Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 65

Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 65
MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 45 ÍÞRÓTTIR Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona hefur haft hægt um sig upp á síðkastið en hann lét heldur betur til sín taka á tennisleik í Argentínu í síðasta mánuði. Þá gjörsamlega missti hann sig í stúkunni og hagaði sér eins og versta bulla á leik Ítalans Pot- ito Starace og Argentínumanns- ins David Nalbandian. Maradona úthúðaði hinum ítalska Starace hvað eftir annað úr stúkunni með þeim afleiðingum að sá ítalski varð brjálaður og hótaði að brjóta tennurnar í Maradona með tennisspaðanum. Starace þessi ólst upp í Napoli og var Maradona átrúnaðargoð hans á yngri árum. Hann hefur tekið goðið aftur í sátt eftir að Maradona sendi honum áritaða treyju og baðst afsökunar á hegð- un sinni á leiknum. - hbg Argentínska goðsögnin ekki dauð úr öllum æðum: Maradona úthúðar tenniskappa HRESS Í STÚKUNNI Maradona sést hér kátur í stúkunni á leik Nalbandian og Star- ace sem hann úthúðaði. NORDIC PHOTOS/AFP FRJÁLSAR Bretinn Dave Heeley er 50 ára gamall og hefur verið blind- ur frá 16 ára aldri eftir að hafa fæðst með augnsjúkdóm. Hann á örugglega eftir að komast í heims- fréttirnar á næstunni því kappinn ætlar að beita óvenjulegri aðferð til þess að safna peningum fyrir blindrahundum í Bretlandi. Heeley hóf að hlaupa þegar hann var fertugur og hefur þegar safnað 200 þúsundum pundum með því að hlaupa maraþon. Nú ætlar þessi snaggaralegi Breti að gera enn betur því hann hefur safnað áheitum fyrir meira en milljón pund fyrir það sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur í eina ótrúlega viku í byrjun apríl. Heeley ætlar þá að hlaupa sjö maraþonhlaup á sjö dögum í sjö heimsálfum. „Ég veit að ég verð alveg úrvinda eftir sjöunda maraþonið en ég ætla mér að klára London- maraþonið því það hefur sérstaka þýðingu þetta árið,“ segir Heeley sem byrjar á því að hlaupa á Falk- landseyjum (Suðurskautið/Suður- atlantshafið) eina mínútu yfir mið- nætti mánudaginn 7. apríl. Hann mun síðan fljúga til Rio de Janeiro í Brasilíu (Suður-Amer- íka) þar sem hann hleypur annað maraþon á sama degi. Næstu daga mun hann síðan hlaupa maraþon- hlaup í Los Angeles (Norður- Ameríka), Sydney (Eyjaálfa), Dubai (Asía) og Túnis (Afríka) og endar síðan þessa ótrúlegu heims- ferð sína með því að hlaupa Lund- únamaraþonið (Evrópa) 13. apríl. „Vonandi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af peningum næstu árin en það er mjög góð tilfinning að vita af því að peningarnir munu koma inn jafnóðum meðan ég hleyp,“ segir Heeley sem ætlar þó að skilja sinn blindrahund, þriggja ára blandaða þýska smalahundinn Wicksie, eftir heima. Þess í stað mun fylgja honum Malcolm Carr sem hleypur með honum allan tím- ann auk þess sem fjögurra manna stuðningslið fylgir þeim. Heeley hefur samt ekki mestar áhyggjur af erfiðinu fram undan því hann óttast mest ferðalögin á milli keppnisstaðanna. „Ég er ekki mikið fyrir að fljúga og hef mestar áhyggjur af þeim hluta. Ég er aldrei ánægðari en þegar flugvélin er komin með bæði hjólin á jörðina,“ sagði Heel- ey í léttum tón. - óój Blindur Breti safnar peningum fyrir blindrahunda á sérstakan hátt í eina ótrúlega viku í komandi aprílmánuði: Sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum HRESS OG SKEMMTILEGUR Dave Heeley sést hér í góðu skapi en fyrir aftan hann má sjá heimsferð hans á korti. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, er bjartsýnn á að lið sitt geti enn blandað sér í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið fimm deildarleiki í röð. „Það verður áhugavert að sjá hversu nálægt toppnum við eigum eftir að enda eftir alla gagnrýnina sem liðið hefur fengið á tímabilinu. Næstu þrjár til fjórar vikur eiga eftir að ráða miklu þar sem við spilum gegn Manchester United, Everton og Arsenal í deildinni. Ef til vill verður við komnir enn nær toppinum eftir þá leiki. Annars er best að vera ekkert að tjá sig of mikið um hlutina í þessu sam- hengi,“ sagði Benitez í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool í gær. Liverpool er sem stendur átta stigum á eftir United og Arsenal þegar liðið á átta leiki eftir í deildinni. - óþ Rafa Benitez, stjóri Liverpool: Titilbaráttan ekki úr sögunni BJARTSÝNN Rafa Benitez telur að lið sitt geti enn minnkað forskot toppliða ensku úrvalsdeildarinnar. • Vélin má bera 14 til 15 tonn á vegi. • Vélin getur sturtað í 180°frá sér. • Vélin er með veltibremsu og fjöðrun á lið. • Vélin er útbúin fyrir snjótönn, sóp, krana, saltara og sandara ofl . ofl . • Vélin útheimtir aðeins vinnuvélaréttindi til stjórnunar. • Vélin hefur allstaðar slegið í gegn. Forskot til framtíðar! Hydrema hönnun og hátækni Til afgreiðslu strax Hydrema 912D fl utningstæki/fjölnotatæki Vélin er á litaðri olíu og má vera á öllum götum og vegum Vélin er skráð sem vinnuvél í IF fl okki N O R D IC P H O TO S/ G ET TY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.