Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 2
2 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR
Guðni, er Seðlabankinn í stýri-
vaxtarækt?
„Nei, því miður, þetta er eyðimerk-
urganga.“
Guðni Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, telur að vaxtahækkun
Seðlabankans slái ekki á verðbólgu. Á
hinn bóginn verði hún til að dauðrota
íslenskt athafnalíf.
SAMGÖNGUMÁL Sæfari, ný
Grímseyjarferja, fór í sína fyrstu
ferð í gær þegar siglt var frá
Dalvík. Þaðan mun ferjan halda
uppi reglulegum siglingum til
Grímseyjar.
Við komuna til Grímseyjar var
Grímseyingum, samgönguráð-
herra og vegamálastjóra boðið til
athafnar um borð í Sæfara. Að
því búnu var siglt í kringum
eyjuna. Sigling nýs Sæfara milli
Dalvíkur og Grímseyjar tók um
þrjár klukkustundir og fimmtán
mínútur. Það er litlu skemmri
tími en tók gamla Sæfara að sigla
þá 67 kílómetrar sem eru þar á
milli. - ovd
Grímseyjarferjan Sæfari:
Nýr Sæfari
hefur siglingar
GRÍMSEYJARFERJAN SÆFARI Áætlunar-
ferðir milli Grímseyjar og Dalvíkur með
nýjum Sæfara hófust í gær.
MYND/FREYR ANTONSSON
UMHVERFISMÁL Tvö þúsund
fermetrar af veggjakroti hafa nú
þegar verið hreinsaðir við
Laugaveg í átaki í hreinsun
veggjakrots í miðborg Reykjavík-
ur.
Átakið hefur staðið yfir í rétt
rúma viku og hafa farið rúmlega
500 vinnustundir í að hreinsa
sjötíu prósent fasteigna við
Laugaveg. Að sögn verkefnis-
stjóra átaksins hefur hreinsunin
gengið mjög vel og viðbrögð
eigenda, rekstraraðila og
almennings verið mjög jákvæð.
Vegfarendur um Laugaveg hafa
einnig látið í ljós ánægju sína og
hvatt starfsmenn borgarinnar og
verktaka til dáða. - kg
Átak í hreinsun veggjakrots:
Laugavegurinn
næstum hreinn
HREINSUNARÁTAK Sjötíu prósent
fasteigna við Laugaveg hafa þegar verið
hreinsuð.
SLYS Karlmaður á sextugsaldri lést í hörðum
árekstri á Suðurlandsvegi í Ölfusi í gærmorg-
un.
Slysið varð með þeim hætti að pallbifreið
sem ekið var vestur Suðurlandsveg fór yfir á
rangan vegarhelming og rakst á vinstra horn
vörubifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt.
Pallbifreiðin rann áfram eftir hlið vörubílsins
og skall síðan framan á lítilli sendibifreið sem
var ekið á eftir vörubifreiðinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumann
sendibílsins á Landspítalann í Fossvogi, þar
sem hann var úrskurðaður látinn. Ökumaður
pallbílsins var einnig fluttur með þyrlunni en
meiðsli hans reyndust ekki alvarleg.
Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög
slyssins. Aðstæður til aksturs voru góðar þegar
slysið varð, vegurinn þurr og bjart í veðri.
Slysið varð á móts við Hvammsveg við
Gljúfurárholt og er þriðja banaslysið sem
verður á vegakaflanum milli Hveragerðis og
Selfoss á rúmu ári. Þar hafa nú orðið fjögur
banaslys frá árinu 1992. Gunnar Geir Gunnars-
son, verkefnastjóri slysaskráningar hjá
Umferðarstofu, segir að slys séu vissulega tíð
á þessum kafla en þó í meðallagi séu allir
vegakaflar í grennd við höfuðborgarsvæðið
skoðaðir.
Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að
svo stöddu. - þo
Þrjú banaslys hafa orðið á veginum milli Hveragerðis og Selfoss á rúmu ári:
Karlmaður lést eftir harðan árekstur
HARÐUR ÁREKSTUR Pallbíllinn rakst á
vörubifreið og kastaðist síðan á sendi-
ferðabíl. Ökumaður sendibílsins lést.
EFNAHAGSMÁL Kristján Gunnars-
son, formaður Starfsgreinasam-
bandsins, SGS, segir að ekki reyni
á starf forsendunefndar fyrr en í
byrjun næsta árs þegar tíma-
mörkin í framlengingarákvæði
kjarasamninga komi til umræðu.
Verkalýðshreyfingin hafi hins
vegar kallað eftir samráði við
stjórnvöld og vinnuveitendur og
fengið undirtektir en svo gerist
ekki neitt.
Forsendur samninga á almenn-
um vinnumarkaði eru tvær; að
kaupmáttur standi í stað eða fari
ekki minnkandi, og verðbólgu-
markmið. „Ef svo heldur fram
sem horfir fjúka bæði þessi skil-
yrði og annað dugar til að samn-
ingurinn verði ekki framlengdur,“
segir Kristján og kveðst hafa
áhyggjur af þróuninni.
„Mér finnst ríkisstjórnin láta
reka á reiðanum. Þetta veldur
óskaplegum óstöðugleika. Við
höfum af þessu verulegar áhyggj-
ur, bæði félögin og Alþýðusam-
bandið. Mér finnst við fljóta að
feigðarósi.“
Framkvæmdastjórnarfundur
verður hjá Starfsgreinasamband-
inu í næstu viku og býst Kristján
við að staðan í efnahagsmálum
verði til umræðu þar. „Það hafa
allir á þessu skoðanir. Krónan er
eins og sökkvandi skip og alltaf að
bætast fleiri í þann hóp sem vilja
yfirgefa krónuna. Samtök atvinnu-
lífsins eru nú með hugmyndir um
bakleiðir að evrunni. Þeim væri
ráðlegast að koma alveg út úr
skápnum og leggja til að við
tökum upp viðræður við Evrópu-
sambandið og göngum í það. Við í
verkalýðshreyfingunni viljum
aðildarviðræður.“ - ghs
LÆTUR REKA Á REIÐANUM „Mér finnst
ríkisstjórnin láta reka á reiðanum,“ segir
Kristján Gunnarsson, formaður Starfs-
greinasambandsins.
Formaður Starfsgreinasambandsins um forsendur nýgerðra kjarasamninga:
Köllum eftir víðtæku samráði
M
YN
D
/Ó
LA
FU
R
Þ. Ó
LA
FSSO
N
FISKVINNSLA Bæjarráð Akraness
hefur falið bæjarstjóra og
formanni Verkalýðsfélags
Akraness að krefja forsvarsmenn
HB Granda um
svör varðandi
tilfærslu
aflaheimilda.
Gísli S.
Einarsson
bæjarstjóri
segir að kallað
verði eftir
úttekt á
stöðunni. „Við
viljum vita hvað
hefur farið mikið af heimildum
frá þeim og hvert,“ segir Gísli.
Hann segir Akurnesinga ósátta
með tilfærsluna. „Við skiljum
ekki af hverju verið er að færa
heimildir frá Akranesi, þar sem
fiskvinnsla er ríkjandi, til Reykja-
víkur þar sem hún er víkjandi.“
- kóp
Akranesbær spyr HB Granda:
Vilja vita hvert
kvótinn fór
GÍSLI S.
EINARSSON
FJÁRMÁL Gengi deCODE Genetics,
móðurfélags Íslenskrar erfðar-
greiningar, féll í 1,20 í gær. Er
þetta lægsta gengi sem félagið
hefur náð. Þegar leið á daginn
hækkaði gengið og fór hæst í
1,37, en var í 1,34 við lokun
markaða.
Markaðsvirði félagsins er
samkvæmt þessu um 81,5
milljónir dala, sem samsvarar
tæpum sex milljörðum íslenskra
króna.
Gengi félagsins hefur verið á
niðurleið undanfarna daga og
nam lækkunin í gær tæpum
þremur prósentustigum. - kóp
Gengi deCODE lækkar enn:
Gengi deCODE
aldrei lægra
LANDBÚNAÐUR Í fyrra voru
framleiddar 124 milljónir lítra af
mjólk á landinu og hefur magnið
aldrei verið svo mikið. Þetta kom
fram á aðalfundi Auðhumlu sem
haldinn var á fimmtudag.
112 lítrar komu frá framleið-
endum Auðhumlu, eða sem
svarar 91% allrar mjólkurfram-
leiðslu.
Auðhumla er samvinnufélag í
eigu um 700 mjólkurframleið-
enda og rekur meðal annars
Mjólkursamsöluna.
Heildarsala félagsins nam 12,6
milljörðum króna í fyrra og var
rekstrartap 588 milljónir króna.
Tapið nam 196 milljónum þegar
horft er til fjármagnstekna. - kóp
Metmjólkurframleiðsla 2007:
124 milljónir
mjólkurlítra
HÚSNÆÐISMÁL „Fasteignaverðból-
an var alþjóðlegt fyrirbæri og
skýrist fyrst og fremst af einstak-
lega hagstæðum fjármálaskilyrð-
um og lægstu vöxtum á mörkuðum
í hundrað ár. Hjöðnun þessa fast-
eignaverðs verður líka alþjóðlegt
fyrirbæri,“ segir Arnór Sighvats-
son, aðalhagfræðingur Seðlabanka
Íslands. Hann segir spá bankans
um þrjátíu prósenta lækkun fast-
eignaverðs fram til loka árs 2010
raunsæja og eðlilega.
Arnór segir bankann ekki geta
spáð nákvæmlega fyrir um verð
frekar en aðrir sem það reyni. Hins
vegar sé nauðsynlegt að skoða
málin í samhengi við ástandið eins
og það er. „Ef við horfum á raun-
verðið [á fasteignamarkaði] erum
við ekki að gera ráð fyrir að það
falli niður fyrir meðaltalsraun-
verðið á undanförnum tíu árum.
Það meðaltalsraunverð er miklu
hærra en meðaltalsraunverðið ára-
tugina á undan. Að vissu leyti erum
við því bara að reikna með því að
fasteignamarkaðurinn fari í venju-
lega stöðu,“ segir Arnór.
Arnór segir efnahagslægðina
sem nú einkenni alþjóðleg hag-
kerfi meðal annars hafa þau ein-
kenni að fasteignaverð falli. Þá
séu markaðsaðstæður hér á landi
óhagstæðar á mörgum vígstöðv-
um. „Það sem við stöndum frammi
fyrir núna er raunlækkun sem er
meiri en nokkurn tímann áður. Við
stöndum líka frammi fyrir við-
skiptahalla sem er meiri en nokk-
urn tímann áður. Við erum líka
með efnahagsreikninga einstakl-
inga og fyrirtækja sem eru við-
kvæmari fyrir gengislækkun en
nokkurn tímann áður. Gengislækk-
unin síðan í nóvember er hraðari
og meiri en við höfum séð áður.
Það er því ansi margt sem er í
meira ójafnvægi en það hefur
verið,“ segir Arnór.
Hann segir verðlækkanir komn-
ar fram víða um heim. Meðal ann-
ars hafi fasteignaverð víðs vegar
um Bandaríkin lækkað mikið, um
fimmtán til tuttugu prósent á einu
ári. Merki mikilla verðlækkana
sjáist nú í Englandi, Írlandi, Spáni,
Danmörku og Noregi.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, segir stjórnvöld
geta gert margt til þess að koma í
veg fyrir skell á fasteignamark-
aðnum. „Ég hef ekki trú á því að
ástandið sé eins slæmt og Seðla-
bankinn spáir en það er ekki gott
að segja. Það má afnema bruna-
bótamatsviðmið á lánum Íbúða-
lánasjóðs og hækka hámarkslán
hans til þess að bregðast við stöð-
unni. Hámarkslán hjá okkur er
átján milljónir, sem er auðvitað
allt of lágt miðað við markaðsstöð-
una. Þá finnst mér koma til greina
að hækka lánshlutfallið í níutíu
prósent.“
- mh
Hrun fasteignaverðs
alþjóðlegt vandamál
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir spá um 30 prósenta verðlækkun á
íbúðaverði vera raunsæja og eðlilega. Hluti af alþjóðlegri þróun. Guðmundur
Bjarnason segir stjórnvöld geta brugðist við með stuðningi við Íbúðalánasjóð.
ÍBÚÐABYGGINGAR Seðlabankinn spáir þrjátíu prósenta verðlækkun á fasteignum
til ársloka 2010. Meðal þess sem getur kynt undir verðlækkun er mikið framboð
húsnæðis á sama tíma og eftirspurn er lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ef Seðlabankinn spáir því að fasteignaverð muni lækka og sú spá er talin
trúverðug þá getur það kallað fram lækkun,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í
hagfræði við Háskóla Íslands.
Aðspurður hvort hann telji að Seðlabankinn sé með spánni að reyna að
tala verðbólguna niður, í ljósi þess að fasteignaverð er inni í vísitölureikn-
ingum, segist Gylfi telja það ósennilegt. „Hins vegar lítur út fyrir að það eina
sem geti lækkað verðbólguna hratt eins og sakir standa sé mikil lækkun á
fasteignamarkaði, því aðrir hlutir gefa ekki mikið eftir.“
Gylfi Magnússon dósent:
Spáin getur kallað fram verðlækkun
Stjórnin afléttir hömlum
Nýja ríkisstjórnin í Pakistan hófst í
gær handa við að afturkalla margar
umdeildar ákvarðanir Pervez Mus-
harrafs forseta. Í gær var lagt fram
frumvarp um að aflétta hömlum á
starfsemi fjölmiðla.
PAKISTAN
Viðræður dragast á langinn
Kjaraviðræður flugumferðarstjóra
standa enn yfir en þær hófust í lok
janúar. Loftur Jóhannesson, formaður
samninganefndar flugumferðarstjóra,
segist vonast til að sættir náist fljótt
en eitthvað beri þó enn á milli.
KJARAMÁL
SPURNING DAGSINS