðar ef svo fer fram sem horfir. Áskorun til bæjaryfirvalda Tvö stór ísmót voru haldin í Evr-ópu um síðastliðna helgi. Annað í Árósum í Danmörku, hitt í Berlín í Þýskalandi. Áhorfendur skiptu þúsundum og verðlaun voru veg-leg. Ísmótið í Árósum var nú hald-ið í áttunda sinn. Þar er eingöngu keppt í tölti, en einnig er sérstök stóðhestasýning. Íslenskir knapar hafa verið sigursælir á þessu móti. Jóhann Skúlason hefur unnið það fjórum sinnum. Að þessu sinni var það Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu sem hirti gullið. Ísmót-ið í Berlín er kynnt sem Evrópu-mót íslenskra hesta á ís og er hug-myndin að það færist á milli landa í framtíðinni. Þar er keppt í fleiri greinum hestaíþrótta: tölti, fjór-gangi, fimmgangi og 100 metra skeiði. Útlendir á ís VÍS og Landssamband hesta-mannafélaga haf Bæklingur um öryggismál Elsa Albertsdóttir er doktorsnemi við LBHÍ á Hvanneyri. Hún situr í öryggis-nefnd LH og kom að gerð bæklingsins. Á myndinni er hún með sérstakt öryggis-vesti fyrir reiðmenn. HESTAMENN nota fjórhjól til þjálfunar BLS. 4 Þeir allra sterkustu í Skautahöllinni Ísleifur Jónasson var sigurvegari á fyrsta ísmóti Þeirra allra sterkustu sem haldið var árið 2005. Hann keppti þá á Röðli frá Kálf- holti, sem er með allra bestu klárhestum landsins um þessar mundir. MYND/JENS EINARSSON HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ PÁSKAR O.FL. Benedikt Þorgeirsson, verkstjóri hjá Kópsson bílaþrifum, er mikill áhugamaður um ferðalög og hefur komið víða. Síðasta haust skellti Benedikt sér ásamt unnustu sinni í ferðalag til Tyrklands og þar lilega hluti Tyrklandi pissi klósettin á mann,“ segir Benedikt og hlær. Tyrkneskt nudd er frægt um allan heim og Benedikt varð að prófa að fara í slíkt. „Það var frek f þetta nudd Ég hélt ð él Tyrkland kom á óvart Benedikt er staðráðinn í að fara aftur til Tyrklands í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚR FINNSKU GRENIFyrirtækið SG hús á Selfossi sérsmíðar timburhús en margir láta sig dreyma um eigið sumarhús þegar fer að vora. HEIMILI 3 HJÓLAÐ TIL RÓMARÚrval-Útsýn býður upp á hjólaferðir um Austurríki og Ítalíu sem hafa verið vinsælar hjá Íslendingum. FERÐIR 5 SSR. Fáanlegt í 35”-38”, 15”-18” felgur. IROK Fá l Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 — 78. tölublað — 8. árgangur BYGGINGARIÐNAÐUR Hjartað slær á háskólatorgi Sérblað um byggingariðnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LH HESTAR Þeir allra sterkustu í Skautahöllinni Sérblað frá Landssambandi hestamannafélaga FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG BENEDIKT ÞORGEIRSSON Ætlar alveg örugglega aftur til Tyrklands ferðir bílar heimili páskar Í MIÐJU BLAÐSINS Skólar og heilbrigði hjartans mál Hundrað ár frá fyrstu tillögu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í bæjarstjórn. TÍMAMÓT 28 Opið til 21 í kvöld da gar til paska i 4 Jú-jú hjá babalawo Einar Már Jónsson fjallar um hvers vegna franska lögreglan þarf á særingamönnum frá Nígeríu að halda. Í DAG 22 Pete Best Íslands? Eggert Kristinsson, fyrsti trommari Hljóma, snýr aftur á Cavern- klúbbinn. FÓLK 50 VÆTUSAMT Í dag verða suðvestan 8-15 m/s en hvassara á fjöllum. Rigning eða skúrir. Hiti 5-11 stig að deginum. VEÐUR 4 7 6 6 5 6 EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að í bank- anum hafi verið hugað að því að íslensku viðskiptabankarnir fái rýmri kjör hjá Seðlabankanum. „Ekki í neinum stórum stíl þó. Við höfum átt náin samtöl við for- ystumenn bankanna, en ekki er búið að ljúka þeim öllum,“ segir Davíð sem vill ekki greina nánar frá samskiptum sínum við for- ystumenn bankanna. Um þróun gengis íslensku krónunnar undanfarið segir Davíð: „Við töldum það hærra en fengi staðist til lengdar. Við bjuggumst raunar við að lækkun- in yrði síðbúnari og hægari.“ Davíð segir að viðskiptabankarn- ir hafi sankað að sér gjaldeyri. „Við vorum hlynntir því. Við vildum ekki að eiginfjárstoðir þeirra veiktust.“ En um uppruna gengislækkunar segir Davíð þetta: „Við sjáum ekki að þetta hafi verið fyrir tilverknað erlendra aðila, heldur inn- lendra.“ Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, voru ekki tilbúnir að tjá sig efnislega um aðgerðir Seðlabankans. Fyrst þyrftu tillög- urnar að liggja fyrir. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að um allan heim séu seðlabankar að reyna að lána bönkum. „Mér finnst það því eðlileg við- brögð að Seðlabanki Íslands sé að þessu leyti að ganga svipaða leið. Vilhjálmur segir eðlilegt að ríkisstjórnin aðhafist ekki sér- staklega því staðan nú staðfesti fyrst og fremst skipbrot pen- ingastefnu Seðlabankans. Það þurfi að endurskoða þá stefnu. „Það er í raun ömurlega staða að gengið skuli sveiflast svona mikið.“ - ikh, ovd/sjá síður 4, 6 og Markaðinn Seðlabankinn íhugar að veita bönkum rýmri kjör Seðlabankastjóri segir bankann íhuga að veita viðskiptabönkunum rýmri kjör. Bankastjórar vilja ekki tjá sig að svo stöddu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðbrögð Seðlabankans eðlileg. FÓLK Trúlofunarhringar, heima- gerðir málshættir og farsímar verða meðal þeirra hluta sem finna má í páskaeggjum lands- manna. Að sögn páskaeggjafram- leiðenda eru þónokkuð margir sem nýta sér páskaeggin til að koma á óvart. „Við fáum svona óskir á hverju ári, að setja bæði hringa og farsíma í eggin. Þetta eru ekki margir en alltaf ein- hverjir,“ segir Hannes Helgason hjá Góu. - fgg/sjá síðu 50 Óvenjuleg páskaegg: Hringar og sím- ar í páskaegg UMHVERFISMÁL Landvernd hefur kært til umhverfisráðherra þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að láta ekki meta umhverfisáhrif allra framkvæmda tengdum fyrir- huguðu álveri Alcoa á Bakka við Húsavík saman. „Það er skoðun Landverndar að sjónarmið umhverfisstjórnvalda og sveitarfélaga eigi að vega þyngra en framkvæmdaaðila og orkufyrirtækja,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Samtökin krefjast ógildingar á ákvörðun Skipulagsstofnunar. Yfirsýn þurfi yfir framkvæmd- irnar í heild til að hægt sé að taka afstöðu til umhverfisáhrifa ein- stakra framkvæmda, eins og fram kemur í kærunni. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur fram að fulltrúar Lands- virkjunar, Landsnets og Þeistar- eykja ehf. telji ekki gerlegt að meta áhrifin saman. Meðal annars sé umfangið of mikið, staðan á matsferli framkvæmdanna ólík og framkvæmdaaðilar séu ólíkir. Umhverfisstofnun var því fylgj- andi að framkvæmdirnar yrðu metnar saman. Sveitarstjórnir á svæðinu mæltust til þess að umfjöllun um framkvæmdirnar yrði sameinuð eins og hægt er. Kæra Landverndar er svipuð kæru samtakanna vegna álvers Norðuráls í Helguvík, en kemur mun fyrr í matsferlinu vegna breyttra vinnubragða Skipulags- stofnunar, segir Bergur. - bj / sjá síðu 8 Landvernd kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra: Kæra ákvörðun um Bakka FÓTBOLTI Landsbankadeildarliðin Fjölnir og Þróttur munu geta tekið á móti gestum á heimavöll- um sínum eftir að Reykjavíkur- borg gaf grænt ljós á fram- kvæmdir. Borgin mun sjá um framkvæmdirnar. Um 500 manna stúku verður komið fyrir í Grafarvogi og 600 sætum við Valbjarnarvöll. - hbg/sjá síðu 42 Vellir Fjölnis og Þróttar: Stúkusæti á öll- um völlum KVÖLD UNGA FÓLKSINS Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í fjórtánda sinn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ungt tónlistarfólk var áberandi á verðlaunapallinum, þar á meðal hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Hjaltalín, sem gáfu báðar út sínar fyrstu plötur á síðasta ári. Hér sést Sprengjuhöllin taka á móti verðlaunum fyrir besta lag ársins 2007, Verum í sambandi. - Sjá nánar bls. 40. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þór í úrslita- keppnina Þór frá Akureyri tók lokasætið í úr- slitakeppni Iceland Express-deildar karla eftir dramat- íska lokaumferð. ÍÞRÓTTIR 46 VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.