Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 33

Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 33
Ísmót Landssambands hestamannafélaga, ÞEIR ALLRA STERKUSTU, verður haldið í Skautahöll- inni í Reykjavík 29. mars. Úrtaka fyrir mótið verður í Skautahöllinni á skír- dag, fimmtudaginn 20. mars. Tíu bestu í henni kom- ast áfram. Að venju verður landsliðsknöpum frá því á síðasta heimsmeistaramóti boðin þátttaka. Einnig stjörnum hinna ýmsu móta vetrarins. Flottustu keppnis- og sýningahross landsins verða því saman komin á einu og sama ísmótinu – Þeim allra sterkustu! Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Allur ágóði rennur til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum. Þátttaka í mót- inu er takmörkuð, aðeins þeir bestu komast að. Sérstök keppni stóðhesta er liður í dagskrá móts- ins. Þar koma fram margir af glæsilegustu grað- hestum landsins. Það verður því mikið um dýrðir í Skautahöllinni þennan síðasta laugardag marsmán- aðar. Almenningi er bent á að mótin í Skautahöllinni hafa reynst frábær fjölskylduskemmtun. Það ríkir jafnan mikil stemning og áhorfendur eru virkir þátt- takendur. MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar Sigurbjörn Björnsson á Lundum í Borgarfirði var kosinn í ræktunar- nefnd FEIF á ársfundi samtakanna hérlendis í febrúar. Sigurbjörn er hrossabóndi og sat þrettán ár í stjórn og varastjórn LH. Frá Lund- um hafa komið þekkt kynbótahross, svo sem stóðhestarnir Auður og Bjarmi, og móðir hans, Sóley, sem stóð efst á fjórðungsmóti á Kald- ármelum 1997. Nýja verkefnið leggst vel í Sigbjörn, sem segir það minna á LH starfið. En mun hann beita sér fyrir einu öðru frem- ur? „Ég mun reyna að láta gott af mér leiða. Brýnasta verkefnið er að stuðla að sem mestri vegferð og kynbótaframförum íslenska hests- ins í FEIF-löndunum. Þar er víða mikið verk óunnið.“ Sigurbjörn í rækt- unarnefnd FEIF Fundur LH og Léttis á Akureyri um öryggis- og skipulagsmál, haldinn í Brekkuskóla á Akureyri 29. febrúar 2008, skorar á bæjar- yfirvöld á Akureyri að falla frá hugmyndum um skipulag á svæði Glerárdal fyrir akstursíþróttir í námunda við hesthúsahverfi Ak- ureyrar, þar sem þessi starfsemi fer ekki saman. Telur fundurinn nauðsynlegt að finna aðrar lausnir á málefninu, því ljóst má vera að hvorugt svæðið á möguleika á því að þróast eðlilega til framtíðar ef svo fer fram sem horfir. Áskorun til bæjaryfirvalda Tvö stór ísmót voru haldin í Evr- ópu um síðastliðna helgi. Annað í Árósum í Danmörku, hitt í Berlín í Þýskalandi. Áhorfendur skiptu þúsundum og verðlaun voru veg- leg. Ísmótið í Árósum var nú hald- ið í áttunda sinn. Þar er eingöngu keppt í tölti, en einnig er sérstök stóðhestasýning. Íslenskir knapar hafa verið sigursælir á þessu móti. Jóhann Skúlason hefur unnið það fjórum sinnum. Að þessu sinni var það Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu sem hirti gullið. Ísmót- ið í Berlín er kynnt sem Evrópu- mót íslenskra hesta á ís og er hug- myndin að það færist á milli landa í framtíðinni. Þar er keppt í fleiri greinum hestaíþrótta: tölti, fjór- gangi, fimmgangi og 100 metra skeiði. Útlendir á ís VÍS og Landssamband hesta- mannafélaga hafa gefið út bæk- linginn ÖRYGGISATRIÐI Í HESTAMENNSKU. Í bæklingnum er farið á skýran og einfaldan hátt yfir helstu öryggisatriði í hesta- mennsku, eðli og skynjun hests- ins, aðbúnað og umhverfi, hvern- ig á að kaupa hest, reiðtygi og ör- yggisstaðla. Bæklingnum verður dreift víða næstu vikur og mánuði en einnig má nálgast hann hjá VÍS og á skrifstofu LH í Íþróttamið- stöðinni í Laugardal. Bæklingur um öryggismál Í Ameríku er komin út ævintýra- bókin „Ariel´s Journey“, sú fyrsta í bókaflokknum „The Ice Horse Adventures Series“. Íslenski hest- urinn leikur stórt hlutverk í bók- inni. Hún fjallar um stúlkur sem búa í Bandaríkjunum og eiga ís- lenska hesta. Fólki í bókinni finnst ekki mikið varið í þessa litlu og loðnu „pony” hesta. Þeir eiga þó al- deilis eftir að sanna sig. Þeir eru gæddir töfrum og hafa þann hæfi- leika að geta flutt sig til fortíðar og talað saman með hugsanalestri. Sagan gerist að stórum hluta á Ís- landi á elleftu öld og lifnaðarháttum fólks er vel lýst. Og ekki skemm- ir það fyrir að hún er líka ágætis markaðssetning fyrir íslenska hest- inn vestan hafs. Sjá www.eidfaxi.is Íslenskir hestar í bandarískri bók Elsa Albertsdóttir er doktorsnemi við LBHÍ á Hvanneyri. Hún situr í öryggis- nefnd LH og kom að gerð bæklingsins. Á myndinni er hún með sérstakt öryggis- vesti fyrir reiðmenn. Finnska Íslandshestasamband- ið hefur hafið útgáfu á nýju hesta- tímariti, „Islanninhevonen“ (Ís- lenski hesturinn), sem kemur út sex sinnum á ári. Í því verða faggreinar um ræktun, reiðmennsku og með- ferð íslenska hestsins, skemmti- og afþreyingarefni. Finnska Íslands- hestasambandið, sem var stofnað 1982, hefur stækkað ört undanfarin ár, og eru meðlimir um níu hundr- uð. Það hefur frá upphafi gefið út lítið fjölritað tímarit en nú finnst Finnum tími til að axla sín skinn í útgáfumálum. Samantekt á ensku fylgir tímaritinu sem er á vefsíðu sambandsins: www.islanninhevon- en.net. Sjá www.eidfaxi.is Nýtt tímarit í Finnlandi Foríða fyrsta tölublaðs „Islanninhevonen.“ HESTAMENN nota fjórhjól til þjálfunar BLS. 4 Þeir allra sterkustu í Skautahöllinni Ísleifur Jónasson var sigurvegari á fyrsta ísmóti Þeirra allra sterkustu sem haldið var árið 2005. Hann keppti þá á Röðli frá Kálf- holti, sem er með allra bestu klárhestum landsins um þessar mundir. MYND/JENS EINARSSON Stórsýningin Æskan og hestur- inn verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal helgina 29. til 30. mars. Sjö hestamannafélög á höfuðborg- arsvæðinu standa að sýningunni: Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Máni, Sóti og Sörli. Æskan og hesturinn er stærsta reiðhallarsýning ársins hverju sinni. Frítt er inn á sýninguna. Að þessu sinni taka tvö gestafélög þátt í herlegheitunum: Sleipnir frá Selfossi og Faxi í Borgarfirði. Um 250 börn, þriggja til átján ára, munu sýna sig og hesta sína í fjöl- breyttum atriðum. Yngstu börnin verða í skrautbúningum. Tvær sýningar verða hvorn dag, klukkan 13 og 16. HARA syst- ur skemmta á laugardeginum og Magni á sunnudeginum. Georg frá Glitni verður á svæðinu, svo og Bjarni töframaður. Rétt er að taka fram að undanfarin ár hefur verið troðfullt á allar sýningar, þannig að það er vissara að mæta tíman- lega. Aðalstyrktaraðili er Glitnir. Æskan og hesturinn í Víðidal Börnin mæta í alla vega litum búningum og meira að segja sum hrossin líka. Á mynd- inni eru Auður og hesturinn Moli að leika listir sínar. MYND/ÓLAFUR ÁRNASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.