Fréttablaðið - 19.03.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.03.2008, Qupperneq 10
 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR RV U N IQ U E 03 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glæsilegt yfirbragð - við öll tækifæri Á tilboðií mars 2008LinStyle dúkar og servíettur, NexxStyle servíettur, yfirdúkar og kerti NexxStyle servíettur 39cm 80stk, í ýmsum litum 296 kr. Dúkur húðaður 1,20x15m hvítur 1.990 kr. Yfirdúkur 60cmx25m í ýmsum litum 2.388 kr. Kerti rústik 13x7cm í ýmsum litum 239 kr. FRAMKVÆMDIR Dansk-norskt hönn- unarteymi hefur skilað af sér skýrslu um frumhönnun nýs háskólasjúkrahúss. Skýrslan tekur til starfsemi LSH, heilbrigðisvís- indadeilda Háskóla Íslands og Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Beðið er leyfis ráðuneyta til að hefja end- anlega hönnun. Staðið verður fyrir samkeppni um hönnunina þegar samþykki ráðuneytanna liggur fyrir. Einstaka deildir hafa verið unnar ítarlegar en venja er á þessu stigi undirbúnings. Gerðar hafa verið töluverðar breytingar á skipulagi sjúkrahússins. Legu- deildarálmur verða tvær á sjö hæðum hvor í stað fjögurra deilda áður. Legurýmum hefur þó ekki fækkað. Álmurnar eru skipulagð- ar sem tveir krossar á hvolfi og styttast vegalengdir verulega með því. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri verkefnisins, segir að frá legudeildunum sé stutt að fara frá miðjunni þar sem þjón- ustan sé. „Gangarnir eru ekki langir. Við erum að tala um þrjár þyrpingar með níu rúmum hver og svo er hjúkrunarstöð inni í hverri þyrpingu. Á nóttunni er hægt að draga þyrpingarnar saman og vera með eina sameig- inlega hjúkrunarstöð í miðjunni. Með þessu móti losnum við við langa sjúkraganga. Vegalengd- irnar verða styttri,“ segir hann. Norðanmegin við tengiálmuna er meðferðar- eða bráðakjarni með skurðstofum og bráðamót- töku og þar gætir minni dagsbirtu en annars staðar á spítalanum. Ingólfur segir að fyrirmyndin sé bandarísk. „Sjúkrahús í Banda- ríkjunum eru miklu breiðari byggingar en í Evrópu og minna lagt upp úr dagsbirtu. Í verkefn- inu er gegnum gangandi að öll rými njóti dagsbirtu en í bráða- rýminu viljum við fá starfsemina sem þéttasta og þar höfum við orðið að gefa aðeins eftir í kröfu um dagsbirtu í einstökum rýmum til að fá sem best skipulag og flæði inn í bráðamóttökuna.“ Rannsóknastofur spítalans og Háskólans verða í byggingu sem liggur á mörkum spítalans og háskólans vestast á spítalasvæð- inu. Vestan við þær eru bygging Háskóla Íslands og Rannsókna- stöð HÍ í meinafræði. Austan við aðalinngang verða dag- og göngu- deildir. ghs@frettabladid.is Bíða leyfis til að hefja endanlega hönnun Frumhönnun nýs háskólasjúkrahúss liggur fyrir. Töluverðar breytingar eru gerðar. Legudeildaálmur eru tveir krossar og vegalengdir styttast. Bráðamót- taka er að bandarískum hætti með minni dagsbirtu en annars staðar. NÝTT HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Yfirlit yfir spítalasvæðið eins og dönsku og norsku hönnuðirnir leggja til að það verði. Legudeildirnar eru í krossunum sem liggja á hvolfi út frá tengibyggingunni. Legudeildirnar verða sólríkar og bjartar en bráðamóttakan er skipu- lögð að bandarískri fyrirmynd og þar eru gerðar minni kröfur um dagsbirtu. Hringbraut Eiríksgata Leifsgata Bar óns stíg ur Gamla Hringbraut Sn or ra br au t Bergstaðastræ ti Laufásvegur Sm áragata Fjölnisvegur 1 2 3 4 5 6 7 9 8 10 11 Háskólasjúkrahúsið samkvæmt nýju tillögunni 1 2 3 4 5 6 7 9 8 10 11 12 13 Eldhús Sjúklingahótel Kvennadeild Barnaspítali Gamli spítalinn (1930) Hjúkrunarskólinn Geðdeild Dag- og göngudeildir Aðalinngangur Legudeildir (7 hæðir) Legudeildir (7 hæðir) Rannsóknastofur LSH og HÍ Rannsóknastöð HÍ í meinafræði Bráðakjarni Háskóli Íslands 13 12 Gamli kjarni M ím is ve gu r FANGELSISMÁL Met varðandi fjölda einstaklinga er afplána fangelsis- refsingu í samfélagsþjónustu var slegið í gær. Þá voru nær 30 einstaklingar að vinna í samfélagsþjónustu víða um landið á einum og sama deginum. Í heildina eru rúmlega 100 manns í samfélagsþjónustu á hverjum tíma. Fjölgun einstakl- inga sem afplána fangelsisrefs- ingu í samfélagsþjónustu er í samræmi við áherslur fangelsis- yfirvalda að leita leiða til að fullnusta fangelsisrefsingar utan fangelsa, þó þannig að öryggi almennings sé tryggt og almenn og sérstök varnaðaráhrif refs- inga nái fram að ganga. „Oftast mæta dómþolar einu sinni í viku eða hálfsmánaðar- lega, í fjóra tíma í senn,“ segir Halldór Valur Pálsson stjórn- málafræðingur, sem hefur umsjón með samfélagsþjónustu hjá Fangelsismálastofnun ríkis- ins. „Það vinnur enginn minna en 40 stundir í samfélagsþjónustu á tveggja til þriggja mánaða tíma- bili. Þetta getur því dreifst býsna mikið hjá okkur yfir tímabilið þannig að það kannski mæta tíu til tólf einstaklingar í senn á hverjum degi. En að þessu sinni mættu þrjátíu dómþolar á einum degi.“ - jss Þrjátíu dómþolar við vinnu úti í samfélaginu á einum og sama deginum: Metdagur í samfélagsþjónustu FANGELSISMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra heimsótti fangelsið á Litla-Hrauni á mánu- dag og ræddi þar framtíðarupp- byggingu fangelsisins ásamt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismála- stofnunar, Margréti Frímanns- dóttur, forstöðumanni Litla- Hrauns, og öðrum starfsmönnum fangelsisins og ráðuneytis. Eftir fundinn ritaði Björn á heimasíðu sína að hann teldi brýnt að stefna um læknis- og meðferðarþjón- ustu fanga yrði mótuð í sam- vinnu dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis líkt og þegar hefur verið gert um mennt- unarmál fanga í samvinnu menntamálaráðuneytis og dóms- málaráðuneytis. „Þessi mál eru á forræði dóms- málaráðuneytis en ég mun taka hugmyndum þeirra og allri mála- leitan í tengslum við þetta vel,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um hugmynd- ir dómsmálaráðherra. Rúmlega sjötíu prósent fanga á Litla-Hrauni mældust með fíkni- efni í blóði í úttekt Fangelsismála- stofnunar seint á síðasta ári. „Það er forgangsverkefni að koma á fót öflugri meðferðardeild fyrir fanga og auka þar með möguleika þeirra á að komast út úr fíkniefnaneyslu. Mun líklegra er að þeir gerist ekki brotlegir aftur er afplánun lýkur, hafi þeir látið af neyslu fíkniefna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar. - kdk Dómsmálaráðherra segir stefnumótun um læknisþjónustu fanga brýna: Meðferðardeild í fangelsið í forgang LITLA-HRAUN Forstjóri Fangelsismála- stofnunar segir öfluga meðferðardeild fyrir fanga forgangsverkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.