Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 8

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 8
 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR P IP A R • S ÍA • 80 76 0 BANDARÍKIN, AP Heiftin milli stuðn- ingsmanna Baracks Obama og Hillary Clinton er orðin það mikil að sumir þeirra segjast frekar ætla að kjósa repúblikanann John McCain en frambjóðanda demó- krata, fari svo að þeirra frambjóð- andi nái ekki sigri í prófkjörsbar- áttunni. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun, sem bandaríska frétta- stofan AP og skoðanakönnunarfyr- irtækið Ipsos birtu á fimmtudag. Samkvæmt sömu könnun nýtur Obama 46 prósenta fylgis en Clin- ton 43 prósenta. Þessar fylgistölur eru óbreyttar frá því síðasta könn- un var birt. Ef Clinton færi í framboð á móti McCain fengi hún 48 prósent en hann 45 prósent. Færu leikar hins vegar svo að Obama etti kappi við McCain fengju þeir báðir 45 pró- senta fylgi. McCain hefur þar með bætt verulega stöðu sína, því í síðustu könnun, sem gerð var í lok febrú- ar, hafði Obama tíu prósenta for- skot á McCain. Mestu munar þar um minnkandi fylgi Obama meðal kvenna, en hann hefur einnig tapað fylgi í fleiri kjósendahóp- um, og má þar nefna unga kjós- endur, auðuga, hörundshvíta og kaþólska kjósendur. - gb Vaxandi heift milli stuðningsmanna Clinton og Obama: McCain styrkir stöðu sína JOHN MCCAIN Stendur nú jafnfætis bæði Clinton og Obama samkvæmt skoðanakönnunum. Þarna er hann að greiða fyrir pitsusneið í miðri kosninga- baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Efling samstarfs kvenutanríkisráðherra, öryggis- mál og vegabréfsáritanir fyrir Íslendinga sem sinna viðskiptum vestanhafs voru meðal þeirra mála sem bar á góma á fundi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra með hinni bandarísku starfssystur sinni Condoleezzu Rice í Washington í gær. Ingibjörg Sólrún segir þær hafa verið sammála um að efla samstarf þeirra kvenna sem gegna embætti utanríkisráðherra og voru sam- mála um að ein lykiláherslan í slíku samstarfi væri ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1.325 um konur, frið og öryggi. Það mál verði tekið upp á fundi kvenutanríkisráðherra í haust. Einnig var rætt um ástand mála í Mið-Austurlöndum og Afganist- an, Norðurslóðir, og öryggissam- starf Íslands og Bandaríkjanna. Einnig um þá enda sem hnýta þarf í kjölfar brotthvarfs Bandaríkja- hers frá Íslandi haustið 2006 og framhald reglubundins öryggis- samráðs ríkjanna, en næsti fund- ur innan þess ramma verður hald- inn í lok apríl. Viðskipti ríkjanna voru einnig á dagskrá, einkum áritanir fyrir þá sem sinna viðskiptum vestra og þurfa að dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. Lagði Ingi- björg Sólrún á það áherslu að Íslendingar kæmust í hóp þeirra þjóða sem eru undanþegnar kröfu um vegabréfsáritun fyrir kaup- sýslumenn. „Það skýtur dálítið skökku við að eftir um sjötíu ára samskipta- sögu ríkjanna tveggja skuli Íslendingar ekki vera í þessum hópi þjóða. Ég fékk jákvæð við- brögð en málið hefur velkst í kerfinu ytra,“ segir Ingibjörg. Aðspurð segist hún hafa nefnt framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ, en ekki fengið nein svör, enda ekki búist við þeim. - aa/kóp KVENRÁÐHERRASAMRÁÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Condoleezza Rice heilsast í Washington í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna áttu fund í Washington í gær: Vilja efla kvenráðherrasamstarf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.