Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 8
12. apríl 2008 LAUGARDAGUR
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
80
76
0
BANDARÍKIN, AP Heiftin milli stuðn-
ingsmanna Baracks Obama og
Hillary Clinton er orðin það mikil
að sumir þeirra segjast frekar
ætla að kjósa repúblikanann John
McCain en frambjóðanda demó-
krata, fari svo að þeirra frambjóð-
andi nái ekki sigri í prófkjörsbar-
áttunni.
Þetta kemur fram í nýrri skoð-
anakönnun, sem bandaríska frétta-
stofan AP og skoðanakönnunarfyr-
irtækið Ipsos birtu á fimmtudag.
Samkvæmt sömu könnun nýtur
Obama 46 prósenta fylgis en Clin-
ton 43 prósenta. Þessar fylgistölur
eru óbreyttar frá því síðasta könn-
un var birt.
Ef Clinton færi í framboð á móti
McCain fengi hún 48 prósent en
hann 45 prósent. Færu leikar hins
vegar svo að Obama etti kappi við
McCain fengju þeir báðir 45 pró-
senta fylgi.
McCain hefur þar með bætt
verulega stöðu sína, því í síðustu
könnun, sem gerð var í lok febrú-
ar, hafði Obama tíu prósenta for-
skot á McCain. Mestu munar þar
um minnkandi fylgi Obama meðal
kvenna, en hann hefur einnig
tapað fylgi í fleiri kjósendahóp-
um, og má þar nefna unga kjós-
endur, auðuga, hörundshvíta og
kaþólska kjósendur.
- gb
Vaxandi heift milli stuðningsmanna Clinton og Obama:
McCain styrkir stöðu sína
JOHN MCCAIN Stendur nú jafnfætis
bæði Clinton og Obama samkvæmt
skoðanakönnunum. Þarna er hann að
greiða fyrir pitsusneið í miðri kosninga-
baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UTANRÍKISMÁL Efling samstarfs
kvenutanríkisráðherra, öryggis-
mál og vegabréfsáritanir fyrir
Íslendinga sem sinna viðskiptum
vestanhafs voru meðal þeirra
mála sem bar á góma á fundi Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur
utanríkisráðherra með hinni
bandarísku starfssystur sinni
Condoleezzu Rice í Washington í
gær.
Ingibjörg Sólrún segir þær hafa
verið sammála um að efla samstarf
þeirra kvenna sem gegna embætti
utanríkisráðherra og voru sam-
mála um að ein lykiláherslan í slíku
samstarfi væri ályktun Sameinuðu
þjóðanna númer 1.325 um konur,
frið og öryggi. Það mál verði tekið
upp á fundi kvenutanríkisráðherra
í haust.
Einnig var rætt um ástand mála
í Mið-Austurlöndum og Afganist-
an, Norðurslóðir, og öryggissam-
starf Íslands og Bandaríkjanna.
Einnig um þá enda sem hnýta þarf
í kjölfar brotthvarfs Bandaríkja-
hers frá Íslandi haustið 2006 og
framhald reglubundins öryggis-
samráðs ríkjanna, en næsti fund-
ur innan þess ramma verður hald-
inn í lok apríl.
Viðskipti ríkjanna voru einnig
á dagskrá, einkum áritanir fyrir
þá sem sinna viðskiptum vestra
og þurfa að dvelja þar til lengri
eða skemmri tíma. Lagði Ingi-
björg Sólrún á það áherslu að
Íslendingar kæmust í hóp þeirra
þjóða sem eru undanþegnar kröfu
um vegabréfsáritun fyrir kaup-
sýslumenn.
„Það skýtur dálítið skökku við
að eftir um sjötíu ára samskipta-
sögu ríkjanna tveggja skuli
Íslendingar ekki vera í þessum
hópi þjóða. Ég fékk jákvæð við-
brögð en málið hefur velkst í
kerfinu ytra,“ segir Ingibjörg.
Aðspurð segist hún hafa nefnt
framboð Íslands til Öryggisráðs
SÞ, en ekki fengið nein svör, enda
ekki búist við þeim. - aa/kóp
KVENRÁÐHERRASAMRÁÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Condoleezza Rice heilsast í
Washington í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna áttu fund í Washington í gær:
Vilja efla kvenráðherrasamstarf