Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 66
46 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR
KÖRFUBOLTI Þór frá Akureyri
tryggði sér síðasta sætið í úrslita-
keppni Iceland Express-deildar
karla í körfubolta eftir frækinn
tíu stiga sigur á Snæfelli í gær, 88-
78. Fyrir leikinn hafði Snæfell
unnið níu leiki í röð auk þess sem
þeir höfðu unnið Þór þrisvar í
vetur, örugglega í öll skiptin.
Heimamenn voru ákveðnir í að
selja sig dýrt fyrir framan troð-
fullan Síðuskóla í gær. Baráttan í
upphafi leiks var mikil en hvorugt
liðið spilaði vel. Þór tapaði mörg-
um boltum en léleg skotnýting
einkenndi leik Snæfellinga. Sókn-
arleikur liðanna var ekki til
útflutnings.
Þórsarar höfðu yfir framan af
leiknum og leiddu með tíu stigum
í hálfleik, 44-34. Spennustigið í
leiknum var hátt enda var mikið
undir fyrir heimamenn sem höfðu
ekki komist í úrslitakeppnina í
átta ár. Með sigri gátu þeir breytt
því en það vottaði fyrir stressi á
leikmönnum liðsins í síðari hálf-
leik.
Hálfleikurinn var eign eins
manns, Þórsarans Cedric Isom.
Hann skoraði átta stig í fyrri hálf-
leik en alls 27 í þeim seinni. Hann
fór fyrir Þórsurum og var hrein-
lega allt í öllu hjá liðinu. Á ögur-
stundum reis hann upp og barði
félaga sína áfram. Hann varði
skot, náði fráköstum í vörn og
sókn, gaf stoðsendingar og skor-
aði stigin.
Snæfellingar náðu að jafna leik-
inn og raunar komast yfir. Spenn-
an var magnþrungin í lokaleik-
hlutanum en um miðbik hans var
ljóst í hvað stefndi. Baráttuglamp-
inn í augum Þórsara sást langar
leiðir og svo fór að þeir tryggðu
sér verðskuldaðan tíu stiga sigur,
88-78.
„Playoffs baby,“ öskraði Isom
eftir að Þórsarar stigu villtan
stríðsdans í leikslok. Hann var
yfirburðamaður á vellinum en
Robert Reed lék einnig vel. Hann
hefur spilað sjö leiki fyrir Þór og
hefur liðið unnið fimm þeirra.
Isom viðurkenndi síðan að hafa
beðið æðri máttarvöld um aðstoð
fyrir leikinn.
„Ég hafði allan tímann trú á því
að við myndum klára þetta. Ég bið
til Guðs á hverjum degi og ég bað
hann um að blessa okkur og hjálpa
okkur að klára þetta. Við gerðum
það. Við vorum með bakið uppvið
vegg og við ætluðum svo sannar-
lega ekki að tapa fyrir þeim fjórða
leiknum í röð svo við börðumst
fyrir sigrinum,“ sagði Isom, sem
var frábær. En hvað dreif hann
áfram?
„Ég vildi ekki tapa þessum leik,“
sagði Isom og lagði áherslu á orð
sín. „Þá hefði tímabilið verið búið.
Þetta snýst um að komast í úrslita-
keppnina og við getum unnið öll
lið í deildinni. Við sýndum það hér.
Persónulega þá er markmið mitt
að vinna meistaratitilinn, það
hefur verið markmið mitt síðan ég
kom hingað,“ sagði Isom og undir-
strikaði svo orð sín. „Það er ekki
vafi að við getum orðið meistar-
ar.“
- hþh
Guð hjálpaði Þórsurum
Cedric Isom bað æðri máttarvöld um aðstoð við að leggja Snæfell og koma
Þórsurum í úrslitakeppnina. Isom var bænheyrður. Sjálfur átti hann stórleik og
Þór mun mæta deildarmeisturum Keflavíkur í úrslitakeppninni.
BARÁTTA Þórsarar fórnuðu sér í alla bolta í gær og uppskáru eins og þeir sáðu.
PEDROMYNDIR.IS/ÞÓRIR TRYGGVASON
KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR
sigruðu Skallagrím örugglega
103-75 í DHL-höllinni í
gærkvöld og tryggðu sér þar
með annað sæti deildarinnar.
KR-ingar lögðu grunninn
að sigri sínum í gær með
frábærum fyrsta leikhluta
en liðið komst fljótlega í
14-2 á upphafsmínútunum
og staðan var 34-17 eftir
fyrsta leikhlutann.
Sóknarleikur KR gekk
eins og tölurnar gefa til
kynna mjög vel og var þar
liðsheildin sterk og
margir til kallaðir.
Skallagrímur kom aðeins
til baka í öðrum leikhluta
og staðan var orðin 53-38 þegar
hálfleiksflautan gall, en Darrel
Flake var allt í öllu hjá
gestunum og skoraði 25 stig í
fyrri hálfleik.
Íslandsmeistararnir stigu
aftur upp í þriðja leikhluta og
héldu gestunum alltaf í góðri
fjarlægð og náðu mestum
mun í stöðunni 91-61 um
miðjan leikhlutann en
staðan var 76-56 að
honum loknum.
Í fjórða leikhluta var
spurningin aðeins
hversu stór sigur KR
yrði en lokatölur urðu
103-75 og Skallagrímur
átti í raun aldrei
möguleika gegn
sterkri liðsheild KR-
inga en fimm leik-
menn liðsins skoruðu
meira en tíu stig og
fóru þar Jeremiah Sola
og Joshua Helm
fremstir í flokki með 20 og 19 stig. Áðurnefnd-
ur Flake var yfirburðamaður hjá Skallagrím
með 31 stig.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var
hæstánægður með leik sinna manna en að
sama skapi var um sig með fyrstu umferð
úrslitakeppninnar.
„Þetta var sannfærandi sigur hjá okkur og
mér fannst við hafa yfirburði nær allan
tímann. Ég vildi í raun ekki að við myndum
vinna of stórt því við erum stundum dálítið
fljótir að gleyma okkur. Nú hefst úrslita-
keppnin og við mætum stórhættulegu liði ÍR
og menn verða að leggja sig alla fram í þeirri
seríu, það er alveg á hreinu. Við höfum ekki
átt okkar bestu leiki gegn liðum um miðja
deild því menn leyfa sér að slaka aðeins á og
það má ekki gerast,“ sagði Benedikt ákveðinn.
Kenneth Webb, þjálfari Skallagríms, tók
hatt sinn ofan fyrir KR en varaði Grindavík
við að nú byrjaði nýtt tímabil.
„Ég verð að játa það að það var greinilegur
stigsmunur á okkar liði og KR í þessum leik
en nú byrjar nýtt tímabil með úrslitakeppn-
inni og við ætlum að mæta klárir í leikina
gegn Grindavík,“ sagði Webb. - óþ
KR lagði Skallagrím að velli 103-75 í lokaumferð deildarkeppni Iceland Express-deildar karla í gærkvöld:
Sigur Íslandsmeistara KR aldrei í hættu
TVEIR GÓÐIR Jeremiah Sola og
Joshua Helm voru atkvæða-
mestir KR-inga í gær og eru
tilbúnir í úrslitakeppnina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
KÖRFUBOLTI Stjarnan vann 85-83
sigur á Tindastól í jöfnun og
spennandi leik í Ásgarði en mesta
spennan var þó eftir leikinn þegar
Stjörnumenn biðu eftir fréttum af
Akureyri. Þegar kom í ljós að
Þórsarar hefðu unnið og komist í
úrslitakeppnina mátti sjá von-
brigðin skína úr hverju andliti.
Nýliðarnir úr Garðabæ voru
ótrúlega nálægt því að komast í
úrslitakeppnina á sínu fyrsta tíma-
bili en eru engu síður búnir að
stimpla sig vel inn í deildina.
Fannar Freyr Helgason, fyrir-
liði Stjörnunnar, vildi líta á björtu
hliðarnar eftir leik.
„Við erum klárlega nógu gott lið
til þess að vera í úrslitakeppninni.
Við erum búnir að vera í útlend-
ingaveseni allt tímabilið og núna
þegar við erum loksins komnir
með almennilegan kana þá var það
bara of seint. Ef að Jarrett og
Jovan hefðu komið fyrr þá værum
við meðal efstu fimm í deildinni,“
sagði Fannar Freyr eftir leikinn
og bætti við. „Framhaldið verður
fínt hjá Stjörnunni og þetta er
komandi stórveldi,“ sagði Fannar.
Þjálfari hans, Bragi Magnússon,
bjóst ekki við að Þór myndi vinna
Snæfell. „Það er sorglegt fyrir
okkur að hafa gert okkar og ég er
mjög hissa á því að Þór skyldi hafa
unnið. Ég bjóst við að Snæfelling-
ar myndu fylgja eftir sínum góða
árangri en það verður ekki tekið
af Þór, þeir eru búnir að vinna
marga leiki upp á síðkastið og eru
vel að þessu komnir. Ég vona að
þeir klári Keflavík og taki þetta
bara af krafti fyrst að þeir fóru en
ekki við,“ sagði Bragi Magnússon,
þjálfari Stjörnunnar, eftir leik.
„Við erum enn þá að læra, bæði
liðið og ég sem þjálfari. Þetta er
okkar fyrsta tímabil og ég er klár
á því að við getum orðið sterkari.
Það var markmiðið frá upphafi að
fara í úrslitakeppnina og við
vorum bara hársbreidd frá því,“
sagði Bragi Magnússon.
- óój
Stjörnumenn gerðu sitt en sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur:
Mjög hissa á því að Þór hafi unnið
SIGUR DUGÐI EKKI Jovan Zdravevski og
félagar lögðu Stólana í Garðabænum
en það dugði ekki til þar sem Þór skellti
Snæfelli óvænt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Keflavík fékk í gær
afhentan bikarinn fyrir að vera
deildarmeistari í Iceland
Express-deildinni. Keflavík vann
Fjölni örugglega í lokaleik sínum.
Í gær varð einnig ljóst hvaða
lið mætast í úrslitakeppninni.
Keflavík mætir Þór sem tryggði
sér óvænt sæti í úrslitakeppninni
í gær með frábærum sigri á
Snæfelli.
Það verður Reykjavíkurslagur
hjá Íslandsmeisturum KR og ÍR.
Rimma Grindavíkur og Skalla-
gríms verður einnig áhugaverð.
Svo er svakaslagur í uppsigl-
ingu á milli Njarðvíkur og
Snæfells þar sem Njarðvík hefur
heimavallarréttindi. - hbg
Iceland Express-deild karla:
Keflavík fékk
bikarinn
MEISTARAR Magnús Gunnarsson tekur
hér á móti deildarbikarnum í gær.
MYND/VÍKURFRÉTTIR
Iceland Express-deild karla:
Stjarnan-Tindastóll 85-83
Stig Stjörnunnar: Dimitar Karadzovski 21, Jovan
Zdravevski 20 (10 frák.), Jarrett Stephens 13
(12 frák.), Kjartan Atli Kjartansson 13, Fannar
Helgason 8, Sævar Haraldsson 8 (8 stoðs.), Ottó
Þórsson 2.
Stig Tindastóls: Joshua Buettner 23 (12 frák.),
Philip Perre 18 (8 frák., 8 stoð.), Ísak Einarsson
15, Svavar Birgisson 14, Samir Shaptahovic 13.
KR-Skallagrímur 103-75
Stig KR: JJ Sola 20, Joshua Helm 19, Brynjar Þór
Björnsson 17, Avi Fogel 11, Helgi Már Magnússon
10, Darri Hilmarsson 8, Fannar Ólafsson 6,
Skarphéðinn Ingason 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson
5, Guðmundur Magnússon 1.
Stig Skallagríms: Darrell Flake 31, Florian Miftari
17, Milojica Zekovic 12, Allan Fall 7, Pétur Sigurðs-
son 6, Axel Kárason 2.
Njarðvík-Grindavík 102-92
Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 25 (12 frák.),
Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Brenton Birming-
ham 18, Guðmundur Jónsson 13, Jóhann Árni
Ólafsson 9, Sverrir Sverrisson 9, Friðrik Stefáns-
son 4, Egill Jónasson 3.
Stig Grindavíkur: Jamaal Williams 23, Adama
Darboe 20, Páll Axel Vilbergsson 19, Helgí Jónas
Guðfinnsson 7, Þorleifur Ólafsson 7, Páll Kristins-
son 5, Davíð Hermannsson 2.
Þór-Snæfell 88-78
Stig Þórs: Cedric Isom 35, Luka Marolt 23,
Óðinn Ásgeirsson 14, Robert Reed 7, Magnús
Helgason 5, Hrafn Jóhannsson 2, Jón Orri
Kristjánsson 2.
Stig Snæfells: Justin Shouse 19, Hlynur Bær-
ingsson 16, Sigurður Þorvaldsson 13, Slobodan
Subasic 11, Magni Hafsteinsson 11, Jón Jónsson
5, Árni Ásgeirsson 3.
ÍR-Hamar 102-74
Keflavík-Fjölnir 93-58
Stig Keflavíkur: Bobby Walker 22, Tommy
Johnson 21, Anthony Susnjara 12 (11 frák.),
Gunnar Einarsson 9, Arnar Freyr Jónsson 8,
Magnús Gunnarsson 8, Sigurður Þorsteinsson 4,
Vilhjálmur Steinarsson 4, Axel Margeirsson 3 Jón
Nordal Hafsteinsson 2.
Stig Fjölnis: Anthony Drejaj 15, Þorsteinn Sverr-
isson 8, Níels Dungal 6, Valur Sigurðsson 6, Árni
Jónsson 6, Sindri Kárason 5, Tryggvi Pálsson 5,
Haukur Pálsson 4, Arnþór Guðmundsson 2.
STAÐAN:
1. Keflavík 22 18 4 2014:1787 36
2. KR 22 17 5 2022:1858 34
3. Grindavík 22 15 7 2040:1940 30
4. Njarðvík 22 14 8 2024:1810 28
5. Snæfell 22 13 9 1916:1795 26
6. Skallagrímur 22 10 12 1824:1877 20
7. ÍR 22 10 12 1924:1889 20
8. Þór A. 22 10 12 1940:2065 20
9. Stjarnan 22 9 13 1840:1905 18
10. Tindastóll 22 8 14 1906:2035 16
11. Hamar 22 4 18 1685:1877 8
12. Fjölnir 22 4 18 1694:1991 8
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Njarðvík tryggði sér
fjórða sætið í Iceland Express-
deild karla í körfuknattleik í
kvöld er liðið sigraði nágranna
sína úr Grindavík 102-92.
Grindvíkingar voru með
forystuna, 19-23, eftir fyrsta
leikhluta og staðan í leikhléi var
43-44. Njarðvíkingar byrjuðu
seinni hálfleikinn gríðarlega vel
og náðu sjö stiga forskoti, 55-48,
áður. Njarðvík var ávallt með
yfirhöndina, þökk sé Herði Axel
Vilhjálmssyni og Sverri Þór sem
sannaði enn og aftur að þar er á
ferð einn albesti varnarmaður
landsins.
Njarðvík leiddi fyrir síðasta
leikhlutann 73-66. Fjórði leikhluti
var lítt spennandi því Njarðvík
var með öruggt forskot allan
tímann.
Sverrir Þór Sverrisson,
leikmaður Njarðvíkur, var
nokkuð sáttur í leikslok. „Þetta
var nokkuð gott á köflum. Seinni
hálfleikurinn var mun betri
heldur en sá fyrri og ég er ánægð-
ur með að ná fjórða sætinu úr því
sem komið var. Annars finnst mér
verst hvað er langt í úrslita-
keppnina.“ - höþ
Suðurnesjaslagur:
Njarðvík tók
fjórða sætið
Í KRÖPPUM DANSI Sverrir Þór átti fínan
leik gegn Grindavík. MYND/VÍKURFRÉTTIR