Fréttablaðið - 19.03.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.03.2008, Qupperneq 22
22 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Í Frakklandi heyja laganna verðir stranga baráttu gegn mansali og vændi til að reyna að leysa úr áþján þær ógæfusömu stúlkur sem neyddar eru til að selja blíðu sína, jafnvel úti á gangstéttum, og oft verður þeim nokkuð ágengt. Margar þessar stúlkur eru komnar frá fjarlægum löndum, ekki síst frá Austur-Evrópu; það er hin svokallaða „rússneska mafía“ sem stendur að baki innflutningnum og starfræksl- unni, og á hana er lögreglan farin að kunna. Hún þekkir sína menn í mafíunni, hún veit að þar er mannhatur mestan part, stúlkurn- ar eru beittar grímulausu ofbeldi og bellibrögðum, eins og Íslend- ingar þekkja úr annarri átt, úr sænsku kvikmyndinni „Lilja 4ever“, og þar kann lögreglan stundum að láta krók koma á móti bragði. Hugsanagangur andstæð- inganna, svo og fórnarlamba þeirra, liggur henni nokkuð opinn fyrir. Því liggur beint við að álykta svo, að sama máli gegni um stúlkur sem koma frá öðrum heimshálfum, einkum og sér í lagi hinni svörtu Afríku, og þannig megi nota sömu aðferðir gegn þeirri sérstöku mafíu sem starfrækir þær. Þessi mafía er þekkt og hefur ákveðið andlit, ef svo má segja, það eru afrískar konur, nokkuð við aldur, sem eru kallaðar „madam“ í heimalöndum sínum en „mama“ þegar þær koma til Frakklands. En nú var eitthvað sem gekk ekki upp, lögreglan rak sig á vegg og engum venjulegum aðferðum hennar varð við komið. Hvað var hér á seyði? Smám saman kom hinn ægilegi sannleikur í ljós. Þessar afrísku stúlkur voru ekki beittar líkamlegu ofbeldi eins og Lilja og stöllur hennar. Málið var miklu verra, þær höfðu orðið fyrir gjörningum. Þessar stúlkur koma ofan úr afdölum í Nígeríu og Benín, blekktar með loforðum um betri framtíð og án þess að hafa nokkra minnstu hugmynd um hvað það er sem bíður þeirra í raun og veru, en áður en þær eru sendar til Evrópu leiðir „madam“ þær fyrir galdrakall. Sá nefnist „babalawo“ og fremur hann á stúlkunum særingar sem nefndar eru „jú-jú“. Þær eru af ýmsu tagi, en felast einkum í því að galdrakallinn klippir af stúlkunum hár eða neglur eða hann vekur þeim blóð. Síðan er þessu, hárinu, nöglunum eða blóðinu, blandað saman við kol, og lesnar yfir öllu saman ýmsar mergjaðar særingaþulur. Fyrir þessa athöfn tekur galdra- kallinn hundrað dollara í hvert skipti, og þar sem mönnum telst svo til að um það bil fjörutíu og fimm þúsund stúlkur séu fluttar árlega frá Nigeríu til Evrópu til að stunda þar vændi, er greinilegt að þarlendir galdrakallar hafa mikil umsvif. Nokkrir þeirra hafa jafnvel sest að í Vestur-Evrópu og stunda iðju sína þar. Tilgangurinn með þessari myrku jú-jú serimóníu er nú sá að sannfæra stúlkurnar um að ef þær eru ekki hlýðnar í hvívetna muni illir andar fara að starfa á þeim eða þeirra nánustu. Og serimónían virðist vera miklu áhrifameiri en nokkurt líkamlegt ofbeldi eða hótanir um slíkt geta orðið. Óttinn við andana er svo mikill, að stúlkurnar þora ekki að æmta né skræmta árum saman, og þótt þær lendi í höndunum á lögreglunni og félagsráðgjöfum hennar leysa þær ekki frá skjóðunni. Öðru hverju tekst lögreglunni að afhjúpa vændis- hring, sem sé „madam“, eina eða fleiri, handbendi þeirra og nokkrar „starfstúlkur“. Síðan 2006 er t.d. sagt að tuttugu og fimm slíkir hringar hafi lent undir manna hendur, og starfrækti hver þeirra einar fimm eða sex stúlkur. En þetta kemur jafnan fyrir ekki, það er ekki hægt að fá stúlkurnar til nokkurrar minnstu samvinnu við þá sem vildu gerast bjarg- vættir þeirra. Franskir lögreglumenn sem hafa frá blautu barnsbeini verið aldir upp við rökhyggju heim- spekingsins Descartes standa alveg ráðþrota gagnvart þessu fyrirbæri, og sama máli gildir um aðstoðarmenn þeirra og ráðu- nauta. Þó vantar ekki að lögreglan sé vel mönnuð, bæði vísindadeild- in sem og aðrar deildir. Hún hefur yfir að ráða sérfræðingum í öllum sköpuðum hlutum, réttarlæknum, efnafræðingum, fingrafarafræð- ingum, beinamælingamönnum, sálfræðingum, félagsfræðingum, afbrotafræðingum, tölvufræðing- um, karate-meistörum, fjármála- sérfræðingum, glímukóngum, dulmálsráðningamönnum, túlkum í rússnesku, jórúba, pöl og öðrum álíka torskildum tungumálum, og mörgum fleiri. En nú er ljóst að þetta er alls ekki nóg. Til að lögreglan sé fullskipuð og vanda sínum vaxin þarf að bæta við hana einni nýrri starfsgrein: djöflasæringamönnum frá Nígeríu. Jú-jú hjá babalawo EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | UMRÆÐAN Álver í Helguvík Framkvæmdir geta ekki haldið áfram við álver í Helguvík. Þetta er nákvæmlega svo einfalt. Það eru svo margir endar lausir að hvort sem litið er á framkvæmdina út frá sjónarhóli stjórnsýslu eða viðskipta, blasir við að framkvæmdir núna eru skammsýni – slæm stjórnsýsla og illa undirbúinn bissness. Fjármálaráðherra og banka- stjóra Landsbankans er alveg sama og hvetja Íslendinga til að pissa í skóinn sinn. Tvennt er í veginum varðandi álver í Helguvík. Í fyrsta lagi er ekki búið að afla orku nema í mesta lagi fyrir fyrsta áfanga. Enginn veit hvaðan viðbótarorkan á að koma því nágrannasveitarfélögin vilja nýta sínar orkulindir sjálf og Landsvirkjun ætlar ekki að bjarga málum. Í öðru lagi er ekki búið að afla kvóta fyrir mengunina sem myndi koma frá þessu álveri. Álver í Helguvík er gegn vilja Samfylkingarinn- ar. Ekki bara hafa Ungir jafnaðarmenn og samtök umhverfissinnaðra jafnaðarmanna, ályktað gegn því heldur hafa þingmenn og ráðherrar lýst andstöðu sinni. Iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra hafa bæði sagt að ef eitt álver eigi að rísa í viðbót yrði það betur komið við Húsavík. Ísland á bara pláss fyrir mengun frá einu litlu álveri í viðbót. Þess vegna værum við að pissa í skóinn með því að ryðjast í óundirbúnar framkvæmdir í Helguvík undir því yfirskini að redda efnahags- lægð. Áhrifin á efnahaginn eru umdeilanleg og sterk rök fyrir að þau yrðu neikvæð. En þegar allt kemur til alls skiptir mestu að við horfum til framtíðar í atvinnuuppbyggingu. Ungir jafnaðarmenn eru raunar á móti frekari uppbyggingu mengandi áliðnaðar á Íslandi. Mér finnst sjálf- sagt að segja frá því um leið og ég útskýri af hverju framkvæmdir geta ekki haldið áfram í Helguvík, hvort sem menn eru hlynntir álveri eða ekki. Að lokum vil ég spyrja: Af hverju liggur svona ofboðslega á? Þolir álver í Helguvík ekki bið eftir því að við sjáum hvort forsendur séu fyrir byggingu þess? Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Ekki halda áfram í Helguvík ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR Mansal og vændi P íslarvika kristinna manna hefur nú reynst fjármála- mörkuðunum mesta písl. Fall krónunnar gerir einstakl- ingum og fyrirtækjum þungar búsifjar. Vera krónunn- ar í hæstu hæðum bar þó vott um meiri efnahagslega skekkju en núverandi lægð. Ástæðan er sú að verðmæta- sköpun þjóðarbúsins stóð ekki undir þeim lífskjörum. Þau voru að of stórum hluta fengin að láni. Mergur málsins er sá að það voru í ríkum mæli kraftar utan íslenska hagkerfisins sem ýttu krónunni upp. Enn eru það hrær- ingar á erlendum mörkuðum sem toga hana niður. Í því ljósi benti forsætisráðherra réttilega á í gær að ríkisstjórnin ræður ekki yfir neinum meðulum sem unnt er að taka inn frá einum degi til ann- ars. Mestu skiptir nú að settir verði niður vegvísar að meiri verð- mætasköpun og betri stöðugleika. Menn þurfa að sjá vegvísi að ráðstöfunum sem draga úr hættu á að lánsfjárkreppan sogi súrefnið úr þeirri atvinnustarfsemi sem skapar verðmætin í samfélaginu. Vegvísir að frekari nýtingu orkulindanna er einnig nauðsynlegur eins og fjármálaráðherra hefur bent á. Óvissu þar um þarf að eyða. Skynsamleg rök standa einnig til þess að vegvísi verði beint að því marki að bæta gjaldeyrisforða Seðlabankans. Forystumenn vinstri grænna hafa vakið máls á slíkum ráðstöfunum. Þann bagga þarf ríkissjóður að bera. Þar af leiðir að fremur þarf að létta á öðrum klyfjum hans en þyngja. Bíti gengislækkunin minnka að auki tekjur ríkissjóðs af umframeyðslu. Loks verður ekki hjá því komist að setja niður vegvísi sem snýr lengra fram en aðrir. Hann þarf að beina mönnum inn á braut sambærilegs stöðugleika í fjármálum og helstu samkeppnis- og viðskiptalöndin njóta. Þó að fall krónunnar hafi verið eðlilegt þarf að koma í veg fyrir að sveiflurnar byrji á ný þegar yfirstandandi píslardögum lýkur. Fyrir tveimur árum ritaði Illugi Gunnarsson alþingismaður snarpa ádeilu í þetta blað á aðferðafræði Seðlabankans meðal ann- ars fyrir að mæla verðbólgu með öðrum hætti en gerist og gengur hjá þeim þjóðum sem við tökum helst mið af. Segja má að svar- grein aðalhagfræðings Seðlabankans hafi verið upphaf að þeirri umræðulotu um krónuna sem staðið hefur síðan. Í þeirri grein varði aðalhagfræðingurinn aðferðafræðina en sagðist um leið ekki vilja gera lítið úr þeim vanda sem peninga- stefna í litlu opnu hagkerfi stendur frammi fyrir. En niðurstaða hans um þann hluta viðfangsefnisins var afar skýr og laus við alla tæpitungu. Þar sagði: „Af þessum ástæðum er ekki ólíklegt að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli og peningastefnu á jafn litlu svæði og Íslandi sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim. Samt sem áður tel ég tæp- ast að vandinn sem Seðlabanki Íslands stendur frammi fyrir sé jafn hrikalegur og Illugi virðist gefa í skyn. Því megi við það una að búa við sjálfstæðan gjaldmiðil og peningastefnu enn um sinn, með þeim fórnarkostnaði og reyndar umtalsverðri áhættu sem því fylgir. Sem betur fer, því mér skilst að ekkert annað sé á döfinni.“ Þessi einfalda greining á vandanum hefur ekki verið hrakin. Reyndar má segja að hún hafi harðnað af tveggja ára viðbótar- reynslu. Hún segir ennfremur að til lengri tíma getur ekki verið skynsamlegt að viðhalda sjálfstæðri peningastefnu sem skilar minni ávinningi en engum og eykur sveiflur fremur en að draga úr þeim. Sú písl hefur ekki sýnilegan tilgang. Písl án sýnilegs tilgangs: Nýir vegvísar ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Uppfræðarinn Hjá fámennum eyríkjum hlýtur það að vera skylda hinna sigldu og lærðu að deila þekkingu sinni með þeim sem ekki komast yfir úthafið. Það gerir hinn snjalli samfélagsrýnir Egill Helgason að minnsta kosti samvisku- samlega, nú síðast í bloggfærslu um heims- endaspár um bráðnun jökla. „Þetta er það sem kallast alarmismi,“ bloggar Egill, alla leið frá London, og gefur þar með löndum sínum nasasjón af því hvernig heims- borgararnir tala. Það sem kallast … Á heimasíðu Egils er nú orðinn til dágóður sarpur af heitum og hugtökum sem hinir lærðu hafa á hraðbergi: Tökum dæmi: „Strákarnir [sjónvarpsþátturinn] eru partur af kúltúr sem kallast „laddishness“; „...alveg út í það sem kallast loony left á Bretlandi“; „...á ensku heita þetta identy politics“; „Í bókmenntum er notað hugtakið canon...“; „... hins vegar það sem kallast localismi“. … sem á ensku heitir Áfram heldur þetta: Seattleborg hefur sett „það sem kallast „growth boundary““; er ekki „ástæða til að taka upp það sem í Bret- landi kallast „Anti-Social Behaviour Orders““; „Lýðræðið í Bandaríkjunum er farið að bera mjög svip þess sem kallast plútókratí“; Vladimír Pútín „er það sem kallast „chekisti““; „... í þeirri tegund verslana sem á ensku kallast “high street”“; og síðast en ekki síst: „Á frönsku heitir ástandið sem ríkir hér nostalgie de la boue – þið getið flett því upp“. Er þetta ekki það sem kallast besserwisser? bergsteinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.