Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 6
6 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR
Þú getur alltaf treyst á
prinsinn
Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi
s: 554 7200 • www.hafid.is
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin ætlar
ekki að aðhafast neitt sérstaklega
þó að gengi íslensku krónunnar
hafi lækkað mikið síðustu daga.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
upplýsti það eftir ríkisstjórnar-
fund í gærmorgun.
„Við teljum ekki tilefni til þess
eins og sakir standa en við erum
auðvitað í góðu sambandi við
Seðlabankann,“ sagði Geir. „Það
verður líka að hafa í huga að fjár-
málastraumarnir sem fara á milli
landa taka ekki við fyrirmælum
frá ríkisstjórnum, hvorki okkar né
annarra.“
Geir segir að rekja megi vand-
ann nú til ástandsins á alþjóðleg-
um mörkuðum og því sé ekki til-
efni til að endurskoða
peningastefnuna. „Við megum
ekki hrapa að ákvörðunum um
breytingar í ljósi tímabundinna
vandamála sem skapast annars
staðar.“ Engin ástæða sé til endur-
skoðunar flotgengisstefnunnar en
rétt sé að hafa augun opin.
Geir var spurður hvort endur-
skoðun gjaldmiðilsmála væri fýsi-
leg í ljósi ástandsins nú. Hann
sagði það langtímamál sem
skammtímamál mættu ekki
trufla.
Ríkisstjórnin hefur ekki látið
meta áhrif gengislækkunarinnar á
þjóðarbúið. - bþs
Forsætisráðherra segir gengishrunið ekki gefa tilefni til að endurskoða peningastefnuna:
Hröpum ekki að ákvörðunum
GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra telur
ekki tilefni til sérstakra aðgerða í efna-
hagsmálum en segir stjórnvöld í góðu
sambandi við Seðlabankann.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL Stjórnarandstaðan
sakar ríkisstjórnina um sinnuleysi
og furðar sig á að hún ætli ekki að
grípa til aðgerða vegna gengis-
hruns krónunnar. Áhrifin séu með
þeim hætti að ekki sé hægt að sitja
aðgerðalaus hjá.
„Við siglum inn í mestu hrær-
ingar sem við höfum upplifað
lengi,“ segir Árni Þór Sigurðsson,
þingmaður Vinstri grænna. „Það
þarf að ná tökum á verðbólgunni
og lækka vextina og það gerist
ekki með því að gera ekki neitt.“
Árni segir mikilvægt að styrkja
gjaldeyrisforða Seðlabankans, það
sé hægt með skuldabréfaútgáfu
sem um leið geti aukið sparnað.
Svo sé það áleitin spurning hvort
bankinn eigi ekki að hefja vaxta-
lækkunarferli þar sem vaxtastefn-
an hafi mistekist. Hann hafnar
hins vegar auknum stóriðjufram-
kvæmdum til að örva hagkerfið
Magnús Stefánsson Framsókn-
arflokki tekur undir með Árna og
þeim hagfræðingum sem bent
hafa á mikilvægi þess að styrkja
gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Slíkt snúi ekki stöðunni við á
punktinum en með því sýni stjórn-
völd þó einhverja tilburði og sendi
frá sér mikilvæg skilaboð út á
markaðinn. Magnús segir ástand-
ið verða erfiðara eftir því sem
tíminn líður. Og þótt hann boði
ekki heimsendi sé ástæða til að
hafa þungar áhyggjur. „Það er full
ástæða til að hvetja fólk til að fara
varlega í peningamálum því þetta
mun bíta á budduna,“ segir hann.
Magnús segir krónuna sannarlega
hafa verið of sterka en hruninu
núna fylgi gríðarlegt högg, ekki
síst þegar stýrivextir eru jafn háir
og raun ber vitni.
Hann bendir líka á hve haldlítil
rök þeirra eru sem segja mikil-
vægt að halda krónunni svo Íslend-
ingar hafi einhverja stjórn á efna-
hagsmálum. Nú komi á daginn að
menn hafi enga slíka stjórn.
Jón Magnússon, Frjálslynda
flokknum, segir mikilvægt að
gæta þess að hjól atvinnulífsins
stöðvist ekki, eða störfum fækki
og fólki verði sagt upp. Hann eigi
hins vegar erfitt með að benda á
eitthvað sérstakt sem gera ætti
þar sem stjórnarandstaðan hafi
ekki sama aðgang og stjórnin að
nákvæmum upplýsingum. „En öll
teikn á lofti eru neikvæð og það
verður að grípa til yfirvegaðra
aðgerða svo ekki fari illa.“
bjorn@frettabladid.is
Stjórnarandstaðan
átelur aðgerðaleysið
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á að stjórnvöld ætli ekki að
bregðast við stórfelldu gengisfalli krónunnar. VG og Framsókn telja mikilvægt
að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Frjálslyndir óttast að störf geti tapast.
JÓN MAGNÚSSON MAGNÚS
STEFÁNSSON
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
SEÐLABANKI ÍSLANDS Árni Þór Sigurðsson og Magnús Stefánsson telja mikilvægt
að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði aukinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DAGVISTUN Fimm starfsmenn á Leikskólanum
Sjónarhóli í Grafarvogi hafa sagt upp og munu
hætta störfum 16. apríl næstkomandi. Samkvæmt
upplýsingum frá leikskólasviði Reykjavíkurborgar
er ástæðan fyrir uppsögnunum ágreiningur um
stjórnun skólans og er unnið að fullum þunga að
ráðningu nýs starfsfólks svo að sem minnst röskun
verði á leikskólastarfinu.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur
ástandið valdið óöryggi hjá nokkrum foreldrum
sem hafa ákveðið að flytja börn sín í aðra leik-
skóla.
Þeir sem hafa sagt upp eru textílhönnuður,
faglærður leikskólakennari, faglærður grunn-
skólakennari, aðstoðarleikskólakennari og síðan
starfandi leikskólastjóri. Þeir munu hætta störfum
sama dag og Bergljót Jóhannsdóttir, ráðinn
leikskólastjóri, kemur aftur til starfa eftir leyfi.
Þeir sem hverfa frá munu vinna greinargerð um
hluta þess sem ágreiningurinn snýst um og verður
hún síðan send leikskólaráði og skrifstofustjóra
leikskólasviðs Reykjavíkurborgar.
Pláss er fyrir 64 börn á Sjónarhóli en þar eru nú
55 börn í vistun. - jse
Uppsagnir á Leikskólanum Sjónarhóli:
Starfsmenn fara og foreldrar
flytja börnin í aðra leikskóla
LEIKSKÓLINN SJÓNARHÓLL Fimm starfsmenn hafa sagt upp í
leikskólanum og nokkrir foreldrar hafa afráðið að flytja börn
sín í aðra skóla vegna ástandsins.
HJÁLPARSTARF Um 200 fjölskyldur
höfðu í gær sótt um páskaúthlut-
un Fjölskylduhjálpar Íslands sem
fer fram í dag. Af nógu verður að
taka því gefendur hafa verið afar
rausnarlegir. „Við höfum fengið
200 hamborgarhryggi frá Esju
kjötvinnslu, 200 pakkningar af
kjötbúðingi frá Kjarnafæði sem
settur verður með páskamatnum,
2.000 brúnegg frá Brúneggjum, ís
frá Kjörís, páskaöl frá Ölgerðinni
og svona get ég lengi talið,“ segir
Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálpar
Íslands. Þar að auki hafa verið
keyptir um 200 lítrar af mjólk og
meðlæti með páskamatnum.
Hún gerir ráð fyrir að um 20
sjálfboðaliðar vinni við úthlutun-
ina í dag. - jse
Fjölskylduhjálp Íslands:
Úthlutar til um
200 fjölskyldna
VIÐSKIPTI Glitnir hefur lokið sölu á
breytanlegum skuldabréfum fyrir
15 milljarða króna. Eftir fimm ár
breytast skuldabréfin í hlutafé í
bankanum.
Eftirspurn í útboðinu er sögð góð
í tilkynningu en bréfin voru seld
innlendum fagfjárfestum. Útgáfan
og hækkun hlutafjárins er háð
samþykki sérstaks hluthafafundar
sem boðað hefur verið til í dag.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, er
ánægður með niðurstöðu útboðs-
ins, enda hafði því verið lokað „á
miklum óvissutíma á fjármála-
mörkuðum“ sem endurspegli
traust fjárfesta á starfi og
skuldaraáhættu Glitnis. - óká
Breytileg skuldabréf:
Útgáfu lokið
á óvissutíma
STJÓRNMÁL Falasteen Abu Libdeh,
Samfylkingunni, tók sæti í
borgarstjórn Reykjavíkur í gær.
Er hún fyrst innflytjenda til að
setjast í borgarstjórn en Falasteen
fæddist í
Jerúsalem og
fluttist sextán
ára til Íslands.
Í ræðu sinni
fjallaði hún um
móttöku
innflytjenda.
Sagði hún
íslensku vera
lykil að
samfélaginu en
hana hafi hún
lært af góðum vinum sem kenndu
henni. „Það eru ekki allir það
heppnir að eignast íslenska vini.
Þess vegna þarf skólinn og
samfélagið að bera ábyrgð á því að
þeir sem hingað flytjast fái
tækifæri til þess að læra íslensku,“
sagði Falasteen í ræðu sinni. - bþs
Falasteen Abu í borgarstjórn:
Tungan er lykill
að samfélaginu
FALASTEEN ABU
LIBDEH
Skaðar dómurinn yfir Hann-
esi Hólmsteini trúverðugleika
Háskóla Íslands?
Já 56,4%
Nei 43,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að fara í ferðalag um
páskana?
Segðu skoðun þína á vísir.is
STJÓRNMÁL Í upphafi borgarstjórn-
arfundar í gær kvaddi Ólafur F.
Magnússon, borgarstjóri sér hljóðs
til að draga til baka fyrri ummæli
sín um Óskar Bergsson, borgar-
stjórnarfulltrúa
Framsóknar-
flokksins.
Ummælin lét
Ólafur falla um
Óskar á fundi
borgarstjórnar
4. mars
síðastliðinn og
voru þau á þá
leið að borgar-
stjórn setti
niður með nærveru Óskars. Hafði
Óskar beint fyrirspurn til borgar-
stjóra sem varðaði aðkomu
aðstoðarmanns hans að deiliskipu-
lagsvinnu við Laugaveg.
Í ræðu sinni í gær sagði Ólafur
að á fundinum hefðu fallið orð sem
hefðu betur verið látin ósögð. - ovd
Fyrirspurnin kom á óvart:
Ólafur dró um-
mælin til baka
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
EFNAHAGSMÁL Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri ASÍ, furðar sig
á því að ríkisstjórnin hafi ekki
tilkynnt um neinar aðgerðir á
þeim vanda sem við blasir í
efnahagslífinu.
Um ummæli Geirs H. Haarde
forsætisráðherra í gær segir
Gylfi: „Ég átti að minnsta kosti
von á tíðindum sem væru líkleg til
að skapa ró á fjármálamörkuðum
en blaðamannafundurinn sýndi að
það er ekkert á borðinu og ég veit
ekki alveg hvort það hafi dugað til
að skapa ró.“ Hann segir að eitt af
því versta sem gerst gæti væri að
samdráttur í efnahagslífi myndi
samtvinnast við fjármálaóstöðug-
leika. „En einhvern veginn finnst
okkur nú að við séum tekin að
reka á þeim feigðarósi.“ - kdk
Framkvæmdastjóri ASÍ:
Skapar varla ró
að gera ekkert
KJÖRKASSINN