Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 27
UMRÆÐAN
Samgöngumál
Fyrir skömmu barst tilkynning frá sam-
gönguráðuneytinu um
gerð jarðganga milli
Ísafjarðar og Bolung-
arvíkur. En hvað er
Bolungarvík? Það er
lítið útkjálkaþorp við
Ísafjarðardjúp inni-
klemmt milli fjalla.
Fyrr á dögum þegar sjósókn var
stunduð á opnum árabátum var
eðlilegt að sjómenn fyndu sér
aðstöðu sem væri skammt frá
fiskimiðunum. Síðan þá hefur sjó-
sókn þróast frá bátum að stórum
og öflugum vélskipum. Sú þróun
gerði það að verkum að í raun var
ekki þörf á þessum litlu útróðrar-
stöðum. Ísafjörður var skammt
frá með góða höfn. Af einhverjum
undarlegum sökum héldu menn
áfram að búa í Bolungarvík og
öðrum smástöðum eins og Flat-
eyri, Súðavík og Suðureyri. Þessi
þorp urðu sjálfkrafa óþörf.
Nú er frekjugangur smáþorp-
anna orðinn slíkur að þeir heimta
jarðgöng og snjóflóðavarnir.
Þorpsstjórnin í Bolungarvík hafði
það af að véla fyrrv. samgöngu-
ráðherrann til að samþykkja jarð-
göng, 5-6 km löng. Ótaldir millj-
arðar til að viðhalda óþarfri byggð
með 500 manns. Á sama tíma vant-
ar fé í bráðnauðsynlegar fram-
kvæmdir víða um land. Ekki þarf
að orðlengja þörfina á höfuðborg-
arsvæðinu, Vaðlaheiðargöng, ný
brú yfir Ölfusá við Selfoss, Suður-
strandarveg og fækkun
einbreiðra brúa.
Ég hripa niður þessa
grein mína þar sem mér
ofbýður heimtufrekja
og óbilgirni örsmárra
þorpa. Þau vilja millj-
arðafúlgur af vegafé
okkar, sem er að mestu
komið frá höfuðborgar-
svæðinu.
Þeir bera sig að slík-
um skorti á veruleika-
skyni, að undrun sætir.
Þorpsstjóra Bolungarvíkur, oflát-
ungi og kjaftaski, fannst það við
hæfi að segja stjórnvöldum að
skammast sín þegar þeim fannst
ekki koma nógu margar milljónir
vegna mótvægisaðgerða.
Dýrt er orðið þjóðinni að stjórn-
málaflokkarnir hafa valið óhæfa
menn í stöðu samgönguráðherra
hvern af öðrum síðustu áratugina.
Allir hafa þeir komið frá dreifbýl-
inu. Þingmenn allra flokka dreif-
býlisins, sem í raun hafa myndað
óformlegan sjötta þingflokkinn á
Alþingi, hafa gætt þess að höfuð-
borgarsvæðið skipi aldrei sam-
gönguráðherra. Ekki þarf að
minna á hvar 2/3 hlutar þjóðarinn-
ar búa.
Steingrímur J. Sigfússon,
Alþýðubandalagi, og Halldór
Blöndal frá íhaldi, þingmenn NA-
kjördæmis, voru samgönguráð-
herrar árin 1988-1995. Þeirra
„afrek“ var að láta gera jarðgöng
undir Ólafsfjarðarmúla og þar
með tengja smábæ við þjóðvega-
kerfið. Í þeirra huga var það
nauðsynlegra en að gera jarðgöng
undir Öxnadalsheiði eða Vaðla-
heiði þar sem er mikil umferð, og
á hringveginum. Ekki tók betra
við þegar íhaldið skipaði smá-
þorparann Sturla Böðvarsson í
embættið. Sturla þessi var höfuð-
borgarbúum erfiður og óréttlát-
ur. Á valdatíma Sturlu var ákveð-
ið, og byrjað á, fokdýrum
jarðgöngum milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar, sem eru mestu
afglöp í sögu samgöngumála á
Íslandi. Jarðgöng milli afskekktra
smábæja utan alfaraleiða verða
aldrei þjóðhagslega hagkvæm.
Eitt síðasta verk Sturlu var svo
að ákveða fyrrgreind jarðgöng
undir Óshlíðina, enn ein óhæfan.
Við myndun síðustu ríkisstjórnar
féll Samfylkingin í þá gryfju að
skipa enn einn dreifbýlisþing-
manninn í starf samgönguráð-
herra, Kristján L. Möller frá
Siglufirði. Kristján hafði bein í
nefinu til að slá af óraunhæfa
kröfu Vestmanneyinga um jarð-
göng út í virkan eldgíg. En Kristj-
án brást illilega þegar hann stað-
festi ákvörðun Sturlu um
jarðgöngin undir Óshlíð. Óskilj-
anlegt er að jafnaðarmaður sýni
slíka skammsýni. Sennilega
vegna þess að hann barðist fyrir
jarðgöngum til sins heimabæjar.
Ég átel stjórn Samfylkingarinnar
að ganga fram hjá því mannvali í
þingmannahópi flokksins á höf-
uðborgarsvæðinu.
Höfundur er prentari og félagi í
Samfylkingunni í Reykjavík.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Ein göngu er tek ið á móti efni
sem sent er frá Skoð ana síð unni
á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein-
ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni
birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða
í báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
JÓN OTTI JÓNSSON
Veruleikafirrtir Vestfirðingar
minni karla
Föndurverslun
Námskeið
Síðumúli 15
S: 553-1800
Sjón er sögu ríkari