Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 13
SAMGÖNGUR Vegagerðin endurnýjar nú
einbreiða brú yfir Skaftafellsá á þjóðvegi 1,
undir Skaftafellsjökli.
Lengi hefur staðið til að færa veginn sunnar
og vestar og einbreiðar brýr hafa mikið verið
gagnrýndar og kallaðar slysagildrur. En hvers
vegna er þá verið að endurnýja þessa brú?
„Við verðum náttúrlega að halda henni
gangandi á meðan fjárveiting fæst ekki fyrir
nýrri brú,“ segir Einar Hafliðason, forstöðu-
maður brúadeildar Vegagerðarinnar. „Við erum
bara að styrkja hana því stóru bílarnir keyra
svo hratt inn á hana að þeir eru að sliga hana,“
segir hann.
Skipt verður um yfirbyggingu; stálbita og
timburgólf, en gömlu undirstöðurnar verða
áfram.
Einar bendir á að þarna á svæðinu sé „hver
einbreiða brúin á fætur annarri og því engin
forsenda til að fara að breikka eina þeirra. Það
væri betra að taka veginn allan í samhengi
þegar þar að kemur“.
Tvöföldunin sem slík strandar þó ekki á
Vegagerðinni, sem Einar kveður reiðubúna í
verkið. „En við förum ekki að teikna fyrr en
sést í fjárveitingu frá Alþingi og skipulag frá
sveitarfélaginu.“
Endurnýjunin kostar innan við sex milljónir
en ný steypt tvíbreið brú gæti kostað 150
milljónir. - kóþ
BRÚ Á SUÐURLANDI Fyrir sunnan Vatnajökul er fjöldi
einbreiðra brúa og Vegagerðin þarf að halda þeim
við, þótt brúadeildin hefði ekkert á móti því að byggja
nýjar og betri brýr. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
MYND/ÚR SAFNI
Fjármagn vantar til að byggja nýja tvíbreiða brú undir Vatnajökli:
Gert við einbreiða brú yfir Skaftafellsá
TYRKLAND, AP Tyrklandsstjórn, sem
mynduð er af íslamsk-sinnuðum
flokki sem hefur yfirgnæfandi
meirihluta á þingi, er að íhuga að
grípa til þess að breyta stjórnar-
skránni þannig að þrengt yrði að
sjálfstæði dómskerfisins.
Tilefnið er að ríkissaksóknarinn
hefur boðað að hann muni fara
fram á að stjórnarflokkurinn
verði dæmdur til að vera leystur
upp á þeim grundvelli að hann
hafi gerst sekur um að grafa
undan hinu veraldlega stjórnkerfi
landsins, sem stjórnarskráin á að
vernda.
Recep Tayyip Erdogan forsæt-
isráðherra og fleiri forystumenn
Réttlætis- og þróunarflokksins
ráða nú ráðum sínum um málið,
að sögn flokksstarfsmanns. - aa
Tyrknesk stjórnmál:
Íhuga stjórnar-
skrárbreytingu
RECEP TAYYIP ERDOGAN Forsætisráð-
herra Tyrklands er að íhuga stjórnar-
skrárbreytingar.
SVÍÞJÓÐ Ung sænsk kona hefur
fundist látin á ströndinni í
Phuket í Taílandi. Talið er að
nokkrir menn hafi ráðist á hana
þar sem hún var í gönguferð á
ströndinni, að sögn sænska
dagblaðsins Expressen, en konan
bjó með vinkonu sinni í tjaldi á
ströndinni. Hún ber þess merki
að hafa barist fyrir lífi sínu.
Lögreglan í Taílandi hefur sagt
að hún telji að árásarmennirnir
hafi verið þrír til fjórir. Svo virðist
sem konan hafi verið stungin með
sams konar hnífi og sjómenn á
svæðinu nota. Í gær var svo greint
frá því að ungur Taílendingur
hefði verið handtekinn, grunaður
um aðild að verknaðnum. - ghs
Sænsk kona í Taílandi:
Myrt á göngu á
ströndinni
LONDON, AP Norskur námsmaður,
Martine Vik Magnussen, fannst
látin undir ruslahaug í kjallara í
London. Breskir rannsóknarlög-
reglumenn segja að stúlkan hafi
fengið áverka á hálsinn og talið er
að hún hafi verið myrt.
Rannsóknarlögreglan Scotland
Yard segir að stúlkan, sem lagði
stund á nám í viðskiptafræði í
London, hafi verið að skemmta
sér á Maddox Club, vinsælum
skemmtistað, á föstudagskvöldið
þegar hún hvarf. Stúlkan er talin
hafa yfirgefið klúbbinn með syni
milljarðamærings en ekki hefur
náðst í hann. Grunur leikur á að
hann sé farinn úr landi. - ghs
Norsk stúlka í London:
Fannst látin í
kjallara íbúðar