Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 48
28 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. Falklandseyjastríðið hófst með inn- rás hers Argentínumanna á eyjunni Suður-Georgíu sem tilheyrir Bret- landseyjum. Bretar og Argentínumenn tókust á um yfirráð yfir Falklandseyjum og Suður-Georgíu og Suður-Sand- víkureyjum í Suður-Atlantshafinu. Deilur höfðu staðið lengi og her- foringjastjórnin í Argentínu reyndi með innrásinni að draga athygli frá bágu efnahagsástandi og mann- réttindabrotum. Þannig reyndi hún að nýta sér þjóðernishyggju til að sameina þjóðina á bak við stjórn- ina. Argentínumenn töldu sig eiga stuðning annarra ríkja vísan, eink- um Bandaríkjamanna, en svo var ekki. Argentínumenn litu svo á að þeir væru að endurheimta eigið land og Bretar litu á þetta sem innrás. Styrjöldin hafði víðtæk áhrif. Í Argentínu flýtti hún fyrir falli stjórn- arinnar. Í Bretlandi styrkti stríð- ið stjórn Thatcher. Stríðið er eina dæmið um nútímasjóhernað eftir síðari heimsstyrjöldina og lauk með uppgjöf Argentínumanna 14. júní 1982. ÞETTA GERÐIST: 19.MARS 1982 Átök um Falklandseyjar BRUCE WILLIS KVIKMYNDALEIK- ARI ER 53 ÁRA. „Ég hata ríkisstjórnina og er svo sannarlega enginn repúblikani. Og ég skamm- ast mín ekkert fyrir þessar skoðanir.“ Bruce Willis er ein helsta has- arhetja Hollywood, og hefur aldrei legið á stjórnmálaskoð- unum sínum. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurður Ingi Guðjónsson Neðri-Þverá, Fljótshlíð, lést mánudaginn 17. mars á Sjúkrahúsi Selfoss. Kristín Aradóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, andaðist á heimili sínu Hvammi, Húsavík laugardaginn 15. mars síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vigdís Helga Guðmundsdóttir Pálmi Sigfússon Sigurjón Guðmundsson Ása Grímsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Páll Sigfússon fyrrverandi kaupmaður, Kleppsvegi 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut föstudaginn 14. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir Bragi G. Kristjánsson Erna Eiríksdóttir María Anna Kristjánsdóttir Jesús S.H. Potenciano barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Móeiður Helgadóttir frá Selfossi, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu miðvikudaginn 12. mars, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Helgi Garðarsson Kristín Ólafsdóttir Haukur Garðarsson Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Þorvarður Örnólfsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Björg Jónsdóttir Lækjarsmára 6, Kópavogi, áður búsett á Akureyri, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, föstudaginn 14. mars. Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík þriðjudaginn 25. mars kl. 15.00. Sigríður Dóra Jóhannsdóttir Ólafur H. Torfason Egill T. Jóhannsson Kristín Gunnarsdóttir Örn Jóhannsson Ane Mette Sørensen barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, Petrea Aðalheiður Rögnvaldsdóttir (Háaskála) lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, laugardaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 22. mars kl. 11.00. Ásta Axelsdóttir Valgeir Ásbjarnarson Sveinbjörn Axelsson Sæunn Axelsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Lára Axelsdóttir Ómar Þórisson Hanna Brynja Axelsdóttir Jón Þór Björnsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. 50 ára afmæli Til haming ju með 50 ára brúðkaupsafmælið. Papa y mamá Felicidades en esta dia, son los doseos de sus hijos y familiares. En esta fecha tan especial para todos le damos gracias a Dios por darnos unos padres como ustedes. Fyrir hundrað árum var samþykkt í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrsta tillag- an sem kona lagði fram. Sú sem flutti þetta fyrsta mál sitt var að sjálfsögðu Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttinda- frömuður. Tillagan var um fjárveitingu til sundkennslu stúlkna, en fram að þessu höfðu aðeins piltar fengið slíka kennslu í bænum. „Tillagan var samþykkt samhljóða. Þó var fært til bókar að gamall karl, sem var borgarfulltrúi, hafi staðið upp og látið í ljós vanþóknun sína. Honum fannst þetta óþarfa heimtufrekja hjá Bríeti,“ segir Auður Styrkársdóttir, forstöðukona, Kvennasögusafns Ís- lands. Ásamt Bríeti voru þrjár aðrar konur í stjórninni. Þetta voru þær Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen og Guð- rún Björnsdóttir. Saman höfðu þær myndað kvennalista, þrátt fyrir þó nokkurn mótbyr og náð kjöri í janúar 1908. „Sundkennslan fór fram í Laugar- dalslaug. Hún er fyrsta steinsteypta sundlaug landsins og þá var nýbyrj- að að kenna skólapiltum í lauginni,“ segir Auður. „Til starfsins var feng- in Ingibjörg Guðbrandsdóttir, sem var ein af fyrstu íþróttakennurum lands- ins, ásamt nöfnu sinni Ingibjörgu H. Bjarnason. Sú síðarnefnda varð síðan skólastýra Kvennaskólans og fyrsta alþingiskonan okkar.“ Auður segir að skólaskylda barna hafi verið frá tíu-fjórtán ára og senni- legt að sundkennslan hafi verið fyrir elstu stúlkurnar. „Sundið var fjármagnað með opin- beru fé. Þó er skömm frá því að segja að mun meira fjármagni var varið til kennslu piltanna,“ útskýrir Auður sem segir að foreldrar hafi þurft að útvega sundfötin. „Á þessum árum var dýrt að hafa börn í skóla. Foreldrar þurftu að kaupa bæði bækur og annað skóladót og því gátu ekki allir veitt börnum sínum menntun,“ segir Auður. Hún segir jafnframt að konurnar í bæjarstjórninni hafi beitt sér fyrir allt öðruvísi málum en karlarnir. Þetta voru mikið til heilbrigðis- og skólamál sem voru hjörtum kvennanna næst. „Bríet og kynsystur hennar í borg- arstjórn tóku Barnaskólann upp á sína arma. Þær beittu sér fyrir að fátæk börn fengju mat í skólanum, fengju lækni til starfa til að fylgjast með heilsu barnanna og sáu til þess að gólf- in væru þvegin vandlega, ekki bara sópuð. Þetta hafði heilmikið að segja varðandi útbreiðslu berkla, en á þess- um tíma var bærinn mikið pestabæli,“ segir Auður. „Einnig stofnuðu þessar konur fyrsta rólóinn sem var við Tún- götu. Áður voru börn bara á götunni við leik.“ Auk þess að stuðla að heilbrigði í Barnaskólanum, studdu þær dyggi- lega hjúkrunarkonurnar sem stofn- uðu Hjúkrunarfélagið Líkn árið 1915. „Hjúkrunarfélagið sá meðal annars um aðhlynningu berklasjúklinga, kom á fót ungbarnaeftirliti og spornaði þar með gríðarlega við ungbarnadauða. Síðan óx þetta félag og varð að Heilsu- gæslustöðinni í Reykjavík,“ segir Auður að lokum. rh@frettabladid.is. KVENNASÖGUSAFNIÐ: 100 ÁR FRÁ FYRSTA MÁLI BRÍETAR Í BÆJARSTJÓRN REYKJAVÍKUR Beittu sér fyrir heilsu og skóla SUNDKENNSLA VAR FYRSTA TILLAGAN Bríet Bjarnhéðinsdóttir sá til þess að konur fengu sundkennslu fyrir 100 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.