Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 14

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 14
14 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta:561 5.275 -1,37% Velta: 5.621 milljón HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: -0,45% ... Eimskipafélagið 24,95 +1,01% ... Exista 12,19 -4,17% ... FL Group 6,90 -2,68% ... Glitnir 17,25 -2,68% ... Icelandair 24,00 -1,03% ... Kaupþing 836,00 -1,18% ... Landsbankinn 30,35 -1,46% ... Marel 90,50 -0,11% ... SPRON 5,82 -2,51% ... Straumur-Burðarás 12,44 -1,11% ... Teymi 4,46 -0,67% ... Össur 91,40 -0,65% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS +1,01% ATORKA +0,81% ALFESCA +0,44% MESTA LÆKKUN EXISTA -4,17% FL GROUP -2,68% SPRON -2,51% Skortur á gegnsæi Erfiðlega gekk að fylgjast með vefút- sendingu frá útgáfum Peningamála og blaðamannafundi Seðlabankans og greinilegt að tölvukerfi bankans ræður ekki við þá miklu aðsókn sem er að útsendingunni. Það er auðvitað afleitt, þar sem fáir komast á blaðamannafundinn, raunar miklu færri en vilja. Þannig hafa greiningardeildir bankanna óskað eftir aðgangi, en verið synjað. Blaðamenn fá aukinheldur aðeins Peningamál í hendur eftir framsögur og gefst því vart tími til að spyrja bankastjórn- ina á grundvelli þeirra upplýsinga. Kallaður fyrir þingnefnd? Víða erlendis er meira gegnsæi uppi við ákvarðanir sem þessar, meðal annars er gefið upp hvort einhugur var meðal bankastjóra um ákvarðanir og eins er algengt að þingnefndir kalli bankastjóra fyrir og óski upplýsinga eða jafnvel skýringa á þjóðarbúskapnum. Hér á landi gæti efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að mynda kallað seðla- bankastjóra fyrir til þess að ræða ástand og horfur og óskað skýringa á því ójafnvægi sem einkennir íslenskt efnahagslíf þessa dagana með hækkandi verðbólgu, vöxtum og sveiflum á gengi krónunnar. Er óhætt að fullyrða, að slíkur fundur gæti orðið mjög fróðlegur. Skortur á gegnsæi „Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabank- ar séu nánast óstarfhæfir,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðla- bankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni,“ segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild.“ Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjald- eyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskipta- bankanna“. Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leið- in til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. „Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núver- andi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti.“ Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræð- ingar sem hefðu traust markaðar- ins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir,“ segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann banka- ráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýri- vaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bank- anum. Djúp kreppa eina leiðin til að verðbólgumarkmið náist Greiningardeild Landsbankans spáir því að tólf mánaða verð- bólga verði 10,1 prósent í þessum mánuði. Þetta yrði mesta verð- bólga sem mælst hefur hér á landi frá því í október 1990, þegar hún var 10,1 prósent. Verðbólga í síðasta mánuði mældist 8,7 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir að töluverð hækkun á mat- arverði sé fram undan. Hækkun á mjólkurverði hafi áhrif á aðra innlenda matvælaframleiðslu, auk hækkunar á innfluttum vörum vegna gengisfallsins. Þá hafi verð á bílum hækkað mikið frá áramótum. - ikh Mesta verð- bólga í 18 ár GYLFI MAGNÚSSON Lárus Welding, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, sagði að þótt einhverjir efuðust um getu fjár- málageirans til að standa undir framtíðar hagvexti hér á landi, felist mikil tækifæri í vexti og við- gangi íslenskra fjármálafyrir- tækja. Því væri brýnt að halda áfram að vinna að hugmyndum um alþjóðlega fjármálamiðstöð hérlendis. „Grunngerð íslenska fjármálamarkaðarins gerir slíkt raunhæft, skattalegt umhverfi er hagstætt, lagaumhverfið traust og menntunarstig hátt.“ Lárus sagði að stjórnvöld hefðu í auknum mæli áttað sig á þessum þáttum. „En í því ljósi skýtur skökku við að stjórnvöld skuli enn sjálf reka banka sem nýtur ýmissa forréttinda og keppir í skjóli þeirra um viðskiptamenn við fjár- málafyrirtæki á frjálsum mark- aði.“ Lárus spurði einnig hvort ójafnvægi í efnahagskerfinu og vanda peningastefnunnar mætti rekja til þess að skipulagi Íbúða- lánasjóðs var ekki breytt þegar Seðlabankinn tók upp verðbólgu- markmið. - ikh Áfram verði unnið að fjármálamiðstöð LÁRUS WELDING Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur F í t o n / S Í A 1.9 TDI® dísilvél fjarlægðarskynjarar að framan og aftan aðkomuljós hiti í sætum 16" álfelgur, leðurklætt stýri leðurklædd handbremsa leðurklædd gírstöng vegleg VW regnhlíf TDI® vél og meiri lúxus f yrir 400.000 kr.PassatGolfPolo 5,0 l/100 km 4,5 l/100 km Touran 5,9 l/100 km 5,8 l/100 km Eyðsla, miðað við TDI® vél frá Volkswagen í blönduðum akstri. Tiguan 6,9 l/100 km Volkswagen hjálpar þér að fara betur með eldsneytið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.