Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 8

Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 8
UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur breytt vinnubrögðum við undirbúning umhverfismats fyrir stórar framkvæmdir, og tekur hér eftir ákvörðun snemma um hvort meta eigi umhverfisáhrif tengdra framkvæmda saman. „Að fenginni reynslu þykir rétt að hafa þetta skýrt,“ segir Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Þetta verklag verði væntanlega fyrirmynd þegar komi að marg- þættum framkvæmdum. Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir jákvætt að kæra samtakanna hafi leitt til bættra vinnubragða. Þegar fjallað var um umhverfis- mat vegna álvers í Helguvík var ekki fjallað sérstaklega um laga- grein sem heimilar Skipulags- stofnun að láta meta umhverfis- áhrif tengdra framkvæmda saman. Landvernd kærði því loka- álit Skipulagsstofnunar til ráð- herra, sem hyggst úrskurða í mál- inu fyrir lok mars. Skipulagsstofnun fjallaði hins vegar sérstaklega um þennan möguleika vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík, með samráði við hagsmunaaðila. Ákveðið var 13. febrúar að ekki þyrfti að meta áhrif tengdra fram- kvæmda saman. „Við viljum að það sé skýrt hve- nær ákvörðun er tekin, það kemur ekki fram í lögum hvenær þetta skuli gert og hvernig. Að fenginni reynslu fannst okkur rétt að gera þetta strax á matáætlunarstig- inu,“ segir Stefán. Þannig sé hægt að kæra þessa ákvörðun sérstaklega til umhverf- isráðherra, í stað þess að bíða þurfi endanlegs álits Skipulags- stofnunar um umhverfismat. - bj 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 4 9 5 Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is · Rannsóknartengt meistaranám til ML-gráðu. · Reiknað er með að námið taki tvö ár. · Námið hentar ekki aðeins þeim einstaklingum sem lokið hafa grunnnámi í lögfræði heldur einnig þeim sem hafa háskólapróf í öðrum greinum. · Nemendur sem hafa lokið grunnnámi í lögfræði geta lokið fullnaðarprófi í lögfræði með meistaranáminu. · Markmið námsins er að þjálfa og hvetja nemendur til greinandi og gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða. · Einstaklingsbundin námsáætlun. · Helstu einkenni námsins eru mikið val um áherslur og námsleiðir og margvíslegir möguleikar á sér- hæfingu innan lögfræði og samþættingu við aðrar greinar. · Gefinn er kostur á að ljúka meistaranámi á alþjóða- sviði. Umsóknarfrestur um inngöngu í meistaranámið haustið 2008 er til og með 31. mars. MEISTARANÁM VIÐ LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK UMHVERFISMÁL Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat vegna álvers á Bakka við Húsavík til umhverfis- ráðherra. Skipulagsstofnun ákvað í febrúar að ekki þyrfti að meta umhverfisáhrif álvers, virkjana, raflína og hafnarmannvirkja í einni skýrslu. „Það er skoðun Landverndar að sjónarmið umhverfisstjórnvalda og sveitarfélaga eigi að vega þyngra en framkvæmdaaðila og orkufyrir- tækja,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Í lögum um mat á umhverfis- áhrifum segir að þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd háðar hver annarri séu fyrirhugaðar á sama svæði geti Skipulagsstofnun ákveð- ið að umhverfisáhrif verði metin sameiginlega. Fram kemur í áliti Skipulags- stofnunar að fulltrúar Umhverfis- stofnunar hafi talað fyrir því að framkvæmdirnar yrðu metnar saman. Sveitarstjórnir lögðu áherslu á að sameina og samræma umfjöllun um þessar tengdu fram- kvæmdir. Fulltrúar Landsnets, Landsvirkj- unar og Þeistareykja ehf. voru and- snúnir því að framkvæmdir yrðu metnar saman. Raunar mátu þeir það svo að slíkt væri ekki gerlegt vegna umfangs, ólíkrar stöðu í matsferli, ólíkra framkvæmdarað- ila og ráðgjafa, og ólíkra áherslu- þátta í matinu. Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins voru einnig mótfallnir sameigin- legu mati. Bentu þeir á að ekki hefði verið ákveðið hvort álver yrði reist á Bakka, en jarðhitasvæðin yrðu virkjuð hvort sem álver rísi eða ekki. Af hálfu Alcoa kom fram að enn væru tveir til þrír mánuðir í að hægt yrði að ákveða hvort og hversu stórt álver rísi á Bakka. Ákvarðanir fyrirtækisins ættu ekki að hafa áhrif á gang mála varðandi virkjan- ir og orkuflutning, notandinn gæti orðið annar en Alcoa. brjann@frettabladid.is Niðurstaðan vegna álvers á Bakka kærð Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að gera eitt umhverfismat vegna allra framkvæmda tengdum hugsanlegu álveri á Bakka við Húsavík. Eitt mat ekki gerlegt að mati Landsvirkjunar og Þeistareykja. BAKKI Í febrúar var það mat Alcoa að tveir til þrír mánuðir væru í að ákvörðun um það hvort álver yrði reist á Bakka við Húsavík yrði tekin. MYND/ÚR SAFNI Vinnulagi Skipulagsstofnunar breytt í kjölfar kæru Landverndar vegna Helguvíkur: Ákvörðun snemma á ferlinu BERGUR SIGURÐSSON Framkvæmda- stjóri Landverndar. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Litháann Tomas Malakauskas í 16 mánaða fangelsi. Þar með var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness yfir honum. Maðurinn var dæmdur fyrir að rjúfa endur- komubann til tíu ára er hann kom til landsins síðastliðið haust. Hann var með 26 grömm af amfetamíni þegar hann var handtekinn. Malakauskas, sem nú hefur tekið upp annað eftirnafn, Arlau- skas, átti 419 daga eftir af afplán- un dóms sem hann hlaut fyrir þátt- töku í svokölluðu líkfundarmáli í Neskaupstað 2004. Þá faldi hann ásamt tveimur öðrum líkið af Vaidas Jucevicius í höfninni í Nes- kaupstað með 400 grömm af amf- etamíni innvortis. Hann fékk reynslulausn þegar hann átti 14 mánuði eftir af fangelsisdómnum í líkfundarmálinu. Hann hins vegar rauf þessa reynslulausn með því að koma hingað til lands og verður því að afplána þá 14 mánuði sem hann átti eftir af fyrri dómi. Fram kom við réttarhöldin yfir Malakauskas að hann hefði verið hér á landi mikinn hluta síð- astliðins árs. Þegar tekið var mið af sakaferli taldi héraðsdómur rétt að dæma Tomas í 16 mánaða fangelsi. Hann hefur verið í far- banni síðan héraðsdómur dæmdi í máli hans í desember. - jss TOMAS MALAKAUSKAS Mætti fyrir Hér- aðsdóm Reykjaness síðla á síðasta ári. Líkfundarmaður dæmdur í Hæstarétti fyrir að rjúfa endurkomubann: Malakauskas fékk 16 mánuði Í 2. málsgrein 5. greinar laga um mat á umhverfisáhrifum segir: „Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveit- endur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“ UMDEILT ÁKVÆÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.