Fréttablaðið - 19.03.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 19.03.2008, Qupperneq 52
32 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Cultus Bestiae er sýning eftir myndlist- armanninn Gunnhildi Hauksdóttur sem stendur nú yfir í D-sal Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsinu. Þar má sjá mynd- bandsverk á tveim tjöldum sem sýnir tamda hesta leika listir sínar á hestasýn- ingu og svo slaka á í hesthúsi. Gunnhildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og stundaði framhaldsnám í myndlist við Sandberg Institude í Amsterdam 2002-2005. Hún er meðlimur í hinni alþjóðlegu Dieter Roth akademíu og hefur starfað í Berlín undanfarin ár. „Ég tók þessar myndir á hestasýningum í Þýska- landi og úti í skóginum í kringum Berlín,“ segir Gunnhildur um vinnslu verksins. „Hestar tákna í hugum margra kraft og frelsi en hestarnir á þessum sýningum eru tamdir og láta í einu og öllu að vilja mannsins. Það er þannig með manninn að hann temur allt út í hörgul, en um leið og hann temur og nær undir sig dýrum og náttúru, til að mynda, þá tapar hann einhverju í leiðinni sem hann leitast svo við að endurskapa. Við þráum flest að sjá eitthvað villt og náttúrulegt, en við sjáum það sjaldan eða aldrei og ekki í þessum hestum; þeir eru leikarar í þessari sýningu og eru látnir spila inn á þessa þrá.“ Cultus Bestiae fangar þannig samband hests og manns og fær áhorfendur til þess að velta fyrir sér hinum ýmsu hliðum þess. D-salur Hafnarhússins er gluggalaus og í honum eru engin önnur verk. Því geta áhorfendur leyft sér að hverfa fullkomlega inn í heim glæsilegra gæðinga. Gunnhildur segir sýninguna að vissu leyti mótaða af aðstæðum í salnum. „Þegar mér bauðst að setja upp sýningu í þessum sal fór ég strax að hugsa verkið inn í hann. Veggirnir, loftið og gólfið eru öll hvít og gluggaleysið gerir það að verkum að maður upplifir sig hálfpartinn í þyngdarleysi þarna inni. Því langaði mig til þess að viðhalda þessu andrúmslofti og ýta jafnvel undir það í sýningunni; tjöldin tvö svífa í miðjum salnum og það er hægt að sjá myndirnar á þeim báðum megin frá og ganga í kringum þær. Það eru litir og ljós og mikil hreyfing í verkunum og birtan af römmunum skapar stóran sess í að ýta undir þessa stemningu. Hljóðin sem fylgja verkunum eru líka altumlykjandi í salnum. Það eru því engir fastir punktar í sýningunni sem binda upplifunina niður við rýmið.“ vigdis@frettabladid.is Tamdir hestar í þyngdar- leysi sýningarsalar HROSS Úr verkinu Cultus Bestiae. Listafélag Langholtskirkju stendur fyrir svokallaðri Listafléttu að kvöldi föstudagsins langa. Yfirskrift kvöldsins er „Ég bíð uns birtir yfir“. Inntak föstunnar er efniviðurinn sem listamenn kvöldsins hafa nýtt sér til fléttugerðar. Á þann hátt fæst nýtt sjónarhorn á túlkun ýmissa listforma á efni píslarsögunnar. Ólíkar listgreinar á borð við ritlist, upplestur, dans, tónlist og myndlist leika allar veigamikil hlutverk í fléttunni. Kór Lang- holtskirkju flytur verk eftir Edward Elgar, Trond Kverno, June Nixon, W. A. Mozart og J. S. Bach auk verka eftir íslenska höfunda. Rými kirkjunnar er skreytt myndverk- um í eigu Lista- safns Íslands sem tengjast föstunni, en það var Ólafur Ingi Jónsson, deildarstjóri forvörsludeildar safnsins, sem valdi myndverkin fyrir Listafélag Langholtskirkju. Að auki verður átta metra hár trékross hengdur upp yfir altari kirkjunnar. Aðalheiður Halldórsdóttir, dansari hjá Íslenska dansflokknum, lagði sitt af mörkum og samdi kóreógrafíu fyrir kvöldið. Ekki má gleyma að minnast á hlut þeirra Hjartar Pálssonar og Gunnars Stefánssonar, en þeir velja og lesa upp ljóð sem tengjast efni dagsins. Dagskráin hefst kl. 20 á föstudags- kvöld. -vþ Listir fléttaðar í tilefni föstunnar LANGHOLTSKIRKJA Hér fer fram metnaðarfull listaflétta á föstudagskvöld. Tate Modern-safnið í London hefur löngum vakið athygli fyrir bitastæðar sýningar. Í maí næstkomandi býður safnið gestum sínum upp á mikla Fluxus-listaveislu og í tengslum við hana stærðarinnar salatgjörning sem er bitastæður í bókstaflegum skilningi. Listamaðurinn Alison Knowles ætlar að útbúa salat fyrir 300 manns í Túrbínusal safnsins með dyggri aðstoð fimm mötu- neytisstarfsmanna og sellóleikara sem leikur tónlist eftir Mozart. Knowles, sem er fædd árið 1933, er ein af upphaflegu meðlimum Fluxus-hreyfingarinn- ar sem náði hápunkti sínum á árunum 1962- 1964. Á meðal annarra listamanna sem létu að sér kveða undir formerkjum Fluxus eru þau Yoko Ono, John Cage og Joseph Beuys. Listamaðurinn Knowles framdi salatgjörning í fyrsta skipti árið 1962 og hefur endurtekið hann nokkrum sinnum síðan, en þó aldrei fyrir jafn marga áhorfendur og gert er ráð fyrir í Tate Modern. Gjörningurinn mun fara þannig fram að Knowles og meðkokkar hennar verða, ásamt stærðarinnar haug af grænmeti, uppi á palli sem hengdur verður upp í nokkurri hæð í Túrbínusalnum. Sellóleikarinn hefur gjörning- inn á að leika tónlist eftir Mozart, en þegar honum er lokið hefst grænmetisskurðurinn. Á gólfi salarins, undir pallinum, verður komið fyrir gríðarlega stórri skál og verður skorið grænmetið látið falla ofan af pallinum og í skálina. Salatið verður svo mikið að notast þarf við árar til þess að hræra í því. Jafnframt verður hrífa notuð til þess að ná fram jafnri blöndun salatsins. Að lokum verður salatið bragðbætt með kryddum og sósum áður en gestum býðst að gæða sér á því. Knowles hefur verið þekkt fyrir að einblína á hversdagslegar athafnir í list sinni og hefur skapað mörg verk sem tengjast matargerð og -neyslu á einhvern hátt. - vþ Listfengir kálhausar og gúrkur SALAT Bragðgóð og meinholl Fluxus-list. Skírdagur Félag áhugafólks um heimspeki, Amtsbókasafnið á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Akureyr- arstofa standa fyrir fyrirlestri um kristinn mannskilning í bókabúð Eymundssonar á Akureyri á morgun kl. 13. Þar mun Kristinn Ólason guðfræðingur leitast við að gera tilteknum grundvallarhug- myndum um manninn skil út frá nokkrum lykiltextum Gamla og Nýja testamentisins. Það verður mikið um dýrðir á Walt- ic-ritþinginu sem fer fram í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í júní næstkomandi. Um 1000 rithöfundar og þýðend- ur frá mörgum löndum munu þar koma saman og funda í fjóra daga um bókmenntir og hlutverk þeirra. Aðalræðumaður þingsins er rit- höfundurinn Mia Couto frá Mós- ambík, en hún hefur safnað saman munnmælasögum frumbyggja og notað þær í skáldskap sínum. Þannig hefur hún sameinað frá- sagnaraðferðir læsra og ólæsra, en eitt af markmiðum ritþingsins er einmitt að ræða aðgerðir til að auka læsi í þróunarlöndunum. Gabriella Håkansson, einn af talsmönnum ritþingsins, segir einn- ig standa til að skoða áhrif stór- felldra fólksflutninga landa á milli á bókmenntir. Haldnar verða fjölda- margar málstofur þar sem ýmis atriði sem lúta að fólkflutningum verða rædd í þaula. Ein slík stofa kemur til að mynda til með að fjalla um reynslu kvenna af flutningi milli landa. Frummælendur verða rithöfundarnir Jamaica Kincaid frá Antigúa, Ludmíla Ulitskaja frá Rússlandi, Calixthe Beyala frá Kamerún og Nawal el-Saadawi frá Egyptalandi. Á ritþinginu verður jafnframt skoðað hvaða raddir fá að heyrast í bókmenntum nútímans. Í því sam- hengi verður sérlega horft til þýð- inga og dreifingar, en einnig til þess hvaða bækur hljóta alþjóðlega við- urkenningu og upphefð og hvaða bækur verða útundan. „Við höfum boðið til þingsins full- trúum afskaplega spennandi ítalskra rithöfundasamtaka sem kallast Wu Ming,“ segir Håkansson. „Allir höfundar innan samtakanna hafa tekið sér nafnið Wu Ming, sem gerir það að verkum að ekki er hægt að rekja útgáfur þeirra til eins höfundar. Þau eru fulltrúar bók- mennta sem eru sjaldséðar en vissulega þess virði að skoða betur.“ - vþ Aukið læsi og reynsla kvenna JAMAICA KINCAID Einn þeirra rithöf- unda sem taka þátt í Waltic-ritþinginu í Stokkhólmi í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.