Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 15

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 15
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 15 Forstjóri Fjármálaeftir- litsins segir að fjármála- fyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf. „Æskilegt væri, með það að markmiði, að stuðla að heilbrigð- um og traustum rekstri og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, að fjármálafyrirtæki og eigendur þeirra hugi ekki eingöngu að krosseignartengslum heldur einnig að krossstjórnarsetu í fyr- irtækjum í fjármálaþjónustu,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í ræðu á degi Samtaka fjármálafyrir- tækja í fyrradag. Þessi ábending var ein þeirra sex ábendinga til fjármálafyrir- tækja sem Jónas setti fram í ræðunni. Hann sagði einnig að stjórnendur bankanna þyrftu að sýna að þeir kynnu að rífa seglin í þeim stormi og stórsjó sem nú gengi yfir „og lækka kostnað og minnka efnahag sinn“. Hann benti á að meginábyrgðin hvíldi á stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir nytu hagnaðarins og bæru tapið. Jónas sagði einnig að nýta ætti núverandi aðstæður til að huga að hagræðingu og sameiningum á innlendum fjármálamarkaði. „Þá á ég ekki endilega við stór- samruna,“ sagði Jónas og benti á að hér á landi hefðu 34 fyrirtæki starfsleyfi sem lánafyrirtæki. Verðbréfafyrirtæki væru þarna ekki talin með. Þá vill Jónas að bankar auki gegnsæi í upplýsingagjöf, auk þess sem bankarnir þyrftu, ef það hægir á í efnahagslífinu, að huga að útlánagæðum, grípa fljótt inn í séu vandræði í upp- siglingu og leggja strax til hliðar inn á afskriftarreikning. „Jafn- framt þurfa fjármálafyrirtækin að gæta jafnræðis í meðhöndlun sinni á skuldurum.“ „Í sjötta lagi er stóra verkefnið að vinna að fjármögnun og við- halda lausafjárstöðu,“ sagði Jónas og bætti því við að bank- arnir hefðu staðið vel að vígi þegar lausafjárerfiðleikar hóf- ust á alþjóðamörkuðum. Hins vegar verði þetta ár tiltölulega létt í endurfjármögnun, en menn verði að sýna árvekni „því lausa- fjárerfiðleikar eru áhætta sem getur birst með skömmum fyrir- vara“. ingimar@markadurinn.is Hvatt til sameininga „Mest sláandi niðurstaðan er að hrein staða þjóðarbúsins er betri en áður var talið út frá opinberum hagtölum,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur í Seðlabankanum. Hann segir í Peningamálum að sé staða þjóðarbúsins reiknuð út frá markaðsvirði í stað bókfærðs virðis, hafi hrein erlend staða verið neikvæð um 27 prósent af þjóðarframleiðslu við lok þriðja fjórð- ungs síðasta árs. Sé hins vegar miðað við bókfærða virðið eins og gert er í opinber- um tölum, hafi staðan verið neikvæð um 120 prósent. Hér er rætt um skuldir umfram eignir, en skuldirnar nema hátt í 800 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hún var í fyrra tæplega 1.300 milljarðar króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Daníel segir eðlilegt að miða við markaðsvirði. „En ef stuðst er við þessa aðferðafræði, þá verða sveiflurnar meiri en ella,“ segir hann. Hann bendir jafnframt á það í greininni að eftir því sem hærra hlutfall af heildarauði þjóðfélagsins er í erlendum eignum, þeim mun meiri áhrif hafi breytingar á erlendum mörkuðum á innlent efnahagslíf. „Það sýnir að þjóðarbúið er mjög berskjaldað,“ segir Daníel. - ikh Staðan mun betri en tölurnar sýna FL Group skilar tapi upp á 44,5 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 15 milljarða hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er mesta tap skráðs félags í Kauphöll- inni á fjórðungnum, samkvæmt nýrri afkomu- spá greiningardeildar Kaupþings. Í spánni er gert ráð fyrir að fjárfestingar- félögin skili öll tapi. Á eftir FL Group kemur Exista, með tap upp á fjórtán milljarða og Atorka, með tap upp á rúman einn milljarð króna. Þá er spáð að Bakkavör skili mestum hagn- aði, 813 milljónum króna, á meðan Teymi tapar 4,1 milljarði. Hagnaður Teymis dregst mest saman á milli ára, eða um 356 prósent. Greiningardeildin telur að hagnaður bank- anna muni dragast talsvert saman á tímabil- inu, að Landsbankanum undanskildum. Mest- ur er samdrátturinn hjá SPRON. Áætlað tap sparisjóðsins nemur sjö milljörðum króna sem er samdráttur upp á 817 prósent. Á sama tíma er spáð að hagnaður Landsbankans nemi 19 milljörðum króna en það er 5,5 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Það er jafn- framt mesti hagnaður skráðs félags á tíma- bilinu, samkvæmt spá greiningardeild Kaup- þings, sem spáir ekki fyrir um eigin afkomu. - jab FL Group tapar mestu RÝNT Í VERSTA UPPGJÖR ÍSLANDSSÖG- UNNAR Greining- ardeild Kaupþing spáir því að tap FL Group verði það mesta á fyrstu þremur mánuðum ársins. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N FRÁ DEGI SAMTAKA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA Lárus Welding, formaður Samtaka fjár- málafyrirtækja, ræðir við félagsmenn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir tímabært fyrir fjármálafyrirtækin að huga að sameiningum. MYND/SFF Das Auto. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Passat 1,9 TDI® eyðir aðeins 5,8 lítrum á hundraðið þótt hann sé stór Ef hagkvæmni væri skrásett vörumerki, væri það að sjálfsögðu í eigu Volkswagen Hagkvæmni hefur alltaf verið lykilorð við hönnun hjá Volkswagen og árangurinn lætur ekki á sér standa. Með fjölbreyttum tækninýjungum hefur Volkswagen til dæmis tekist að búa til mjög skemmtilegar dísilvélar í allar stærðir bíla sem fara bæði betur með eldsneytið og umhverfið. Komdu, prófaðu og finndu bíl frá Volkswagen sem sparar fyrir þig. ALVÖRU SJÁLF- SKIPTINGAR SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN ÖFLUGAR EN HLJÓÐLÁTAR DÍSILVÉLAR EYÐSLU- GRANNAR VÉLAR KOLEFNIS- JAFNAÐIR Í EITT ÁR MINNI LOSUN ÚT Í UMHVERFIÐ HAGKVÆMIR Í REKSTRI OG VIÐHALDI UPPFYLLA STRÖNGUSTU ÖRYGGISSTAÐLA Passat kostar aðeins frá 3.080.000 kr. Eða 34.980 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 30% útborgun (927.000 kr.). Árleg hlutfallstala kostnaðar er 9,44%. Sýndur bíll á mynd Passat Comfortline Plus. Hagkvæmni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.