Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 62
42 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Vandamál Landsbanka-
deildarliðanna Fjölnis og Þróttar
eru að leysast. Reykjavíkurborg
hefur gefið grænt á ljós á fram-
kvæmdir við stúkur félaganna og
hefur lofað því að stúkurnar verði
klárar fyrir sumarið. Reykjavík-
urborg mun þess utan sjá um
framkvæmdirnar.
Engin áhorfendaaðstaða er til
staðar í Grafarvoginum, aðeins
grasbrekka. Á þeim stað verður
komið fyrir stúku með 500 sætum.
Jón Þorbjörnsson, framkvæmda-
stjóri Fjölnis, sagði að grænt ljós
hefði komið frá Reykjavíkurborg
síðastliðinn föstudag sem og vil-
yrði fyrir því að stúkan yrði klár
fyrir 15. maí þegar Fjölnir tekur á
móti KR í fyrsta heimaleik sínum
í Landsbankadeildinni.
Aðspurður áætlaði Jón að fram-
kvæmdin kostaði á milli 20-25
milljónir króna. Hann sagði það
einnig létti að Reykjavíkurborg
myndi sjá um framkvæmdina í
stað þeirra. Forsteyptum eining-
um verður komið fyrir í brekk-
unni og sæti skrúfuð ofan á það.
Ásmundur Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri Þróttar, segir mál
Þróttara einnig vera í jákvæðum
farvegi og allt bendi til þess að
Valbjarnarvöllur geti tekið á móti
áhorfendum 10. maí þegar Fjölnir
kemur einmitt í heimsókn. Koma á
fyrir um 600 sætum í stúkunni á
Valbjarnarvelli sem og við hlið
hennar.
Völlurinn hefur verið í tals-
verðri niðurníðslu undanfarin ár
og vallarsvæðið ekki huggulegt.
Varamannaskýlin löngu úr sér
gengin til að mynda en gömlu skýl-
in á Laugardalsvellinum munu
flytjast upp á Valbjarnarvöll. Veit-
ingaaðstaða hefur einnig verið
bágborinn og Ásmundur segir að
unnið verði í endurbótum á öllum
þessum málum fyrir 10. maí.
Völlurinn sjálfur var tekinn upp
að stórum hluta eftir síðasta
sumar enda ansi illa farinn.
Ásmundur sagði of snemmt að tjá
sig um í hvaða ásigkomulagi völl-
urinn yrði 10. maí en sagðist von-
ast það besta.
henry@frettabladid.is
Fjölnir og Þróttur verða
klár með stúku í sumar
Forráðamenn Fjölnis og Þróttar búast við því að geta tekið á móti áhorfendum
í nýjum og endurbættum stúkum í sumar. Reykjavíkurborg hefur gefið grænt
ljós á framkvæmdir sem eiga að vera klárar fyrir Íslandsmótið.
GRASIÐ VÍKUR FYRIR STEYPU Á þessu svæði Fjölnismanna mun koma 500 manna
stúka með sætum fyrir sumarið. Hún mun þó eflaust hrökkva skammt í fyrsta leik er
KR mætir með alla sína stuðningsmenn í Grafarvoginn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI Í gær var dregið í
undanúrslit Evrópukeppnanna í
handbolta.
Ólafur Stefánsson og félagar í
Ciudad Real mæta þýska liðinu
Hamborg í undanúrslitum en í
hinni viðureigninni mætast
núverandi meistarar í Kiel og
Barcelona. Ólafur og félagar
unnu keppnina árið 2006 og
flestir búast við því að þeir
komist í úrslit nú gegn þýska
liðinu Kiel.
Arnór Atlason og félagar í FCK
eru í undanúrslitum í Evrópu-
keppni félagsliða en þar mun
FCK mæta slóvenska liðinu
Cimos Koper. Í hinni viðureign-
inni mætast spænska liðið Aragon
og þýska liðið Nordhorn.
Í undanúrslitum Evrópukeppni
bikarhafa eigast síðan við þýska
liðið Rhein-Neckar Löwen, sem
Guðjón Valur Sigurðsson hefur
samið við, og spænska liðið
Valladolid annars vegar og
svissneska liðið Kadetten
Schaffhausen og ungverska liðið
Fotex Veszprém hins vegar.
- hbg
Dregið í handboltanum:
Ciudad Real
mætir HSV
AFTUR MEISTARI? Ólafur Stefánsson
vann Meistaradeildina með Ciudad Real
árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
U-20 ára kvennalandslið Íslands hefur leik í riðli sínum í forkeppni
fyrir HM 20 ára landsliða í kvöld kl. 20.00 þegar Ísland mætir
Ungverjalandi. Ísland leikur í riðli með Ungverjalandi, Írlandi,
Serbíu og Búlgaríu og fara leikirnir allir fram í Digranesi dagana
19.-23. mars. Sigurlið riðilsins vinnur sér svo þátttökurétt á
lokakeppni HM 20 ára landsliða sem fram fer í Makedóníu
í ágúst.
Stefán Arnarson, þjálfari liðsins, kvað lið sitt eiga erfitt
verkefni fyrir höndum en var bjartsýnn á gott gengi liðsins
þegar Fréttablaðið tók stöðuna á honum í gær.
„Það fer náttúrulega bara eitt lið áfram og við erum að fara
að mæta mjög sterkum og rótgrónum handboltaþjóðum
eins og Ungverjalandi og Serbíu, þannig að þetta
verður mjög erfitt og krefjandi verkefni en við
erum með gott lið og stelpurnar eru ákveðnar
að standa sig,“ sagði Stefán sem sér ákveðna
möguleika í stöðunni fyrir íslenska liðið.
„Bæði Ungverjaland og Serbía eru með
líkamlega sterkari og hávaxnari lið en við
og ég er búinn að sjá nokkra leiki með þessum þjóðum, en á móti
kemur þá tel ég að við séum með sprækara og hraðara lið og við
munum reyna að keyra upp hraðann í leikjunum,“ sagði Stefán sem
er ánægður með breiddina hjá íslenska liðinu.
„Við erum með átta leikmenn sem voru valdir í A-landsliðið
á dögunum og þær hefðu jafnvel getað verið fleiri. Flestar
stelpurnar í U-20 hópnum eru þegar orðnar burðarásar í
sínum liðum í N1-deildinni og það er auðvitað jákvætt en í
hópnum erum við líka með fimm stelpur sem eru líka lögleg-
ar með U-18 ára landsliðinu þannig að framtíðin er vissulega
björt í kvennahandboltanum,“ sagði Stefán sem telur að stuðn-
ingur áhorfenda geti skipt sköpum um gengi liðsins.
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að stelpurnar
fái góðan stuðning áhorfenda og að Digranesið
verði álvöru heimavöllur fyrir liðið og þetta
verður vonandi flott umgjörð og skemmtilegur
handbolti sem allir handboltaunnendur og
aðrir ættu ekki að láta framhjá sér fara,“ sagði
Stefán.
STEFÁN ARNARSON ÞJÁLFARI: TELUR MÖGULEIKA U-20 ÁRA LANDSLIÐS KVENNA ÁGÆTA Í FORKEPPNI HM
Mikilvægt að skapa stelpunum góðan heimavöll
ÍÞRÓTTIR Það var söguleg stund í
Laugardalnum í gær þegar úthlut-
að var í fyrsta skipti úr ferðasjóði
íþróttafélaga. ÍSÍ var um leið falin
umsjón og umsýsla með sjóðnum.
Ríkið hefur þegar samþykkt að
setja 180 milljónir króna í sjóðinn
á þriggja ára tímabili. 30 milljón-
um er úthlutað fyrir árið 2007, 60
milljónir árið 2009 og loks 90 millj-
ónir árið 2009.
Alls bárust 138 umsóknir í sjóð-
inn að þessu sinni. Heildarkostn-
aður umsókna var um 260 milljón-
ir en heildarkostnaður styrkhæfra
umsókna var ríflega 223 milljónir
króna. Þess má geta að einungis
ferðir sem töldu 150 km eða
lengra, aðra leið, töldust styrk-
hæfar.
Íþróttabandalag Akureyrar
fékk hæsta styrkinn að þessu sinni
eða rúmlega átta milljónir króna,
Vestmannaeyingar komu næstir
með 3,7 milljónir. Lægsta styrkinn
fékk Ungmenna- og íþróttasam-
band Dalamanna og N-Breiðfirð-
inga en þeir fengu í sinn hlut 7.613
krónur og fara eflaust ekki langt á
því miðað við bensínverðið þessa
dagana. - hbg
Úthlutað úr ferðasjóði íþróttafélaga í fyrsta skipti:
Akureyringar fengu
átta milljónir króna
SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra og Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ,
skrifa undir samning um ferðasjóðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Örn og Jakob úr leik
Örn Arnarson og Jakob Jóhann Sveinsson komust ekki
áfram í sínum greinum á fyrsta degi Evrópumótsins í
sundi sem hófst í Hollandi í gær. Örn keppti í tveimur
greinum, varð í 20. sæti í 100 metra baksundi á 56,14 sek-
úndum (1/10 úr sek. frá sínum besta) og í 24. sæti í 50
metra flugsundi á 24,78 sekúndum en Íslandsmet hans í
þeirri grein er 24,02 sekúndur. Örn var aðeins 24/100 úr
sek. frá því að komast áfram í undanúrslitin í baksundinu.
Jakob Jóhann endaði í 30. sæti í 100
metra bringusundi á 1.02,86 mínútu,
eða 3/10 úr sekúndu frá sínum besta
tíma. Jakob Jóhann var 2,75 sekúndum
á eftir fyrsta manni í sundinu.
FÓTBOLTI Kevin Keegan, knatt-
spyrnustjóri Newcastle, telur að
Michael Owen sé enn þá sóknar-
maður á heimsmælikvarða sem
sé liði sínu mjög mikilvægur, sér í
lagi á þessum síðustu og verstu
tímum hjá Newcastle.
„Ég er gríðarlega ánægður með
að vera með mann eins og
Michael Owen í liði mínu og
leiðtogahæfileikar hans og
vinnusemi hafa verið fyrsta
flokks síðan ég tók við liðinu.
Fólk hefur verið að gagnrýna
hann þar sem hann er stórt nafn í
boltanum en hann hættir ekki að
skora og er mjög sniðugur
leikmaður sem er klárlega enn á
heimsmælikvarða,“ sagði Keegan
í viðtali á blaðamannafundi eftir
1-1 jafnteflisleik Newcastle gegn
Birmingham í fyrrakvöld.
Hinn 28 ára gamli Owen hefur
skorað sjö mörk í ensku úrvals-
deildinni til þessa en hann hefur,
eins og oft áður, átt við meiðsli að
stríða á tímabilinu. - óþ
Kevin Keegan, Newcastle:
Owen enn frá-
bær leikmaður
BJARGVÆTTURINN Kevin Keegan bindur
miklar vonir við Michael Owen í harðri
fallbaráttu Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY