Fréttablaðið - 19.03.2008, Page 11

Fréttablaðið - 19.03.2008, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 11 Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Ef þú gefur fermingarbarni 5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð bætir Sparisjóðurinn 2.000 kr. við gjöfina. Við höfum trú á framtíðinni. Líttu við á spar.is og kynntu þér kosti Framtíðarsjóðsins Há raunávöxtun innlánsreikninga Verðtryggður reikningur Hægt að semja um reglubundinn sparnað Hægt að leggja inn hvenær sem er Það þarf ekki kraftaverk Við breytum 5.000 kr. í 7.000 kr. spar.is F í t o n / S Í A VIÐBURÐIR Í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti var staðið fyrir viðburðum á Ísafirði, Akureyri og á höfuðborgarsvæð- inu í gær þar sem tónlistarmenn stigu á svið og rætt var um fjölmenningu. Þeir sem standa fyrir viðburð- unum eru Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Alþjóðahús, Amnesty International, Rauði krossinn, Ísland Panorama og Soka Gakkai Íslandi sem eru samtök búddista á Íslandi. „Við viljum vekja fólk til umhugsunar um þau jákvæðu áhrif sem fjölmenningin hefur fyrir Ísland,“ segir Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. - jse Alþjóðadagur: Unnið að góðri fjölmenningu BRUSSEL, GENF, AP Metfjöldi flóttamanna frá Írak sótti um hæli í Evrópusambandslöndum og Bandaríkjunum í fyrra þrátt fyrir að dregið hafi úr átökum í landinu. Um 338 þúsund manns sóttu um hæli á Vesturlöndum í fyrra en af þeim komu um 45 þúsund frá Írak. Íröskum hælisleitendum í Evrópusambandslöndunum fjölgaði úr 19.375 árið 2006 í 38.286 í fyrra. Kemur þetta fram í skýrslu framkvæmdastjóra flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út í gær. Írakar eru nú orðnir stærsti hópur flóttamanna sem sækir um hæli í löndum Evrópusambandsins þar sem næstum einn af hverjum fimm sem sóttu um hæli í Evrópu á síðasta ári kom frá Írak. Um 17 þúsund Írakar fluttust til Bandaríkj- anna í fyrra. Í skýrslunni er varað við því að fjöldi íraskra hælisleitenda sé farinn að nálgast það sem hann var árið 2002, ári áður en stjórn Saddams Hussein var steypt af stóli. Þá var fjöldi íraskra flóttamanna rúmlega 52 þúsund. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa flestir íraskir flóttamenn flúið til nágrannalanda Íraks. Í skýrslunni er hvatt til þess að ríkari lönd leggi meira af mörkum til að aðstoða meira en tvær milljónir Íraka sem margir hverjir búa við óviðunandi aðstæður í Sýrlandi, Jórdaníu og öðrum Mið-Austurlönd- um. - ovd Skýrsla framkvæmdastjóra flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna kynnt í gær: Metfjöldi flóttamanna frá Írak KONA Í ÍRAK Aldrei hafa fleiri flóttamenn frá Írak sótt um hæli í Evrópu. LÖGREGLUMÁL Lögreglan myndaði brot tólf ökumanna í Flatahrauni og ellefu ökumanna á Hraunbrún í Hafnarfirði á mánudaginn. Er eftirlit á þessum stöðum hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur. Unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar. Að þessu sinni var ómerkt lögreglubifreið með myndavélabúnaði staðsett á Flatahrauni og á Hraunbrún. Reynsla lögreglunnar hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum. - ovd Umferðar- og hraðaeftirlit: Hraðakstur í Hafnarfirði BAGDAD, AP Þrjátíu og tveir menn létu lífið og fimmtíu og einn er særður eftir sjálfsmorðssprengju- árás konu á hóp sjía-múslima nærri mosku í Karbala í Írak á mánudag. Var hópurinn saman kominn á helgum stað nærri gröf Imam Hussein, sem er einn af helgustu véum sjía. Sjö Íranar eru meðal hinna látnu en lögreglan hefur ekki upplýst annað en að sprengju- maðurinn hafi verið kona. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, og forsetaframbjóðand- inn John McCain eru báðir staddir í Írak í tilefni af því að fimm ár eru frá því að innrásin hófst. - ovd Sjálfvígstilræði í Írak: Tugir sjía fórust í árás í Karbala CHENEY Í BAGDAD Bandaríski varafor- setinn ræðir við yfirmann bandaríska heraflans í Írak við komuna þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Aukið eftirlit verður með ölvunarakstri hjá lögregl- unni í Árnes- og Rangárvallasýslu um páskana. Lögreglan á Selfossi og lögreglan á Hvolsvelli verða með aukið eftirlit á vegum í sýslunum tveimur um páskana. Munu lögreglumenn embættanna meðal annars standa einhverjar vaktir saman og fara í eftirlitsferðir. Mikill fjöldi ferðafólks er í umdæmum þessara lögregluliða um páskana og ætlar lögreglan að vera sýnileg við vegi. Auk þess munu lögreglumenn fylgjast vel með hraða ökutækja á vegum í sýslunum. - ovd Lögreglan á Suðurlandi: Aukið eftirlit um páskana

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.