Fréttablaðið - 19.03.2008, Page 36

Fréttablaðið - 19.03.2008, Page 36
 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● lh hestar Reiðmennska snýst ekki eingöngu um það hvernig á að sitja á hesti og stjórna honum, heldur líka hvernig á að detta af baki – án þess að meiða sig mikið! Fyrir skömmu stóðu VÍS og Land- búnaðarháskóli Íslands fyrir námskeiði á Hvanneyri um ör- yggi í hestamennsku. Sérfræð- ingar í hestamennsku útskýrðu hvernig komast má hjá óvæntum uppá komum og meiðslum ef knapi fellur af baki. Bjarni Friðriksson júdókappi var einn þeirra sem sáu um verklegu kennsluna á nám- skeiðinu. Ekki vegna þess að hann sé vanur að detta af baki, heldur vegna kunnáttu sinnar í að lenda, úr oft óblíðum fangbrögðum júdó glímunnar. FALLÆFINGAR HLUTI AF REIÐ KENNSLU Bjarni segir það öllu máli skipta að knapinn komi niður af mýkt. Það sé hægt með því að þjálfa sig í að detta. Lykillinn að mjúkri lend- ingu sé að knapinn fari inn í nokk- urs konar kollhnís í fallinu, beri hendurnar fyrir sig, rúlli síðan í kollhnís og lendi á herðum, baki eða hlið. Líka sé þýðingarmikið að setja höku að bringu til að vernda höfuðið. „Þetta er eitthvað sem að mínu viti ætti að taka inn í reið- kennslu almennt. Þetta útheimt- ir ekki mikla aðstöðu. Í júdóinu köllum við þetta fallæfingar. Þær eru hluti af hverri kennslustund. Hestamenn sem hafa æft júdó og lent í því að detta af baki segjast ósjálfrátt beita fyrir sig falltækn- inni úr júdóinu og hún komi að góðum notum,“ segir Bjarni. TRAUST HEFUR FORVARNARGILDI Reynir Aðalsteinsson reiðkennari og Elsa Albertsdóttir, hestamaður og doktorsnemi í búvísindum við LBHÍ, voru leiðbeinendur á nám- skeiðinu. Þau lögðu meðal ann- ars áherslu á að gott samband og traust manns og hests skipti miklu máli og hefði forvarnargildi: „Hestur sem treystir manninum fælist síður ef eitthvað kemur upp á.“ Ragnheiður Davíðsdóttir for- varnafulltrúi og Rúnar Þór Guð- brandsson, deildarstjóri hjá VÍS, sem bæði eru hestamenn, unnu að undirbúningi námskeiðsins í sam- vinnu við LBHÍ. Þau eru sammála um nauðsyn þess að menn nálgist hestinn á hans forsendum og læri að þekkja inn á hann. Þannig sé hægt að fækka slysum í hesta- mennsku sem því miður hafa verið of mörg á undanförnum árum. Ýmis ráð eru notuð við þjálfun hesta nú til dags og þykir eldri hestamönnum lítið til sumra þeirra koma. Áður hefur verið fjallað um hestasund hér í LH-Hestum. Margir telja það gagnlegt við þjálfun keppnishesta og hollt og gott fyrir hesta yfirleitt, rétt eins og menn. Öðrum finnst hesta- sundið í besta falli broslegt og býsna mikið í lagt. Ekki er það svo ódýrt! Annars konar þjálfunaraðferð sem nú er í „tísku“ er að teyma hrossin á fjórhjóli. Eru það eink- um yngri tamningamenn sem hafa tileinkað sér þessa tækni. Finnst þeim, eins og með sund- ið, að það sé kjörin aðferð til að þjálfa upp þrek án þess að reyna mikið á fætur hestanna. Mörgum hinna eldri finnst að- ferðin hins vegar bæði of hávaða- og fyrirhafnarsöm. Svo eru aðrir sem ná ekki upp í nef sér yfir „letinni“ í ungdómnum; að nenna ekki að ríða út með tvo til fjóra til reiðar. Þá yrði fótum hlíft og enn meira gagn að tamningunni, fyrir utan hvað það er náttúrulegra og skemmtilegra. En strákarnir láta sér ekki segjast og þeysast um allar triss- ur á mótorfákunum með ferfætl- ingana í eftirdragi. Svo er bara spurning um hvað þessi „tíska“ endist lengi. Ekki síst með það í huga hvað bensínið er orðið dýrt! Fjórhjól og ferfætlingar Þjálfað í Holta- og Landsveit. MYND/JENS EINARSSON Bjarni Friðriksson í „virkri“ leiðsögn á námskeiðinu á Hvanneyri. MYND/JENS EINARSSON Að læra að detta af baki WorldRanking er samheiti hestaíþróttamóta fyrir íslenska hesta. Sérstaða þeirra er að einskonar „heimslisti“ er haldinn yfir alla keppendur mót- anna og árangur þeirra borinn saman. Á annað hundrað WorldRanking-mót verða hald- in í tólf FEIF-löndum á árinu. Eitt í Frakklandi, Ít- alíu og Lúxemborg, fjögur í Sviss, fimm í Hollandi, sex í Noregi, sjö í Austurríki, Danmörku og Finn- landi, 14 á Íslandi og Svíþjóð og 38 í Þýskalandi. Fyrir utan WR-mót eru haldin fjölmörg önnur hestamót og sýningar á íslenskum hestum út um allan heim á hverju ári. Marko Mazeland, sportforseti FEIF, segir þetta endurspegla mikinn áhuga á íslenska hestinum um víða veröld. Alls tóku 1.815 knapar þátt í WR- mótum á síðasta ári. Hann segir WorldRanking- mót gefa kost á því að færa árangur keppenda í WorldFeng, upprunaættbók íslenskra hrossa, og reikna tölurnar saman við kynbótamatið (BLUP). Hugmyndir um að reikna árangur í hestaíþróttum inn í kynbótamat eru til umræðu hérlendis. Marko segir að keppnishross á WR-mótum séu betri helftin af hrossunum og gefi því ekki rétta heildarmynd af keppnishrossunum. Þrjú til fjög- ur þúsund keppendur taki þátt í mótum íslenskra hesta á stærstu helgunum og það séu keppendur í öllum styrkleikaflokkum, þar á meðal byrjendur. Sjá WorldRanking lista FEIF: http//www.feif.org. Internet íslenskra hesta Marko Mazeland, til hægri, með þeim Sigurði Sæmunds- syni og Göran Häggberg frá Svíþjóð í lokahófi FEIF-ráð- stefnunnar á Skeiðvöllum í febrúar. MYND/JENS EINARSSON Hafrar & bygg 4 Fyrsti vísir að kennsluefni í tamningu hesta og reið- mennsku eru tvær greinar eftir Skagfirðinginn Gunnar Ólafsson, sem birtust í Búnaðarriti Her- manns Jónassonar árið 1894 og 1897. Greinarnar eru stórmerki- legar og lýsa afburða kunnáttu höfundar. Er ekki aðrar betri að finna í dag, þótt þar sé einnig að finna ýmislegt sem er barns síns tíma. Dæmi um innsæi Gunnars er til dæmis eftirfarandi klausa, sem er nokkuð mögnuð með tilliti til ártalsins: „Að venja hestinn við að fram- kvæma hreyfingarnar frjálslega og liðlega fæst einkum með því, að halda þétt við hann, en smá- styðja fótunum að síðunum fyrir aftan gjörðina. Hesturinn vill þá rísa upp að framan og ganga fastara að með afturfæturna; fer þá að koma ofurlítil beygja á liðamótin, mest um konungs- nefin, sem gerir hreyfingarn- ar mýkri og liðugri, og hestinn miklu fríðari á velli. Fer hann þá að verða smástíg- ari á afturfótunum, sem einnig gerir hann þægilegri ásetu fyrir manninn. Af því að þungamiðja hestsins er nú farin að færast til afturhlutans, finnur hestur- inn að hann má ekki fara mjög langt fram með afturfæturna, til að geta haldið jafnvægi á líkam- anum. Framfæturnir takast þá lengra fram og djarflegar, mað- urinn fer að finna að hreyfing- arnar verða liðugri og frjálsari, því að framfæturnir fara að eiga hægara með að bera undan spyrniafli afturfótanna... ... Að hesturinn beri sig þannig, er eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að hann geti borið sig og manninn lipurt og léttilega, og haldið sínu meðskapaða fjöri. Auðvitað er hægt að þrýsta hestinum svo mikið saman, ef honum er haldið mjög í ríg að framan, en afturhlutinn rek- inn innundir með fótunum, að það verði hestinum erfitt; eink- um er hætt við þessu ef hann er lipur og fjörmikill. Það ríður einnig á því að lofa hestinum að teygja úr sér, ef hann er látinn fara harðan sprett, en setja hann svo aftur í jafnvægi þegar hann er stilltur.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.