Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 10

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 10
10 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Velta í dagvöruverslun jókst um 7,2 prósent í marsmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Er þá miðað við fast verðlag. Hækk- unin nam hins vegar fjórtán pró- sentum á breytilegu verðlagi. Kemur þetta fram í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Minni munur var á milli febrú- armánaða í ár og í fyrra og er skýringa líklega að leita í því að í ár var páskahátíðin í mars með til- heyrandi aukinni verslun. Þá hækkaði verð á dagvöru um 6,4 prósent nú í mars frá því í mars í fyrra. Sala á áfengi í mars jókst um 4,4 prósent á breytilegu verðlagi frá því í mars í fyrra. Verð á áfengi hækkaði um 2,3 prósent á sama tíma. Samdráttur varð hins vegar í fata- og skóverslun þar sem hún dróst saman um þrettán prósent milli marsmánaða 2007 og 2008. Á breytilegu verðlagi nam samdrátt- urinn 8,7 prósentum. Verð á fötum hækkaði um fimm prósent á tíma- bilinu og verð á skóm um 11,6 pró- sent samkvæmt verðmælingum Hagstofu Íslands. Í tilkynningu frá Rannsóknar- setri verslunarinnar segir að þó að töluverðar hækkanir hafi orðið á matvælum að undanförnu hafi velta dagvöruverslana hækkað meira en þeim verðhækkununum nemur. - ovd Landsmenn kaupa meira af mat og drykk þrátt fyrir hækkun vöruverðs: Aukin velta í dagvöruverslun TÍSKUVERSLUN Samdráttur varð í fata- og skóverslun í mars. SPÁNN, AP Spánarþing staðfesti í gær Jose Luis Rodriguez Zapat- ero, leiðtoga sósíalista, í embætti forsætisráðherra annað kjörtíma- bilið í röð. Sósíalistaflokkurinn vann þingkosningar sem fram fóru 9. mars en náði ekki hreinum meirihluta. Ekkert samkomulag hefur enn tekist sem tryggir þingmeirihluta og því náði Zapatero ekki tilskildum stuðningi er fyrst var kosið um staðfestingu hans í embætti á mánudag. Því kom til annarrar umferðar atkvæðagreiðslunnar þar sem einfaldur meirihluti dugði. Zapatero mun stýra minnihluta- stjórn sem þarf að semja við smáflokka um hvert þingmál. - aa Atkvæðagreiðsla á Spánarþingi: Zapatero stað- festur í embætti JOSE LUIS ZAPATERO Spánarþing hefur staðfesti Zapatero í embætti forsætis- ráðherra. JAPAN, AP Japanska sjávarútvegs- ráðuneytið tilkynnti í gær að það hefði í nafni vísindaveiðaáætlun- ar sinnar gefið út kvóta til veiða á sextíu hrefnum í norðanverðu Kyrrahafi næstu vikurnar. Fimm hvalveiðibátar, sem gerðir eru út í rannsóknaskyni, munu annast veiðarnar og hefja þær strax á næstu dögum á miðunum norður af Japan. Meðal þess sem rannsakað verður er á hverju hvalirnir nærast og áhrif þeirra á nytjafiskastofna. Í nafni vísindaveiðaáætlunar sinnar, sem er lögleg samkvæmt reglum Alþjóða hvalveiðiráðsins, veiða Japanar um 1.000 hvali á ári. - aa Vísindaveiðar Japana: Veiða 60 hrefn- ur í Kyrrahafi HREFNUVEIÐAR Rannsaka næringarvenj- ur og áhrif á fiskistofna. MYND/HAFRÓ Sinubruni í Fossvogi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um miðjan dag í gær til að slökkva eld í sinu við Aðalland í Fossvogi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. LÖGREGLUFRÉTTIR PÓLLAND Átján ára pólskur slökkviliðsmaður á yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir íkveikjur. Glæpinn framdi hann svo að hann fengi að vinna meiri yfirvinnu og hefði efni á gjöf handa kærust- unni sinni. Maðurinn er sakaður um að hafa kveikt í hlöðu í bænum Studzianski og farið svo á slökkvi- stöð bæjarins þar sem hann starfaði fyrir jafnvirði tæpra 300 króna á tímann. Lögregla segir að hann hafi kveikt í tveimur öðrum hlöðum í vikunni á eftir, en að lokum verið staðinn að verki. - sgj Pólskur slökkviliðsmaður: Kveikti í til að geta keypt gjöf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.